Segir Rússana vera útsendara GRU Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2018 12:34 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU. Það sé niðurstaða leyniþjónusta Bretlands. Lögreglan í Bretlandi segir mennina tvo hafa flogið til London frá Moskvu tveimur dögum fyrir árásina og þeir hafi notast við nöfnin Alexander Petrov og Ruslan Boshirov. Nöfnin eru þó talin vera dulnefni. Þá segir lögreglan að leifar af Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna, hafi fundist á hótelherbergi þeirra. Sömuleiðis náðust myndir af þeim á öryggisvélum skammt frá heimili Sergei Skripal þar sem taugaeitrinu var sprautað á hurðarhún.Sjá einnig: Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitruninaRússar þvertaka fyrir að hafa komið að árásinni og segjast ekki hafa hugmynd um hverjir mennirnir eru. Í ræðu sinni á breska þinginu í dag sagði May þó að yfirvöld Rússlands væru að dreifa lygum og rangfærslum. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei fannst meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury ásamt dóttur sinni, hinni 33 ára gömlu Yuliu. Þau lifðu bæði af. Þann 30. júní urðu þau Dawn Sturgess og Charlie Rowley einnig fyrir eitrun vegna Novichok á heimili þeirra. Sturgess dó nokkrum dögum seinna en þau eru ekki talin tengjast Rússlandi á nokkurn hátt. Rowley segist hafa fundiði ilmvatnsflösku sem hann gaf Sturgess. Talið er að taugaeitrið hafi verið í þeirri flösku. Skripal eitrunin leiddi til umfangsmikilli refsiaðgerða og viðskiptaþvingana gegn Rússlandi og voru rússneskir erindrekar og grunaðir njósnara vísað frá fjölda landa í massavís. Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU. Það sé niðurstaða leyniþjónusta Bretlands. Lögreglan í Bretlandi segir mennina tvo hafa flogið til London frá Moskvu tveimur dögum fyrir árásina og þeir hafi notast við nöfnin Alexander Petrov og Ruslan Boshirov. Nöfnin eru þó talin vera dulnefni. Þá segir lögreglan að leifar af Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna, hafi fundist á hótelherbergi þeirra. Sömuleiðis náðust myndir af þeim á öryggisvélum skammt frá heimili Sergei Skripal þar sem taugaeitrinu var sprautað á hurðarhún.Sjá einnig: Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitruninaRússar þvertaka fyrir að hafa komið að árásinni og segjast ekki hafa hugmynd um hverjir mennirnir eru. Í ræðu sinni á breska þinginu í dag sagði May þó að yfirvöld Rússlands væru að dreifa lygum og rangfærslum. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei fannst meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury ásamt dóttur sinni, hinni 33 ára gömlu Yuliu. Þau lifðu bæði af. Þann 30. júní urðu þau Dawn Sturgess og Charlie Rowley einnig fyrir eitrun vegna Novichok á heimili þeirra. Sturgess dó nokkrum dögum seinna en þau eru ekki talin tengjast Rússlandi á nokkurn hátt. Rowley segist hafa fundiði ilmvatnsflösku sem hann gaf Sturgess. Talið er að taugaeitrið hafi verið í þeirri flösku. Skripal eitrunin leiddi til umfangsmikilli refsiaðgerða og viðskiptaþvingana gegn Rússlandi og voru rússneskir erindrekar og grunaðir njósnara vísað frá fjölda landa í massavís.
Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Sjá meira