Mynd sem fjallar um ferð Bandaríkjamanna til tunglsins sökuð um að vera „óbandarísk“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. september 2018 08:27 Ryan Gosling sem Neil Armstrong. IMDB Myndin First man, sem segir frá ferð Bandaríkjamanna til tunglsins seint á sjöunda áratug síðustu aldar, hefur vakið mikið umtal vegna bandaríska fánans. Gagnrýnendur sögðu myndina ekki gera mikið úr því þegar geimfararnir reisa bandaríska fánann á tunglinu, en nú hefur myndin verið sökuð um að vera „óbandarísk“ fyrir að gera ekki nógu mikið úr því atviki. Myndin er frá Óskarsverðlaunaleikstjóranum Damien Chazelle, sem á að baki myndirnar Whiplash og La La Land, og skartar Ryan Gosling í aðalhlutverki sem Neil Armstrong, geimfarinn sem steig fyrstu fæti á tunglinu. Einblínir myndin aðallega á hætturnar sem fylgdu þessari geimferð og er sagan sögð út frá sjónarhóli geimfaranna. Bandaríski fáninn sést í nokkrum skotum þegar Armstrong er á tunglinu og horfir til jarðarinnar. Ryan Gosling var spurður út í þessa ákvörðun að gera ekki of mikið úr bandaríska þjóðfánanum á tunglinu. Gosling sagði að þessi ferð til tunglsins hefði ekki endilega verið álitin sem sigur Bandaríkjamanna, heldur sigur mannkynsins. „Ég er líka þeirrar skoðunar að Neil hafi verið mjög auðmjúkur, og flestir af þessum geimförum, og hann reyndi ítrekað að beina sjónum almennings frá honum sjálfum og að þeim 400 þúsund sem tóku þátt í því að gera þessa för að veruleika,“ sagði Gosling á blaðamannafundi á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem myndin var frumsýnd í síðustu viku.Bandaríski fáninn á tunglinu.Vísir/GettySagði Gosling að Armstrong hefði ekki litið á sig sem bandaríska hetju og þeir hefðu viljað sýna Armstrong í réttu ljósi. Synir Armstrongs hafa séð myndina og eru sammála túlkun Goslings. Synirnir sendu frá yfirlýsingu ásamt höfundinum James R. Hansen þar sem þeir verja myndina og staðfesta hvernig föður þeirra leið innanbrjósts. „Þó svo að Neil hafi ekki liðið þannig, þá var hann bandarísk hetja. Hann var líka verkfræðingur og flugmaður, faðir og vinur. Hann var maður sem bar harm sinn í hljóði í gegnum mörg áföll af mikilli reisn. Þess vegna, þó það séu mörg skot af bandaríska fánanum í myndinni, ákváðu kvikmyndagerðarmennirnir að einblína á Neil þegar hann horfir aftur til jarðarinnar,“ segir í yfirlýsingunni.Leikstjórinn Chazelle hefur einnig varið þessa ákvörðun en hann segir það ekki hafa verið pólitíska ákvörðun að einblína ekki á þegar bandaríski fáninn var reistur. „Mitt markmið með myndinni var að deila með áhorfendum það sem ekki hefur sést áður í kringum þessa ferð, þar á meðal persónulega sögu Neil Armstrong og hvernig honum leið þegar hann var á tunglinu.“ Myndin fer ekki í almenna sýningu í Bandaríkjunum fyrr en í október og því hafa ekki margir séð hana. Hefur þessi deila um fánann að mörgu leytið orðið til vegna umfjöllunar gagnrýnenda um myndina sem sögðu hana ekki einblína á bandaríska fánann. Hvetja kvikmyndagerðarmennirnir og synir Armstrongs fólk til að sjá myndina áður en það fer að mynda sér skoðun á henni. Tengdar fréttir Nýjasta kvikmynd leikstjóra La La Land hlaðin lofi í Feneyjum Segir frá ævi geimfarans Neil Armstrong. 