Gefur McGowan sólarhring til að biðjast afsökunar á „hryllilegum lygum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2018 15:29 Leikkonurnar Asia Argento og Rose McGowan. Vísir/getty Ítalska leikkonan Asia Argento hefur krafið bandarísku starfssystur sína og fyrrverandi vinkonu, Rose McGowan, um að draga til baka yfirlýsingu sem sú síðarnefnda sendi frá sér í kjölfar þess að leikarinn Jimmy Bennett sakaði Argento um kynferðisofbeldi. Argento setur fram kröfur sínar í færslu sem hún birti á Twitter-reikningi sínum í dag. Hún biður McGowan um að bæði draga til baka og biðjast afsökunar á „hryllilegum lygum“ sem hafi verið að finna í yfirlýsingunni. „Ef þú svarar ekki fyrir þetta níð mun ég ekki eiga þess annarra kosta völ en að grípa til málsóknar,“ skrifar Argento og beinir orðum sínum þar til McGowan. McGowan hefur ekki svarað Argento þegar þetta er ritað. Dear @RoseMcGowan. It is with genuine regret that I am giving you 24 hours to retract and apologise for the horrendous lies made against me in your statement of August 27th. If you fail to address this libel I will have no option other than to take immediate legal action.— Asia Argento (@AsiaArgento) September 17, 2018 Argento viðurkenndi í ágúst að hafa greitt leikaranum Jimmy Bennett 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um meint kynferðisbrot sem hún á að hafa framið gegn honum á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Bennett var sautján ára þegar meint brot voru framin en samræðisaldur í Kaliforníu er átján ár. Sjá einnig: Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain McGowan sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu en þær Argento urðu nánar vinkonur í starfi sínu sem tveir af helstu forkólfum #MeToo-hreyfingarinnar. Í yfirlýsingunni biðlaði McGowan til Argento að „breyta rétt“ og vera sanngjörn í máli Bennett. Þá kom einnig fram í yfirlýsingunni að Argento hafi sagt McGowan og kærustu hennar, fyrirsætunni Rain Dove, frá málinu er þær dvöldu saman í Berlín skömmu eftir andlát Anthony Bourdain, kærasta Argento. Þá greindi McGowan einnig frá því að SMS-skilaboð, sem Argento sendi ónefndum vini sínum vegna ásakana Bennetts og láku síðar í fjölmiðla, hafi verið til áðurnefndrar Dove. MeToo Tengdar fréttir „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36 Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03 Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Ítalska leikkonan Asia Argento hefur krafið bandarísku starfssystur sína og fyrrverandi vinkonu, Rose McGowan, um að draga til baka yfirlýsingu sem sú síðarnefnda sendi frá sér í kjölfar þess að leikarinn Jimmy Bennett sakaði Argento um kynferðisofbeldi. Argento setur fram kröfur sínar í færslu sem hún birti á Twitter-reikningi sínum í dag. Hún biður McGowan um að bæði draga til baka og biðjast afsökunar á „hryllilegum lygum“ sem hafi verið að finna í yfirlýsingunni. „Ef þú svarar ekki fyrir þetta níð mun ég ekki eiga þess annarra kosta völ en að grípa til málsóknar,“ skrifar Argento og beinir orðum sínum þar til McGowan. McGowan hefur ekki svarað Argento þegar þetta er ritað. Dear @RoseMcGowan. It is with genuine regret that I am giving you 24 hours to retract and apologise for the horrendous lies made against me in your statement of August 27th. If you fail to address this libel I will have no option other than to take immediate legal action.— Asia Argento (@AsiaArgento) September 17, 2018 Argento viðurkenndi í ágúst að hafa greitt leikaranum Jimmy Bennett 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um meint kynferðisbrot sem hún á að hafa framið gegn honum á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Bennett var sautján ára þegar meint brot voru framin en samræðisaldur í Kaliforníu er átján ár. Sjá einnig: Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain McGowan sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu en þær Argento urðu nánar vinkonur í starfi sínu sem tveir af helstu forkólfum #MeToo-hreyfingarinnar. Í yfirlýsingunni biðlaði McGowan til Argento að „breyta rétt“ og vera sanngjörn í máli Bennett. Þá kom einnig fram í yfirlýsingunni að Argento hafi sagt McGowan og kærustu hennar, fyrirsætunni Rain Dove, frá málinu er þær dvöldu saman í Berlín skömmu eftir andlát Anthony Bourdain, kærasta Argento. Þá greindi McGowan einnig frá því að SMS-skilaboð, sem Argento sendi ónefndum vini sínum vegna ásakana Bennetts og láku síðar í fjölmiðla, hafi verið til áðurnefndrar Dove.
MeToo Tengdar fréttir „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36 Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03 Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
„Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29
Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36
Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03
Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06