Heiða Rún dó í síðasta þætti Poldark Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2018 11:00 Heiða Rún hefur slegið í gegn sem leikkona utan landsteinanna en hún er menntuð í London. Hér til vinstri sést Elizabeth Warleggan á dánarbeðinum. Vísir/Getty Heiða Rún Sigurðardóttir, betur þekkt sem Heida Reed á alþjóðlegri grundu, hefur leikið í sínum síðasta Poldark-þætti. Heiða lék eitt aðalhlutverk síðustu þriggja þáttaráða en persóna hennar, Elizabeth Warleggan, lést í lokaþætti fjórðu þáttaraðarinnar sem sýnd í var í gær.Þeir lesendur sem ekki vilja vita meira um lokaþáttinn eru hér með varaðir við áframhaldandi lestri. Í fréttinni verður fjallað frekar um andlát Elizabeth.Poldark er bresk þáttaráð sem hóf göngu sína á BBC1 árið 2015 og hefur Heiða leikið í þáttunum frá fyrsta degi. Hún tjáir sig um andlát Elizabeth í samtali við breska miðilinn The Sun og segist þar hafa vitað af endalokum Elizabeth í nokkurn tíma. „Ég mun sakna allra svo mikið... nema korselettsins míns, ég mun ekki sakna þess,“ segir Heiða kímin og bætir við að hún sé yfirfull þakklætis í garð samstarfsfélaga sinna í þáttunum og Poldark-aðdáenda.Thank you all for your super sweet words! And as always, thanks for watching! All my love,Heida Reed x https://t.co/HLWA7D3CJM— Heida Reed (@ReedHeida) July 29, 2018 Elizabeth, persóna Heiðu, var ástkona aðalsöguhetju þáttanna, Ross Poldarks sjálfs, en ástarþríhyrningur þeirra og eiginkonu Ross, Demelza, var eitt af meginstefum síðari þáttaraða. Í lokaþættinum sem sýndur var á BBC1 í Bretlandi í gærkvöldi tók Elizabeth inn mixtúru til að koma af stað fæðingu barns síns. Seyðið kom barninu í heiminn en varð Elizabeth að bana.Atriðið var afar tilfinningaþrungið og ætla má að tár hafi glitrað á hvarmi margra áhorfenda þegar Ross Poldark kyssti ástina sína í hinsta sinn.BBC/SkjáskotFimmta þáttaröð Poldark verður frumsýnd á næsta ári en ekki er ljóst hvað tekur nú við hjá Heiðu. Hún er búsett í Los Angeles í Kaliforníu ásamt unnusta sínum, Sam Ritzenberg, og fór síðast með aðalhlutverk þáttanna um Stellu Blómkvist sem frumsýndir voru í fyrra. Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Sjá meira
Heiða Rún Sigurðardóttir, betur þekkt sem Heida Reed á alþjóðlegri grundu, hefur leikið í sínum síðasta Poldark-þætti. Heiða lék eitt aðalhlutverk síðustu þriggja þáttaráða en persóna hennar, Elizabeth Warleggan, lést í lokaþætti fjórðu þáttaraðarinnar sem sýnd í var í gær.Þeir lesendur sem ekki vilja vita meira um lokaþáttinn eru hér með varaðir við áframhaldandi lestri. Í fréttinni verður fjallað frekar um andlát Elizabeth.Poldark er bresk þáttaráð sem hóf göngu sína á BBC1 árið 2015 og hefur Heiða leikið í þáttunum frá fyrsta degi. Hún tjáir sig um andlát Elizabeth í samtali við breska miðilinn The Sun og segist þar hafa vitað af endalokum Elizabeth í nokkurn tíma. „Ég mun sakna allra svo mikið... nema korselettsins míns, ég mun ekki sakna þess,“ segir Heiða kímin og bætir við að hún sé yfirfull þakklætis í garð samstarfsfélaga sinna í þáttunum og Poldark-aðdáenda.Thank you all for your super sweet words! And as always, thanks for watching! All my love,Heida Reed x https://t.co/HLWA7D3CJM— Heida Reed (@ReedHeida) July 29, 2018 Elizabeth, persóna Heiðu, var ástkona aðalsöguhetju þáttanna, Ross Poldarks sjálfs, en ástarþríhyrningur þeirra og eiginkonu Ross, Demelza, var eitt af meginstefum síðari þáttaraða. Í lokaþættinum sem sýndur var á BBC1 í Bretlandi í gærkvöldi tók Elizabeth inn mixtúru til að koma af stað fæðingu barns síns. Seyðið kom barninu í heiminn en varð Elizabeth að bana.Atriðið var afar tilfinningaþrungið og ætla má að tár hafi glitrað á hvarmi margra áhorfenda þegar Ross Poldark kyssti ástina sína í hinsta sinn.BBC/SkjáskotFimmta þáttaröð Poldark verður frumsýnd á næsta ári en ekki er ljóst hvað tekur nú við hjá Heiðu. Hún er búsett í Los Angeles í Kaliforníu ásamt unnusta sínum, Sam Ritzenberg, og fór síðast með aðalhlutverk þáttanna um Stellu Blómkvist sem frumsýndir voru í fyrra.
Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Sjá meira