Enn lítið um svör varðandi hvarf MH370 Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2018 11:46 Fjögurra ára leit að flugvélinni var hætt fyrr á þessu ári. Vísir/EPA Rannsakendur gáfu í morgun út nýja skýrslu um malasísku flugvélina MH370 sem hvarf á leið frá Kulala Lumpur til Peking þann 8. mars 2014 með 239 manns um borð. Lítið er um svör í skýrslunni og segja rannsakendur að lítið verði um svör án þess að flak vélarinnar finnist. Það eina sem fram kemur er að líklegast hafi einhver vísvitandi beygt úr leið en það liggi ekki fyrir hver það gæti hafa verið.Fjögurra ára leit að flugvélinni var hætt fyrr á þessu ári. Nokkrir muni hafa rekið á land í vestanverðu Indlandshafi en annars hefur ekkert fundist. Það eina sem vitað er, er að beygt var af leið og flugvélinni var flogið í rúmar sex klukkustundir yfir Indlandshaf. Slökkt hafði verið á sendum vélarinnar og bárust engin skilaboð frá henni. Þó voru langlífar samsæriskenningar kveðnar niður í skýrslunni. Meðal annars segir að engar upplýsingar hafi litið dagsins ljós sem bendi til þess að flugstjórinn eða flugmaðurinn hafi grandað flugvélinni vísvitandi og sömuleiðis sé ekkert sem bendi til þess að eitthvað hafi verið að flugvélinni sjálfri. Þá er flugumferðarstjórn á svæðinu gagnrýnd harðlega en flugvélin hafði verið týnd í um tuttugu mínútur þegar það uppgötvaðist. Ættingjar þeirra sem fórust með MH370 og sóttu blaðamannafundinn þar sem skýrslan var kynnt í morgun, voru ekki ánægðir með niðurstöðurnar. AFP fréttaveitan segir fólk hafa verið reitt og einhverjir hafi gengið á dyr. Þeir hafi kvartað yfir því að ekkert nýtt komi fram í skýrslunni og hún veiti engin svör um örlögg ættingja þeirra.Samgönguráðherra Malasíu sagði að enn yrði leitað svara vegna hvarfs MH370. Vonast væri til þess að svör myndu finnast á endanum. Flugvélahvarf MH370 Malasía Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Rannsakendur gáfu í morgun út nýja skýrslu um malasísku flugvélina MH370 sem hvarf á leið frá Kulala Lumpur til Peking þann 8. mars 2014 með 239 manns um borð. Lítið er um svör í skýrslunni og segja rannsakendur að lítið verði um svör án þess að flak vélarinnar finnist. Það eina sem fram kemur er að líklegast hafi einhver vísvitandi beygt úr leið en það liggi ekki fyrir hver það gæti hafa verið.Fjögurra ára leit að flugvélinni var hætt fyrr á þessu ári. Nokkrir muni hafa rekið á land í vestanverðu Indlandshafi en annars hefur ekkert fundist. Það eina sem vitað er, er að beygt var af leið og flugvélinni var flogið í rúmar sex klukkustundir yfir Indlandshaf. Slökkt hafði verið á sendum vélarinnar og bárust engin skilaboð frá henni. Þó voru langlífar samsæriskenningar kveðnar niður í skýrslunni. Meðal annars segir að engar upplýsingar hafi litið dagsins ljós sem bendi til þess að flugstjórinn eða flugmaðurinn hafi grandað flugvélinni vísvitandi og sömuleiðis sé ekkert sem bendi til þess að eitthvað hafi verið að flugvélinni sjálfri. Þá er flugumferðarstjórn á svæðinu gagnrýnd harðlega en flugvélin hafði verið týnd í um tuttugu mínútur þegar það uppgötvaðist. Ættingjar þeirra sem fórust með MH370 og sóttu blaðamannafundinn þar sem skýrslan var kynnt í morgun, voru ekki ánægðir með niðurstöðurnar. AFP fréttaveitan segir fólk hafa verið reitt og einhverjir hafi gengið á dyr. Þeir hafi kvartað yfir því að ekkert nýtt komi fram í skýrslunni og hún veiti engin svör um örlögg ættingja þeirra.Samgönguráðherra Malasíu sagði að enn yrði leitað svara vegna hvarfs MH370. Vonast væri til þess að svör myndu finnast á endanum.
Flugvélahvarf MH370 Malasía Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira