M. Night Shyamalan sló í gegn á Comic-Con með stiklu úr Glass Birgir Olgeirsson skrifar 21. júlí 2018 09:08 Aðalpersónurnar þrjár í myndinni Glass, leiknar Leikstjórinn M. Night Shyamalan frumsýndi stiklu úr nýjustu kvikmynd sinni, Glass, og ráðstefnunni Comic Con í San Diego í gærkvöldi. Glass er framhald myndarinnar Split sem var frumsýnd árið 2016. Split var með einum óvæntasta söguþræði síðari ára því myndin reyndist vera framhald myndarinnar Unbreakable sem kom út árið 2000 og skartaði Bruce Willis og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum. Í myndinni Split fylgdust áhorfendur manni, leikinn af James McAvoy sem hefur verið greindur með hvorki meira né minna en 23 persónuleika. Hann sviptir þrjár ungar konur frelsinu en þær reyna hvað þær geta að flýja prísundina áður en tuttugasti og fjórði persónuleiki mannsins, og jafnframt sá allra hættulegasti, brýst út. Í myndinni Glass eru þeir Elijah Price, leikinn af Samuel L. Jackson, David Dunn, leikinn af Bruce Willis, og persóna James McAvoy, sem er stundum kölluð Hjörðin, eða The Horde, staddir á geðsjúkrahúsi í umsjá geðlæknisins Ellie Staple, leikin af Sarah Paulson. Staple þessi tjáir þeim að hún reyni að rannsaka einstaklinga sem telja sig búa yfir einskonar ofurhæfileikum og reyni að lækna þá af slíku mikilmennskubrjálæði.Samuel L. Jackson og Bruce Willis í Unbreakable.VísirFyrir þá sem muna ekki eftir Unbreakable þá sagði hún frá öryggisverðinum David Dunn sem kemst að því að hann getur ekki orðið fyrir líkamlegum skaða. Það verður honum ljóst eftir að hann var eini eftirlifandi hörmulegs lestarslyss. Maður að nafni Elijah Price setur sig í samband við hann og segir honum frá sinni lífsspeki og kemur Dunn í trú um að hann búi yfir einstökum hæfileikum. Í ljós kemur að Price þessi er algjör andstaða Dunn, það er að hann er afar viðkvæmur og brotna bein hans við minnsta álag. Í lok myndarinnar er það leitt í ljós að Price var valdur nokkurra hörmunga, þar á meðal lestarslyssins, til að geta fundið andstæðu sína. Í myndinni Glass er komið inn á að Price þessi sé afburða gáfaður og kynnir hann sig fyrir persónu McAvoy sem Mr. Glass. Því má ætla að Price verði þungamiðja þessarar þriðju myndar í ofurhetju-seríu Shyamalan. Myndin verður frumsýnd í janúar næstkomandi en stikluna má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Leikstjórinn M. Night Shyamalan frumsýndi stiklu úr nýjustu kvikmynd sinni, Glass, og ráðstefnunni Comic Con í San Diego í gærkvöldi. Glass er framhald myndarinnar Split sem var frumsýnd árið 2016. Split var með einum óvæntasta söguþræði síðari ára því myndin reyndist vera framhald myndarinnar Unbreakable sem kom út árið 2000 og skartaði Bruce Willis og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum. Í myndinni Split fylgdust áhorfendur manni, leikinn af James McAvoy sem hefur verið greindur með hvorki meira né minna en 23 persónuleika. Hann sviptir þrjár ungar konur frelsinu en þær reyna hvað þær geta að flýja prísundina áður en tuttugasti og fjórði persónuleiki mannsins, og jafnframt sá allra hættulegasti, brýst út. Í myndinni Glass eru þeir Elijah Price, leikinn af Samuel L. Jackson, David Dunn, leikinn af Bruce Willis, og persóna James McAvoy, sem er stundum kölluð Hjörðin, eða The Horde, staddir á geðsjúkrahúsi í umsjá geðlæknisins Ellie Staple, leikin af Sarah Paulson. Staple þessi tjáir þeim að hún reyni að rannsaka einstaklinga sem telja sig búa yfir einskonar ofurhæfileikum og reyni að lækna þá af slíku mikilmennskubrjálæði.Samuel L. Jackson og Bruce Willis í Unbreakable.VísirFyrir þá sem muna ekki eftir Unbreakable þá sagði hún frá öryggisverðinum David Dunn sem kemst að því að hann getur ekki orðið fyrir líkamlegum skaða. Það verður honum ljóst eftir að hann var eini eftirlifandi hörmulegs lestarslyss. Maður að nafni Elijah Price setur sig í samband við hann og segir honum frá sinni lífsspeki og kemur Dunn í trú um að hann búi yfir einstökum hæfileikum. Í ljós kemur að Price þessi er algjör andstaða Dunn, það er að hann er afar viðkvæmur og brotna bein hans við minnsta álag. Í lok myndarinnar er það leitt í ljós að Price var valdur nokkurra hörmunga, þar á meðal lestarslyssins, til að geta fundið andstæðu sína. Í myndinni Glass er komið inn á að Price þessi sé afburða gáfaður og kynnir hann sig fyrir persónu McAvoy sem Mr. Glass. Því má ætla að Price verði þungamiðja þessarar þriðju myndar í ofurhetju-seríu Shyamalan. Myndin verður frumsýnd í janúar næstkomandi en stikluna má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira