Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 3-1 | Stjarnan vann í Garðabænum Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Samsung-vellinum í Garðabæ. skrifar 27. júlí 2018 21:45 vísir/anton Stjarnan hangir enn við toppbaráttuna í Pepsi deild kvenna í fótbolta eftir 3-1 sigur á Val á heimavelli sínum í Garðabæ. Stjarnan er nú aðeins stigi frá Val í þriðja sætinu. Leikurinn byrjaði fullkomlega fyrir heimakonur. Þær nýttu sér mistök í vörn Vals, Telma Hjaltalín Þrastardóttir átti sendingu inn á Katrínu Ásbjörnsdóttur sem var ein á móti Söndru Sigurðardóttur í marki Vals og kláraði vel. Við það að skora svona snemma gat Stjarnan legið aðeins til baka og beitt skyndisóknum og þær gerðu það fullkomlega. Sóknarafl Vals var mjög bitlaust í leiknum og þó þær kæmu sér í ágætis færi þá náðu þær lítið að gera við það. Á 28. mínútu tvöfaldaði Stjarnan forystu sína með frábærri skyndisókn og staðan var 2-0 í hálfeik. Strax í upphafi seinni hálfleiks náði Fanndís Friðriksdóttir að laga stöðuna fyrir Val með hennar fyrsta marki fyrir Hlíðarendafélagið. Valskonur reyndu sem þær gátu að sækja en það var Harpa Þorsteinsdóttir sem átti lokaorðið með glæsilegu marki á 56. mínútu. Valur náði ekki að komast nær og þær rauðu hafa ekki unnið leik í Pepsi deildinni síðan í lok júní.Af hverju vann Stjarnan? Tvö mörk úr sterkum skyndisóknum snemma leiks leyfðu heimakonum að sitja, verjast og sækja þegar færi gafst. Sérstaklega þá var markið í upphafi mikilvægt í því samhengi. Stjarnan réði öllu inn á miðsvæðinu og unnu þær flest alla skallabolta. Stjarnan fór kannski heldur mikið í skotgrafirnar í seinni hálfleik en það kom ekki að sök.Hverjar stóðu upp úr? Lára Kristín Pedersen og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir virtust eins og herforingjar á miðsvæðinu, en það hjálpaði þeim kannski að Valskonur voru einstaklega ráðalausar fram á við í fyrri hálfleik. Harpa Þorsteinsdóttir átti fínan leik og Telma Hjaltalín Þrastardóttir var mjög spræk. Hjá Val voru fáar sem stóðu neitt sérstaklega upp úr. Ásdís Karen Halldórsdóttir var kannski þeirra ferskust fram á við.Hvað gekk illa? Færanýting Vals var hrikaleg í leiknum. Þær fengu nokkrar hornspyrnur og eftir slæmar fyrstu spyrnur þá voru boltarnir inn á teiginn frá Hallberu Guðný Gísladóttur og Fanndísi Friðriksdóttur nær undantekningarlaust að skapa usla inni á teignum en það varð nær aldrei neitt úr því.Hvað gerist næst? Næsta umferð hefst strax á morgun, þó þessi lið eigi þó ekki leik þá. Valur fær Grindavík í heimsókn á Origo völlinn á þriðjudag. Á sama tíma sækir Stjarnan Selfoss heim.Harpa: Þægilegt að vera kominn með forystuna „Þetta var hörkuleikur en við fórum eftir skipulagi og mér fannst við mjög agaðar í okkar leik. Í þeim sóknum sem við fórum í vorum við að framkvæma virkilega vel og vorum skynsamar þess á milli,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir eftir leikinn. „Í svona leik er mjög þægilegt að vera kominn með forystuna. Við gátum leyft okkur aðeins að sitja til baka og vera agaðar og það lá ekki alveg eins mikið á okkur að sækja.“ Stjarnan er einu stigi á eftir Val í þriðja sætinu en heilum 11 stigum frá toppliði Breiðabliks. Harpa sagði toppbaráttuna ekki vera ofarlega í huga Stjörnukvenna. „Við vitum að það er mjög langsótt. Blikarnir eru komnar með mjög þægilega stöðu. En við viljum samt halda áfram að bæta okkar leik og ná í öll þau stig sem við getum og enda eins ofarlega í töflunni og við getum, það er alveg klárt mál.