Undirbúningsvinna þáttanna hefur staðið yfir í um ár en nú hefur nokkuð stórt skref verið tekið. Cavill tilkynnti að hann hefði tekið hlutverkið að sér á Instagram nú fyrir skömmu.
Cavill er yfirlýstur aðdáandi leikjanna um Geralt og þá sérstaklega þriðja leikinn Witcher 3: The Wild Hunt. Fyrir um þremur vikum deildi hann á Instagram mynd þar sem Geralt hafði verið teiknaður sem Cavill sjálfur.