Erlent

Réttað yfir meintum morðingjum Kim Jong-nam í nóvember

Samúel Karl Ólason skrifar
Doan Thi Huong flutt úr dómshúsinu í nótt.
Doan Thi Huong flutt úr dómshúsinu í nótt. Vísir/AP
Dómstóll í Malasíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að sönnunargögn gegn tveimur konum sem sakaðar eru um að hafa myrt Kim Jong-nam séu nægjanleg til að réttarhöld geti farið fram. Kim Jong-nam var bróðir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og var hann myrtur með taugaeitrinu VX, sem skilgreint er sem gereyðingarvopn, á flugvellinum í Kuala Lumpur í fyrra.

Konurnar tvær, Siti Aisyah og Doan Thi Huong, náðust á myndband þar sem önnur þeirra tók utan um augu Kim og hin makaði taugaeitrinu framan í hann.

Sjá einnig: Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam



Þær segjast vera fórnarlömb ráðabruggs Norður-Kóreu. Þær segjast hafa verið vissar um að þær væru að taka þátt í raunveruleikasjónvarpi með því að hrekkja fólk. Þær segjast hafa fengið greitt fyrir að gera sama hlutinn við fjölda fólks á dögunum fyrir morðið.



Þær gætu verið dæmdar til dauða, verði þær fundnar sekar um morð.

Réttarhöldin yfir konunum munu fara fram í nóvember. AP segir að Siti Aisyah muni vera fyrsta vitnið til að bera vitni.



Fjórir menn, sem taldir eru vera útsendarar Norður-Kóreu, hafa einnig verið ákærðir. Þeir yfirgáfu Malasíu hins vegar þegar morðið var framið og hafa ekki fundist.


Tengdar fréttir

Eiga yfir höfði sér dauðadóm

Konurnar tvær sem grunaður eru um að hafa myrt hálfbróður leiðtoga Norður-Kóreu lýstu yfir sakleysi sínu við upphaf réttarhaldanna gegn þeim í Malasíu nú í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×