Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2018 17:31 Pútín er talinn hafa sérstakan ímugust á njósnurum sem hafa unnið með vestrænum ríkjum eins og Skrípal gerði. Vísir/EPA Yfirvöld í Kreml fullyrða að tveir menn sem bresk stjórnvöld saka um að hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi ekkert með Vladímír Pútín forseta eða ríkisstjórnina að gera. Breska ríkisstjórnin hefur sagt að Pútín hafi sjálfur gefið skipun um tilræðið og að mennirnir tveir vinni fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU. Mennirnir tveir sem bresk yfirvöld hafa ákært fyrir að hafa eitrað fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í bænum Salisbury á Englandi í mars eru sagðir heita Alexander Petrov og Ruslan Bosjirov. Talsmaður ríkisstjórnar Pútín sagði Interfax-fréttastofunni að hvorugur mannanna tengdist Pútín eða Kreml á nokkurn hátt í dag. Rússnesk stjórnvöld hafa alfarið hafnað því að hafa komið nálægt tilræðinu. Pútín sagði sjálfur að mennirnir tveir væru óbreyttir borgarar í síðustu viku. Tvímenningarnir veittu RT-sjónvarpsstöðinni sem rússneska ríkið styrkir viðtal í vikunni. Þar sögðust þeir vera saklausir ferðamenn sem hafi heimsótt Salisbury til að skemmta sér og að sjá dómkirkjuna þar. Bresk yfirvöld segja hins vegar að leifar af taugaeitrinu hafi fundist á hótelherbergi mannanna í London. Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. 15. september 2018 11:59 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Meintir tilræðismenn sagðir tengjast rússneska varnarmálaráðuneytinu Þá benda skjöl til þess að mennirnir tveir sem Bretar saka um taugaeiturstilræðið í Salisbury hafi pantað flugferð til Englands á síðustu stundu, þvert á það sem þeir sögðu í sjónvarpsviðtali í vikunni. 15. september 2018 18:52 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Yfirvöld í Kreml fullyrða að tveir menn sem bresk stjórnvöld saka um að hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi ekkert með Vladímír Pútín forseta eða ríkisstjórnina að gera. Breska ríkisstjórnin hefur sagt að Pútín hafi sjálfur gefið skipun um tilræðið og að mennirnir tveir vinni fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU. Mennirnir tveir sem bresk yfirvöld hafa ákært fyrir að hafa eitrað fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í bænum Salisbury á Englandi í mars eru sagðir heita Alexander Petrov og Ruslan Bosjirov. Talsmaður ríkisstjórnar Pútín sagði Interfax-fréttastofunni að hvorugur mannanna tengdist Pútín eða Kreml á nokkurn hátt í dag. Rússnesk stjórnvöld hafa alfarið hafnað því að hafa komið nálægt tilræðinu. Pútín sagði sjálfur að mennirnir tveir væru óbreyttir borgarar í síðustu viku. Tvímenningarnir veittu RT-sjónvarpsstöðinni sem rússneska ríkið styrkir viðtal í vikunni. Þar sögðust þeir vera saklausir ferðamenn sem hafi heimsótt Salisbury til að skemmta sér og að sjá dómkirkjuna þar. Bresk yfirvöld segja hins vegar að leifar af taugaeitrinu hafi fundist á hótelherbergi mannanna í London.
Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. 15. september 2018 11:59 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Meintir tilræðismenn sagðir tengjast rússneska varnarmálaráðuneytinu Þá benda skjöl til þess að mennirnir tveir sem Bretar saka um taugaeiturstilræðið í Salisbury hafi pantað flugferð til Englands á síðustu stundu, þvert á það sem þeir sögðu í sjónvarpsviðtali í vikunni. 15. september 2018 18:52 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
„Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32
Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48
Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. 15. september 2018 11:59
Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35
Meintir tilræðismenn sagðir tengjast rússneska varnarmálaráðuneytinu Þá benda skjöl til þess að mennirnir tveir sem Bretar saka um taugaeiturstilræðið í Salisbury hafi pantað flugferð til Englands á síðustu stundu, þvert á það sem þeir sögðu í sjónvarpsviðtali í vikunni. 15. september 2018 18:52