Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 1-0 │Grindavík fallið Gabríel Sighvatsson skrifar 17. september 2018 19:30 KR hélt sér uppi með sigri í dag. vísir/Ernir KR og Grindavík mættust á Alvogenvellinum í næstsíðustu umferð Pepsí-deildar kvenna í dag. Það lofaði góðu í upphitun þegar sólin skein og hlýtt úti. Íslenska veðrið lét sig ekki vanta og fyrr en varði var farið að élja og í seinni hálfleik rigndi stanslaust. Veðrið hafði þó ekki áhrif á skemmtanagildi leiksins sem var jafn og fjörugur. Grindavík þurfti sigur til að eiga enn möguleika á að bjarga sér frá falli á meðan KR dugði jafntefli vegna markatölu. Það var því meiri pressa á gestunum sem höfðu unnið fyrri viðureign liðanna suður með sjó fyrr í sumar. Það hafði hugsanlega einhver áhrif á þær, þar sem þær spiluðu ekki sinn besta leik. KR var þétt til baka og gáfu fá færi á sér og sóttu hratt þegar kostur gafst. Það var þó úr föstu leikatrið sem fyrsta markið kom og að sjálfsögðu var það Katrín Ómarsdóttir sem skilaði fyrirfjöf Hugrúnar Lilju Ólafsdóttur í netið með góðum skalla. Grindavík fékk ágætis færi til að jafna metin fyrir hálfleik en inn vildi boltinn ekki. KR gaf í í seinni hálfleik og voru mun betri aðilinn. Þeir fengu hvert færið á fætur öðru en inn vildi boltinn ekki fyrr en á 88. mínútu þegar Ingunn Haraldsdóttir skoraði annað mark KR, annað skallamark og sökkti Grindavík. Sophie O‘Rourke lagaði stöðuna eilítið fyrir Grindavík á síðustu mínútu leiksins en niðurstaðan sú sama 2-1 sigur KR og Grindavík er fallið.Af hverju vann KR? Það var aðeins meiri barátta í KR og þær spiluðu betur þegar þær voru með boltann. Þeir beittu oft skyndisóknum sem náðu að opna vörn gestanna. Í seinni hálfleik voru þær mun betri en andstæðingurinn og kláruðu dæmið undir lok leiks.Hvað gekk illa? Færanýting beggja liða má bæta. Grindavík fékk fín færi í fyrri hálfleik og hefði þurft að skora mark til að eiga möguleika í seinni hálfleik. Það sama er hægt að segja um KR sem gekk illa að finna netmöskvana í seinni hálfleik þrátt fyrir að hafa vaðið í færum og voru þær heppnar að vera ekki refsað fyrir það í dag.Hverjir stóðu upp úr? Katrín Ómarsdóttir skoraði fyrra mark KR og var sífellt ógnandi í leiknum. Besti maður vallarins í kvöld. Hún fær þó smá mínus fyrir að nýta ekki færin sín betur en hún hefði hæglega getað skorað 1 eða jafnvel 2 mörk til viðbótar. Ingibjörg Valgeirsdóttir í markinu stóð vaktina vel og kom oft í veg fyrir að Grindavík næði að koma sér aftur inn í leikinn.Hvað gerist næst? KR spilar við HK/Víking í þýðingarlitlum leik á meðan Grindavík og FH etja kappi en bæði þessi lið munu spila í Inkasso-deildinni á næsta tímabili. Bojana: Mikil ánægja „Þetta var frábært, mjög mikilvægur sigur fyrir okkur, við höldum okkur í Pepsí. Það er mikil ánægja hjá okkur.“ KR komst yfir í fyrri hálfleik en spilaði ekki sinn besta leik. Seinni hálfleikur var öllu betri. „Við náum ekki alveg að skipuleggja okkur í fyrri hálfleik en það sem var mikilvægt er að við komum með markið á undan þeim og komast yfir. Það hjálpaði okkur að opna aðeins leikinn. Seinni hálfleikur var mjög góður, við vorum með góða vörn sem hjálpuðu okkur að vinna boltann og sækja á þær.“ „Seinna markið var frábærlega gert hjá Ingunni, alveg frábært.“ Bojana sagði að það hefði hjálpað þeim að pressan væri á andstæðingnum fyrir leikinn. „Við töluðum um það að Grindavík þurfti meira sigur en við, við spiluðum leikinn til að tapa ekki, eitt stig dugði okkur en þær voru undir pressu til að vinna leikinn þannig að við komum rólegar inn í leikinn en Grindavík.“ Sagði Bojana að lokum. Katrín: Rosalega ánægð „Þetta heldur okkur í Pepsí þannig að ég er rosalega ánægð.“ „Mér fannst við frekar slakar þegar við vorum að reyna að halda boltanum en annars börðumst við vel og áttum þennan sigur skilið.“ KR óð í færum í seinni hálfleik og Katrín sjálf hefði getað bætt við mörkum. „Það var svolítið brösugt en okkur var nokkuð sama um annað markið, alltaf þegar maður skorar tvö mörk þá ertu meira opin og það gerðist, við skoruðum annað mark og fengum svo mark á okkur.” „Mér var alveg sama hefðum við ekki skorað annað, þær hefðu þurft að skora tvö mörk hvort eð er þannig að ég var alveg sátt þegar staðan var 1-0.“ Það var hart barist en það vantaði eitthvað í Grindavíkur liðið í dag. „Fallbaráttuslagur og það er bara skemmtilegt þegar allt er undir. Þær þurftu 3 stig, okkur nægði jafntefli og þegar við skoruðum mark þá var þetta rosalega erfitt fyrir þær.“ Pepsi Max-deild kvenna
KR og Grindavík mættust á Alvogenvellinum í næstsíðustu umferð Pepsí-deildar kvenna í dag. Það lofaði góðu í upphitun þegar sólin skein og hlýtt úti. Íslenska veðrið lét sig ekki vanta og fyrr en varði var farið að élja og í seinni hálfleik rigndi stanslaust. Veðrið hafði þó ekki áhrif á skemmtanagildi leiksins sem var jafn og fjörugur. Grindavík þurfti sigur til að eiga enn möguleika á að bjarga sér frá falli á meðan KR dugði jafntefli vegna markatölu. Það var því meiri pressa á gestunum sem höfðu unnið fyrri viðureign liðanna suður með sjó fyrr í sumar. Það hafði hugsanlega einhver áhrif á þær, þar sem þær spiluðu ekki sinn besta leik. KR var þétt til baka og gáfu fá færi á sér og sóttu hratt þegar kostur gafst. Það var þó úr föstu leikatrið sem fyrsta markið kom og að sjálfsögðu var það Katrín Ómarsdóttir sem skilaði fyrirfjöf Hugrúnar Lilju Ólafsdóttur í netið með góðum skalla. Grindavík fékk ágætis færi til að jafna metin fyrir hálfleik en inn vildi boltinn ekki. KR gaf í í seinni hálfleik og voru mun betri aðilinn. Þeir fengu hvert færið á fætur öðru en inn vildi boltinn ekki fyrr en á 88. mínútu þegar Ingunn Haraldsdóttir skoraði annað mark KR, annað skallamark og sökkti Grindavík. Sophie O‘Rourke lagaði stöðuna eilítið fyrir Grindavík á síðustu mínútu leiksins en niðurstaðan sú sama 2-1 sigur KR og Grindavík er fallið.Af hverju vann KR? Það var aðeins meiri barátta í KR og þær spiluðu betur þegar þær voru með boltann. Þeir beittu oft skyndisóknum sem náðu að opna vörn gestanna. Í seinni hálfleik voru þær mun betri en andstæðingurinn og kláruðu dæmið undir lok leiks.Hvað gekk illa? Færanýting beggja liða má bæta. Grindavík fékk fín færi í fyrri hálfleik og hefði þurft að skora mark til að eiga möguleika í seinni hálfleik. Það sama er hægt að segja um KR sem gekk illa að finna netmöskvana í seinni hálfleik þrátt fyrir að hafa vaðið í færum og voru þær heppnar að vera ekki refsað fyrir það í dag.Hverjir stóðu upp úr? Katrín Ómarsdóttir skoraði fyrra mark KR og var sífellt ógnandi í leiknum. Besti maður vallarins í kvöld. Hún fær þó smá mínus fyrir að nýta ekki færin sín betur en hún hefði hæglega getað skorað 1 eða jafnvel 2 mörk til viðbótar. Ingibjörg Valgeirsdóttir í markinu stóð vaktina vel og kom oft í veg fyrir að Grindavík næði að koma sér aftur inn í leikinn.Hvað gerist næst? KR spilar við HK/Víking í þýðingarlitlum leik á meðan Grindavík og FH etja kappi en bæði þessi lið munu spila í Inkasso-deildinni á næsta tímabili. Bojana: Mikil ánægja „Þetta var frábært, mjög mikilvægur sigur fyrir okkur, við höldum okkur í Pepsí. Það er mikil ánægja hjá okkur.“ KR komst yfir í fyrri hálfleik en spilaði ekki sinn besta leik. Seinni hálfleikur var öllu betri. „Við náum ekki alveg að skipuleggja okkur í fyrri hálfleik en það sem var mikilvægt er að við komum með markið á undan þeim og komast yfir. Það hjálpaði okkur að opna aðeins leikinn. Seinni hálfleikur var mjög góður, við vorum með góða vörn sem hjálpuðu okkur að vinna boltann og sækja á þær.“ „Seinna markið var frábærlega gert hjá Ingunni, alveg frábært.“ Bojana sagði að það hefði hjálpað þeim að pressan væri á andstæðingnum fyrir leikinn. „Við töluðum um það að Grindavík þurfti meira sigur en við, við spiluðum leikinn til að tapa ekki, eitt stig dugði okkur en þær voru undir pressu til að vinna leikinn þannig að við komum rólegar inn í leikinn en Grindavík.“ Sagði Bojana að lokum. Katrín: Rosalega ánægð „Þetta heldur okkur í Pepsí þannig að ég er rosalega ánægð.“ „Mér fannst við frekar slakar þegar við vorum að reyna að halda boltanum en annars börðumst við vel og áttum þennan sigur skilið.“ KR óð í færum í seinni hálfleik og Katrín sjálf hefði getað bætt við mörkum. „Það var svolítið brösugt en okkur var nokkuð sama um annað markið, alltaf þegar maður skorar tvö mörk þá ertu meira opin og það gerðist, við skoruðum annað mark og fengum svo mark á okkur.” „Mér var alveg sama hefðum við ekki skorað annað, þær hefðu þurft að skora tvö mörk hvort eð er þannig að ég var alveg sátt þegar staðan var 1-0.“ Það var hart barist en það vantaði eitthvað í Grindavíkur liðið í dag. „Fallbaráttuslagur og það er bara skemmtilegt þegar allt er undir. Þær þurftu 3 stig, okkur nægði jafntefli og þegar við skoruðum mark þá var þetta rosalega erfitt fyrir þær.“