M. Night Shyamalan sló í gegn á Comic-Con með stiklu úr Glass Birgir Olgeirsson skrifar 21. júlí 2018 09:08 Aðalpersónurnar þrjár í myndinni Glass, leiknar Leikstjórinn M. Night Shyamalan frumsýndi stiklu úr nýjustu kvikmynd sinni, Glass, og ráðstefnunni Comic Con í San Diego í gærkvöldi. Glass er framhald myndarinnar Split sem var frumsýnd árið 2016. Split var með einum óvæntasta söguþræði síðari ára því myndin reyndist vera framhald myndarinnar Unbreakable sem kom út árið 2000 og skartaði Bruce Willis og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum. Í myndinni Split fylgdust áhorfendur manni, leikinn af James McAvoy sem hefur verið greindur með hvorki meira né minna en 23 persónuleika. Hann sviptir þrjár ungar konur frelsinu en þær reyna hvað þær geta að flýja prísundina áður en tuttugasti og fjórði persónuleiki mannsins, og jafnframt sá allra hættulegasti, brýst út. Í myndinni Glass eru þeir Elijah Price, leikinn af Samuel L. Jackson, David Dunn, leikinn af Bruce Willis, og persóna James McAvoy, sem er stundum kölluð Hjörðin, eða The Horde, staddir á geðsjúkrahúsi í umsjá geðlæknisins Ellie Staple, leikin af Sarah Paulson. Staple þessi tjáir þeim að hún reyni að rannsaka einstaklinga sem telja sig búa yfir einskonar ofurhæfileikum og reyni að lækna þá af slíku mikilmennskubrjálæði.Samuel L. Jackson og Bruce Willis í Unbreakable.VísirFyrir þá sem muna ekki eftir Unbreakable þá sagði hún frá öryggisverðinum David Dunn sem kemst að því að hann getur ekki orðið fyrir líkamlegum skaða. Það verður honum ljóst eftir að hann var eini eftirlifandi hörmulegs lestarslyss. Maður að nafni Elijah Price setur sig í samband við hann og segir honum frá sinni lífsspeki og kemur Dunn í trú um að hann búi yfir einstökum hæfileikum. Í ljós kemur að Price þessi er algjör andstaða Dunn, það er að hann er afar viðkvæmur og brotna bein hans við minnsta álag. Í lok myndarinnar er það leitt í ljós að Price var valdur nokkurra hörmunga, þar á meðal lestarslyssins, til að geta fundið andstæðu sína. Í myndinni Glass er komið inn á að Price þessi sé afburða gáfaður og kynnir hann sig fyrir persónu McAvoy sem Mr. Glass. Því má ætla að Price verði þungamiðja þessarar þriðju myndar í ofurhetju-seríu Shyamalan. Myndin verður frumsýnd í janúar næstkomandi en stikluna má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Sjá meira
Leikstjórinn M. Night Shyamalan frumsýndi stiklu úr nýjustu kvikmynd sinni, Glass, og ráðstefnunni Comic Con í San Diego í gærkvöldi. Glass er framhald myndarinnar Split sem var frumsýnd árið 2016. Split var með einum óvæntasta söguþræði síðari ára því myndin reyndist vera framhald myndarinnar Unbreakable sem kom út árið 2000 og skartaði Bruce Willis og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum. Í myndinni Split fylgdust áhorfendur manni, leikinn af James McAvoy sem hefur verið greindur með hvorki meira né minna en 23 persónuleika. Hann sviptir þrjár ungar konur frelsinu en þær reyna hvað þær geta að flýja prísundina áður en tuttugasti og fjórði persónuleiki mannsins, og jafnframt sá allra hættulegasti, brýst út. Í myndinni Glass eru þeir Elijah Price, leikinn af Samuel L. Jackson, David Dunn, leikinn af Bruce Willis, og persóna James McAvoy, sem er stundum kölluð Hjörðin, eða The Horde, staddir á geðsjúkrahúsi í umsjá geðlæknisins Ellie Staple, leikin af Sarah Paulson. Staple þessi tjáir þeim að hún reyni að rannsaka einstaklinga sem telja sig búa yfir einskonar ofurhæfileikum og reyni að lækna þá af slíku mikilmennskubrjálæði.Samuel L. Jackson og Bruce Willis í Unbreakable.VísirFyrir þá sem muna ekki eftir Unbreakable þá sagði hún frá öryggisverðinum David Dunn sem kemst að því að hann getur ekki orðið fyrir líkamlegum skaða. Það verður honum ljóst eftir að hann var eini eftirlifandi hörmulegs lestarslyss. Maður að nafni Elijah Price setur sig í samband við hann og segir honum frá sinni lífsspeki og kemur Dunn í trú um að hann búi yfir einstökum hæfileikum. Í ljós kemur að Price þessi er algjör andstaða Dunn, það er að hann er afar viðkvæmur og brotna bein hans við minnsta álag. Í lok myndarinnar er það leitt í ljós að Price var valdur nokkurra hörmunga, þar á meðal lestarslyssins, til að geta fundið andstæðu sína. Í myndinni Glass er komið inn á að Price þessi sé afburða gáfaður og kynnir hann sig fyrir persónu McAvoy sem Mr. Glass. Því má ætla að Price verði þungamiðja þessarar þriðju myndar í ofurhetju-seríu Shyamalan. Myndin verður frumsýnd í janúar næstkomandi en stikluna má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Sjá meira