“ „Þetta hjálpar okkur líka í bikarkeppninni að halda áfram að bæta okkur, og við erum að því. Það er líka skemmtilegra að spila þannig,“ sagði Harpa og hlær. Harpa lagði upp eitt mark og skoraði annað í leiknum áður en hún fór af velli á 68. mínútu. Hún hafði áður þurft að láta vefja á sér lærið og sagðist vera að glíma við meiðsli. „Ég er búin að vera aðeins tæp. En ég er öll að koma til. Fékk smá bakslag þarna áðan og það var bara skynsemi að fara út af,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir.Pétur: Hef engar áhyggjur svo sem Valur hefur ekki unnið leik í Pepsi deild kvenna síðan 24. júní. Liðið tapaði í kvöld fyrir Stjörnunni í Garðabænum, 3-1. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var að vonum ekki sérstaklega ánægður í leikslok. „Mér fannst við fyrst og fremst ekki nýta færin okkar,“ sagði Pétur aðspurður hvað hafi farið úrskeiðis. Valur átti haug af uppbyggilegum sóknum, sérstaklega í seinni hálfleik, en náðu lítið að gera við þær. „Stjarnan gerði það, fékk tvö færi í fyrri hálfleik úr skyndisóknum og skoruðu tvö mörk. Mér fannst við alveg fá tvö ef ekki þrjú dauðafæri til þess að jafna leikinn í fyrri hálfleik.“ „Ég held það sé alveg sama hvenær maður fær á sig markið en þetta voru einföld mörk sem við fengum á okkur í dag. Þrjú einföld mörk, sérstaklega þriðja markið fannst mér mjög slakt hjá okkur.“ Valur hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu fimm leikjum. Þrátt fyrir það hefur Pétur engar sérstakar áhyggjur af sóknarleiknum. „Ég hef engar áhyggjur svo sem. Það hefði verið betra að skora úr þessum færum en það kemur vonandi.“ Næsti leikur Vals er gegn Grindavík á þriðjudaginn. Hvað getur Pétur tekið úr þessum leik inn í þann næsta? „Við erum að reyna allan leikinn, reynum að sækja allan leikinn til þess að jafna. Mér fannst stelpurnar gera það ágætlega, þær reyndu eins og þær gátu en því miður þá nýttum við ekki færin okkar,“ sagði Pétur Pétursson. Pepsi Max-deild kvenna
Stjarnan hangir enn við toppbaráttuna í Pepsi deild kvenna í fótbolta eftir 3-1 sigur á Val á heimavelli sínum í Garðabæ. Stjarnan er nú aðeins stigi frá Val í þriðja sætinu. Leikurinn byrjaði fullkomlega fyrir heimakonur. Þær nýttu sér mistök í vörn Vals, Telma Hjaltalín Þrastardóttir átti sendingu inn á Katrínu Ásbjörnsdóttur sem var ein á móti Söndru Sigurðardóttur í marki Vals og kláraði vel. Við það að skora svona snemma gat Stjarnan legið aðeins til baka og beitt skyndisóknum og þær gerðu það fullkomlega. Sóknarafl Vals var mjög bitlaust í leiknum og þó þær kæmu sér í ágætis færi þá náðu þær lítið að gera við það. Á 28. mínútu tvöfaldaði Stjarnan forystu sína með frábærri skyndisókn og staðan var 2-0 í hálfeik. Strax í upphafi seinni hálfleiks náði Fanndís Friðriksdóttir að laga stöðuna fyrir Val með hennar fyrsta marki fyrir Hlíðarendafélagið. Valskonur reyndu sem þær gátu að sækja en það var Harpa Þorsteinsdóttir sem átti lokaorðið með glæsilegu marki á 56. mínútu. Valur náði ekki að komast nær og þær rauðu hafa ekki unnið leik í Pepsi deildinni síðan í lok júní.Af hverju vann Stjarnan? Tvö mörk úr sterkum skyndisóknum snemma leiks leyfðu heimakonum að sitja, verjast og sækja þegar færi gafst. Sérstaklega þá var markið í upphafi mikilvægt í því samhengi. Stjarnan réði öllu inn á miðsvæðinu og unnu þær flest alla skallabolta. Stjarnan fór kannski heldur mikið í skotgrafirnar í seinni hálfleik en það kom ekki að sök.Hverjar stóðu upp úr? Lára Kristín Pedersen og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir virtust eins og herforingjar á miðsvæðinu, en það hjálpaði þeim kannski að Valskonur voru einstaklega ráðalausar fram á við í fyrri hálfleik. Harpa