30. ágúst 2018 11:10 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Myndin First man, sem segir frá ferð Bandaríkjamanna til tunglsins seint á sjöunda áratug síðustu aldar, hefur vakið mikið umtal vegna bandaríska fánans. Gagnrýnendur sögðu myndina ekki gera mikið úr því þegar geimfararnir reisa bandaríska fánann á tunglinu, en nú hefur myndin verið sökuð um að vera „óbandarísk“ fyrir að gera ekki nógu mikið úr því atviki. Myndin er frá Óskarsverðlaunaleikstjóranum Damien Chazelle, sem á að baki myndirnar Whiplash og La La Land, og skartar Ryan Gosling í aðalhlutverki sem Neil Armstrong, geimfarinn sem steig fyrstu fæti á tunglinu. Einblínir myndin aðallega á hætturnar sem fylgdu þessari geimferð og er sagan sögð út frá sjónarhóli geimfaranna. Bandaríski fáninn sést í nokkrum skotum þegar Armstrong er á tunglinu og horfir til jarðarinnar. Ryan Gosling var spurður út í þessa ákvörðun að gera ekki of mikið úr bandaríska þjóðfánanum á tunglinu. Gosling sagði að þessi ferð til tunglsins hefði ekki endilega verið álitin sem sigur Bandaríkjamanna, heldur sigur mannkynsins. „Ég er líka þeirrar skoðunar að Neil hafi verið mjög auðmjúkur, og flestir af þessum geimförum, og hann reyndi ítrekað að beina sjónum almennings frá honum sjálfum og að þeim 400 þúsund sem tóku þátt í því að gera þessa för að veruleika,“ sagði Gosling á blaðamannafundi á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem myndin var frumsýnd í síðustu viku.Bandaríski fáninn á tunglinu.Vísir/GettySagði Gosling að Armstrong hefði ekki litið á sig sem bandaríska hetju og þeir hefðu viljað sýna Armstrong í réttu ljósi. Synir Armstrongs hafa séð myndina og eru sammála túlkun Goslings. Synirnir sendu frá yfirlýsingu ásamt höfundinum James R. Hansen þar sem þeir verja myndina og staðfesta hvernig föður þeirra leið innanbrjósts. „Þó svo að Neil hafi ekki liðið þannig, þá var hann bandarísk hetja. Hann var líka verkfræðingur og flugmaður, faðir og vinur. Hann var maður sem bar harm sinn í hljóði í gegnum mörg áföll af mikilli reisn. Þess vegna, þó það séu mörg skot af bandaríska fánanum í myndinni, ákváðu kvikmyndagerðarmennirnir að einblína á Neil þegar hann horfir aftur til jarðarinnar,“ segir í yfirlýsingunni.Leikstjórinn Chazelle hefur einnig varið þessa ákvörðun en hann segir það ekki hafa verið pólitíska ákvörðun að einblína ekki á þegar bandaríski fáninn var reistur. „Mitt markmið með myndinni var að deila með áhorfendum það sem ekki hefur sést áður í kringum þessa ferð, þar á meðal persónulega sögu Neil Armstrong og hvernig honum leið þegar hann var á tunglinu.“ Myndin fer ekki í almenna sýningu í Bandaríkjunum fyrr en í október og því hafa ekki margir séð hana. Hefur þessi deila um fánann að mörgu leytið orðið til vegna umfjöllunar gagnrýnenda um myndina sem sögðu hana ekki einblína á bandaríska fánann. Hvetja kvikmyndagerðarmennirnir og synir Armstrongs fólk til að sjá myndina áður en það fer að mynda sér skoðun á henni.
Tengdar fréttir Nýjasta kvikmynd leikstjóra La La Land hlaðin lofi í Feneyjum Segir frá ævi geimfarans Neil Armstrong. 30. ágúst 2018 11:10 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Nýjasta kvikmynd leikstjóra La La Land hlaðin lofi í Feneyjum Segir frá ævi geimfarans Neil Armstrong. 30. ágúst 2018 11:10