Hljóðmaður Guns N' Roses endaði óvænt á Bræðslunni Benedikt Bóas skrifar 17. ágúst 2018 05:00 Atómstöðin rétt fyrir gigg á Bræðslunni ásamt Leon Fink hljóðmeistara lengst til hægri. Mynd/ Heiða Aðalsteinsdóttir Hann var ráðinn um miðja nótt á öldurhúsi í höfuðborginni með nokkurra daga fyrirvara til að hljóðblanda hljómsveitina Atómstöðina og fékk greitt í ókeypis gistingu í firðinum,“ segir Óli Rúnar Jónsson, gítarleikari Atómstöðvarinnar en hljómsveitin naut góðs af kunnáttu sjálfs Leons Fink, eins af hljóðmönnum Guns N' Roses. Atómstöðin var með tónleika á Gauknum, daginn eftir risatónleika Guns N' Roses, ásamt hljómsveitinni Big Mint. Meðal tónleikagesta voru þrjú sem tengdust tónleikum Guns N' Roses: Umræddur Leon ásamt Maron Stills ljósmyndara og svokölluðum „tour manager“ hljómsveitarinnar Tyler Bryant and the Shakedown, sem sá um upphitun fyrir Guns N' Roses.Atómstöðin að spila á umræddum tónleikum á Gauknum. Mynd/Maron Stills„Þau komu svo til okkar eftir tónleikana, kynntu sig og sögðust hæstánægð með kvöldið. Síðar um nóttina bauðst Leon til að koma austur og mixa okkur á Bræðslunni sem var helgina eftir. Hann var þá nýbúinn að framlengja dvöl sína hérlendis í ljósi þess að þetta voru síðustu tónleikar Guns N' Roses í túrnum og fannst honum spennandi tilhugsun að skoða Ísland betur,“ segir Óli Rúnar. Leon ætlaði að leigja sér bílaleigubíl og hitta hljómsveitina á Borgarfirði. „Okkur fannst þetta öllum mjög skemmtileg hugmynd einhvern tímann eftir miðnætti á Gauknum en áttum ekki endilega von á því að heyra frá þessum manni aftur.Axl Rose var í hörkuformi á Laugardalsvellinum. Fréttablaðið/ÞórsteinnHins vegar lét hann í sér heyra strax daginn eftir og tilkynnti okkur að hann væri kominn með bíl og að leggja í hann austur. Úr varð að hann hljóðblandaði okkur á tónleikunum og fékk greitt í ókeypis gistingu hjá Vidda á gistiheimilinu í Álfheimum – sem hefur sennilega verið smá afsláttur frá vinnu hans við einn tekjuhæsta tónleikatúr sögunnar hjá Guns N' Roses,“ segir Óli. Atómstöðin mun leika á Menningarnæturtónleikum Dillon á laugardaginn ásamt 10 öðrum tónlistaratriðum. Meðal listamanna sem koma fram eru Högni Egilsson, Bjartmar Guðlaugsson, Blaz Roca og fleiri og fara tónleikarnir fram í bakgarði Dillon á Laugavegi. Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Tónlist Tengdar fréttir Háleynilegt eftirpartý með Stellu, hamingjusamri Stjórninni og álfunum Borgarfjörður eystri er staðurinn til að vera á helgina fyrir Verslunarmannahelgi en þá fer Bræðslan fram. 1. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Sjá meira
Hann var ráðinn um miðja nótt á öldurhúsi í höfuðborginni með nokkurra daga fyrirvara til að hljóðblanda hljómsveitina Atómstöðina og fékk greitt í ókeypis gistingu í firðinum,“ segir Óli Rúnar Jónsson, gítarleikari Atómstöðvarinnar en hljómsveitin naut góðs af kunnáttu sjálfs Leons Fink, eins af hljóðmönnum Guns N' Roses. Atómstöðin var með tónleika á Gauknum, daginn eftir risatónleika Guns N' Roses, ásamt hljómsveitinni Big Mint. Meðal tónleikagesta voru þrjú sem tengdust tónleikum Guns N' Roses: Umræddur Leon ásamt Maron Stills ljósmyndara og svokölluðum „tour manager“ hljómsveitarinnar Tyler Bryant and the Shakedown, sem sá um upphitun fyrir Guns N' Roses.Atómstöðin að spila á umræddum tónleikum á Gauknum. Mynd/Maron Stills„Þau komu svo til okkar eftir tónleikana, kynntu sig og sögðust hæstánægð með kvöldið. Síðar um nóttina bauðst Leon til að koma austur og mixa okkur á Bræðslunni sem var helgina eftir. Hann var þá nýbúinn að framlengja dvöl sína hérlendis í ljósi þess að þetta voru síðustu tónleikar Guns N' Roses í túrnum og fannst honum spennandi tilhugsun að skoða Ísland betur,“ segir Óli Rúnar. Leon ætlaði að leigja sér bílaleigubíl og hitta hljómsveitina á Borgarfirði. „Okkur fannst þetta öllum mjög skemmtileg hugmynd einhvern tímann eftir miðnætti á Gauknum en áttum ekki endilega von á því að heyra frá þessum manni aftur.Axl Rose var í hörkuformi á Laugardalsvellinum. Fréttablaðið/ÞórsteinnHins vegar lét hann í sér heyra strax daginn eftir og tilkynnti okkur að hann væri kominn með bíl og að leggja í hann austur. Úr varð að hann hljóðblandaði okkur á tónleikunum og fékk greitt í ókeypis gistingu hjá Vidda á gistiheimilinu í Álfheimum – sem hefur sennilega verið smá afsláttur frá vinnu hans við einn tekjuhæsta tónleikatúr sögunnar hjá Guns N' Roses,“ segir Óli. Atómstöðin mun leika á Menningarnæturtónleikum Dillon á laugardaginn ásamt 10 öðrum tónlistaratriðum. Meðal listamanna sem koma fram eru Högni Egilsson, Bjartmar Guðlaugsson, Blaz Roca og fleiri og fara tónleikarnir fram í bakgarði Dillon á Laugavegi.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Tónlist Tengdar fréttir Háleynilegt eftirpartý með Stellu, hamingjusamri Stjórninni og álfunum Borgarfjörður eystri er staðurinn til að vera á helgina fyrir Verslunarmannahelgi en þá fer Bræðslan fram. 1. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Sjá meira
Háleynilegt eftirpartý með Stellu, hamingjusamri Stjórninni og álfunum Borgarfjörður eystri er staðurinn til að vera á helgina fyrir Verslunarmannahelgi en þá fer Bræðslan fram. 1. ágúst 2018 09:00