Spjaldtölvur á hliðarlínunni og harðar tekið á mótmælum knattspyrnustjóra Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 12:00 Jose Mourinho var rekinn upp í stúku í leik Southampton og Manchester United á síðasta tímabili. Hann þarf að passa sig enn frekar á hliðarlínunni í vetur Vísir/Getty Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld þegar Manchester United tekur á móti Leicester í opnunarleiknum á Old Trafford. Eins og fyrir flest tímabil eru nokkrar reglubreytingar sem hafa tekið gildi yfir sumarið. Það verður tekið harðar á hegðun knattspyrnustjóranna á hliðarlínunni. Dómararnir munu ekki geta gefið stjórunum spjöld en þeir gefa viðvaranir. Fjórar viðvaranir þýða eins leiks bann, átta eru tveggja leikja bann og svo framvegis. Bönn leikmanna breytast aðeins. Gul spjöld færast ekki á milli keppna; gult í úrvalsdeildinni telur ekki upp í bann í bikarkeppninni. Fimm uppsöfnuð gul spjöld þýða eins leiks bann. Rauð spjöld gilda hins vegar á allar keppnir, rautt í úrvalsdeildarleik þýðir bann í næsta leik á vegum enska knattspyrnusambandsins, sama í hvaða keppni það er. Stærsta breytingin er líklega sú að nú má þjálfarateymið vera með spjaldtölvur eða snjallsíma á hliðarlínunni. Tækin verða notuð til þess að fara yfir klippur úr leiknum með varamönnum og skoða tölfræði og þess háttar.Rauð spjöld halda áfram að gefa leikbönn í öllum keppnum enska knattspyrnusambandsins. Hægt verður að áfrýja lengd einstakra banna.vísir/gettyÞá verður ekki leyfilegt að nota þau til þess að rífast við dómarann um ákvarðanir, til dæmis vítaspyrnur sem ekki voru gefnar en endursýningar sýna að hefðu átt að standa. Myndbandstækni verður nefnilega ekki notuð í ensku deildunum. Myndbandstæknin virkaði nokkuð vel á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar vilja ekki taka hana í notkun strax. Hún verður hins vegar notuð í öllum bikarleikjum á Englandi sem fara fram á úrvalsdeildarvöllum. Í deildarbikarnum verður hætt að notast við framlengingar, leikir sem enda í jafntefli fara beint í vítaspyrnukeppni. Þá fer vítaspyrnukeppnin aftur í hefðbundið ABAB fyrirkomulag og hætt að notast við ABBA. Félagsskiptaglugginn á Englandi lokaði í gær, í fyrsta skipti sem hann lokar áður en tímabilið hefst en ekki um mánaðarmótin. Liðin munu ræða þessa breytingu á næstu mánuðum. Leikur Manchester United og Leicester verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 18:50. Þrír leikir verða í beinni útsendingu á laugardag og tveir á sunnudag, þar á meðal stórleikur Arsenal og Manchester City. Enski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld þegar Manchester United tekur á móti Leicester í opnunarleiknum á Old Trafford. Eins og fyrir flest tímabil eru nokkrar reglubreytingar sem hafa tekið gildi yfir sumarið. Það verður tekið harðar á hegðun knattspyrnustjóranna á hliðarlínunni. Dómararnir munu ekki geta gefið stjórunum spjöld en þeir gefa viðvaranir. Fjórar viðvaranir þýða eins leiks bann, átta eru tveggja leikja bann og svo framvegis. Bönn leikmanna breytast aðeins. Gul spjöld færast ekki á milli keppna; gult í úrvalsdeildinni telur ekki upp í bann í bikarkeppninni. Fimm uppsöfnuð gul spjöld þýða eins leiks bann. Rauð spjöld gilda hins vegar á allar keppnir, rautt í úrvalsdeildarleik þýðir bann í næsta leik á vegum enska knattspyrnusambandsins, sama í hvaða keppni það er. Stærsta breytingin er líklega sú að nú má þjálfarateymið vera með spjaldtölvur eða snjallsíma á hliðarlínunni. Tækin verða notuð til þess að fara yfir klippur úr leiknum með varamönnum og skoða tölfræði og þess háttar.Rauð spjöld halda áfram að gefa leikbönn í öllum keppnum enska knattspyrnusambandsins. Hægt verður að áfrýja lengd einstakra banna.vísir/gettyÞá verður ekki leyfilegt að nota þau til þess að rífast við dómarann um ákvarðanir, til dæmis vítaspyrnur sem ekki voru gefnar en endursýningar sýna að hefðu átt að standa. Myndbandstækni verður nefnilega ekki notuð í ensku deildunum. Myndbandstæknin virkaði nokkuð vel á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar vilja ekki taka hana í notkun strax. Hún verður hins vegar notuð í öllum bikarleikjum á Englandi sem fara fram á úrvalsdeildarvöllum. Í deildarbikarnum verður hætt að notast við framlengingar, leikir sem enda í jafntefli fara beint í vítaspyrnukeppni. Þá fer vítaspyrnukeppnin aftur í hefðbundið ABAB fyrirkomulag og hætt að notast við ABBA. Félagsskiptaglugginn á Englandi lokaði í gær, í fyrsta skipti sem hann lokar áður en tímabilið hefst en ekki um mánaðarmótin. Liðin munu ræða þessa breytingu á næstu mánuðum. Leikur Manchester United og Leicester verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 18:50. Þrír leikir verða í beinni útsendingu á laugardag og tveir á sunnudag, þar á meðal stórleikur Arsenal og Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira