Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 10:06 Leikkonurnar Asia Argento og Rose McGowan. Vísir/getty Bandaríska leikkonan Rose McGowan biðlar til ítölsku leikkonunnar og fyrrverandi vinkonu sinnar Asiu Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein. Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. Sjálf sakaði Argento Weinstein um að hafa nauðgað sér seint á tíunda áratugnum. „Allir geta bætt sig – ég vona að þú getir það líka. Breyttu rétt. Vertu heiðarleg. Vertu sanngjörn. Láttu réttvísina fram ganga. Vertu manneskjan sem þú vildir að Harvey [Weinstein] hefði verið,“ segir í lokaorðum yfirlýsingar McGowan vegna ásakana leikarans Jimmy Bennett á hendur Argento. Yfirlýsinguna má lesa í heild hér. McGowan og Argento hafa verið í forsvari fyrir #MeToo-hreyfinguna og voru báðar með þeim fyrstu til að stíga fram og saka fyrrverandi kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi. Þær urðu einnig nánar vinkonur í baráttu sinni síðustu mánuði. Í síðustu viku viðurkenndi Argento að hafa greitt Bennett um 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um meint kynferðisbrot sem hún að hafa framið gegn honum á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Fyrirsætan Rain Dove og leikkonan Rose McGowan byrjuðu saman fyrr á þessu ári.Vísir/getty Í yfirlýsingu McGowan kemur fram að Argento hafi sagt McGowan og kærustu hennar, fyrirsætunni Rain Dove, frá málinu er þær dvöldu saman í Berlín skömmu eftir andlát Anthony Bourdain, kærasta Argento. Þá segir McGowan að smáskilaboð milli Argento og ónefnds vinar hennar, sem TMZ birti í síðustu viku og fjallað var um á Vísi, hafi verið á milli Argento og Dove. Í skilaboðunum segir Argento að Bennett hafi ítrekað sent henni nektarmyndir af sér síðan hann var 12 ára gamall. McGowan gagnrýnir Argento fyrir að hafa ekki tilkynnt um þessar sendingar Bennett. Dove lét lögreglu í Los Angeles síðar fá afrit af samskiptum þeirra Argento. McGowan var gagnrýnd harðlega fyrir fyrstu yfirlýsingu sína um málið, þar sem hún hvatti fólk til þess að fara blíðum höndum um Argento í kjölfar ásakananna. Argento þvertekur fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Bennett. Þá hefur lögregla í Los Angeles málið til skoðunar. MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53 Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36 Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Bandaríska leikkonan Rose McGowan biðlar til ítölsku leikkonunnar og fyrrverandi vinkonu sinnar Asiu Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein. Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. Sjálf sakaði Argento Weinstein um að hafa nauðgað sér seint á tíunda áratugnum. „Allir geta bætt sig – ég vona að þú getir það líka. Breyttu rétt. Vertu heiðarleg. Vertu sanngjörn. Láttu réttvísina fram ganga. Vertu manneskjan sem þú vildir að Harvey [Weinstein] hefði verið,“ segir í lokaorðum yfirlýsingar McGowan vegna ásakana leikarans Jimmy Bennett á hendur Argento. Yfirlýsinguna má lesa í heild hér. McGowan og Argento hafa verið í forsvari fyrir #MeToo-hreyfinguna og voru báðar með þeim fyrstu til að stíga fram og saka fyrrverandi kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi. Þær urðu einnig nánar vinkonur í baráttu sinni síðustu mánuði. Í síðustu viku viðurkenndi Argento að hafa greitt Bennett um 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um meint kynferðisbrot sem hún að hafa framið gegn honum á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Fyrirsætan Rain Dove og leikkonan Rose McGowan byrjuðu saman fyrr á þessu ári.Vísir/getty Í yfirlýsingu McGowan kemur fram að Argento hafi sagt McGowan og kærustu hennar, fyrirsætunni Rain Dove, frá málinu er þær dvöldu saman í Berlín skömmu eftir andlát Anthony Bourdain, kærasta Argento. Þá segir McGowan að smáskilaboð milli Argento og ónefnds vinar hennar, sem TMZ birti í síðustu viku og fjallað var um á Vísi, hafi verið á milli Argento og Dove. Í skilaboðunum segir Argento að Bennett hafi ítrekað sent henni nektarmyndir af sér síðan hann var 12 ára gamall. McGowan gagnrýnir Argento fyrir að hafa ekki tilkynnt um þessar sendingar Bennett. Dove lét lögreglu í Los Angeles síðar fá afrit af samskiptum þeirra Argento. McGowan var gagnrýnd harðlega fyrir fyrstu yfirlýsingu sína um málið, þar sem hún hvatti fólk til þess að fara blíðum höndum um Argento í kjölfar ásakananna. Argento þvertekur fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Bennett. Þá hefur lögregla í Los Angeles málið til skoðunar.
MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53 Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36 Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
„Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29
Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53
Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36
Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03