Þorsteinsdóttir átti fínan leik og Telma Hjaltalín Þrastardóttir var mjög spræk. Hjá Val voru fáar sem stóðu neitt sérstaklega upp úr. Ásdís Karen Halldórsdóttir var kannski þeirra ferskust fram á við.Hvað gekk illa? Færanýting Vals var hrikaleg í leiknum. Þær fengu nokkrar hornspyrnur og eftir slæmar fyrstu spyrnur þá voru boltarnir inn á teiginn frá Hallberu Guðný Gísladóttur og Fanndísi Friðriksdóttur nær undantekningarlaust að skapa usla inni á teignum en það varð nær aldrei neitt úr því.Hvað gerist næst? Næsta umferð hefst strax á morgun, þó þessi lið eigi þó ekki leik þá. Valur fær Grindavík í heimsókn á Origo völlinn á þriðjudag. Á sama tíma sækir Stjarnan Selfoss heim.Harpa: Þægilegt að vera kominn með forystuna „Þetta var hörkuleikur en við fórum eftir skipulagi og mér fannst við mjög agaðar í okkar leik. Í þeim sóknum sem við fórum í vorum við að framkvæma virkilega vel og vorum skynsamar þess á milli,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir eftir leikinn. „Í svona leik er mjög þægilegt að vera kominn með forystuna. Við gátum leyft okkur aðeins að sitja til baka og vera agaðar og það lá ekki alveg eins mikið á okkur að sækja.“ Stjarnan er einu stigi á eftir Val í þriðja sætinu en heilum 11 stigum frá toppliði Breiðabliks. Harpa sagði toppbaráttuna ekki vera ofarlega í huga Stjörnukvenna. „Við vitum að það er mjög langsótt. Blikarnir eru komnar með mjög þægilega stöðu. En við viljum samt halda áfram að bæta okkar leik og ná í öll þau stig sem við getum og enda eins ofarlega í töflunni og við getum, það er alveg klárt mál.“ „Þetta hjálpar okkur líka í bikarkeppninni að halda áfram að bæta okkur, og við erum að því. Það er líka skemmtilegra að spila þannig,“ sagði Harpa og hlær. Harpa lagði upp eitt mark og skoraði annað í leiknum áður en hún fór af velli á 68. mínútu. Hún hafði áður þurft að láta vefja á sér lærið og sagðist vera að glíma við meiðsli. „Ég er búin að vera aðeins tæp. En ég er öll að koma til. Fékk smá bakslag þarna áðan og það var bara skynsemi að fara út af,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir.Pétur: Hef engar áhyggjur svo sem Valur hefur ekki unnið leik í Pepsi deild kvenna síðan 24. júní. Liðið tapaði í kvöld fyrir Stjörnunni í Garðabænum, 3-1. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var að vonum ekki sérstaklega ánægður í leikslok. „Mér fannst við fyrst og fremst ekki nýta færin okkar,“ sagði Pétur aðspurður hvað hafi farið úrskeiðis. Valur átti haug af uppbyggilegum sóknum, sérstaklega í seinni hálfleik, en náðu lítið að gera við þær. „Stjarnan gerði það, fékk tvö færi í fyrri hálfleik úr skyndisóknum og skoruðu tvö mörk. Mér fannst við alveg fá tvö ef ekki þrjú dauðafæri til þess að jafna leikinn í fyrri hálfleik.“ „Ég held það sé alveg sama hvenær maður fær á sig markið en þetta voru einföld mörk sem við fengum á okkur í dag. Þrjú einföld mörk, sérstaklega þriðja markið fannst mér mjög slakt hjá okkur.“ Valur hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu fimm leikjum. Þrátt fyrir það hefur Pétur engar sérstakar áhyggjur af sóknarleiknum. „Ég hef engar áhyggjur svo sem. Það hefði verið betra að skora úr þessum færum en það kemur vonandi.“ Næsti leikur Vals er gegn Grindavík á þriðjudaginn. Hvað getur Pétur tekið úr þessum leik inn í þann næsta? „Við erum að reyna allan leikinn, reynum að sækja allan leikinn til þess að jafna. Mér fannst stelpurnar gera það ágætlega, þær reyndu eins og þær gátu en því miður þá nýttum við ekki færin okkar,“ sagði Pétur Pétursson.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti