„Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2018 07:32 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Vísir/AP Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. Forsetinn segir mennina ekki vera glæpamenn og þess í stað séu þeir almennir borgarar. „Ég vonast til þess að þeir stígi fram og segi sína sögu. Það yrði best fyrir alla. Það er ekkert sérstakt hér, ekkert glæpsamlegt, ég fullyrði það. Við sjáum til í náinni framtíð,“ sagði Pútín í morgun samkvæmt BBC.Lögreglan í Bretlandi segir mennina tvo hafa flogið til London frá Moskvu tveimur dögum fyrir árásina og þeir hafi notast við nöfnin Alexander Petrov og Ruslan Boshirov. Nöfnin eru þó talin vera dulnefni. Degi fyrir árásina tóku þeir lest til Salisbury og náðust myndir af þeim nálægt heimili Skripal. Þann 4. mars fóru þeir sama ferðalag til Salisbury og náðust aftur myndir af þeim nálægt heimili Skripal. Lögreglan telur að þá hafi þeir sprautað taugaeitrinu Novichok á útidyr Skripal.Vísir/APSkömmu seinna fóru þeir aftur til London og beint á Heathrow flugvöllinn og þaðan flugu þeir til Moskvu. Þar að auki segir lögreglan að leifar af Novichok hafi fundist á hótelherbergi þeirra.Sjá einnig: Rússar reiðir yfir ásökunum BretaTheresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þingmönnum að yfirvöld Bretlands telji mennina tvo vera útsendara GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands, og að ljóst sé að ákvörðun um árásina hafi verið tekin á hæstu stigum stjórnvalda Rússlands. Það er, að ákvörðunin hafi verið tekin af Vladimir Pútín. Rússar hafa ávallt neitað ásökununum og gefið fjölmargar útskýringar fyrir því hvernig taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna, hafi verið beitt gegn fyrrverandi rússneskum njósnara í Bretlandi. Meðal annars hafa þeir sagt Breta hafa sviðsett árásina og sömuleiðis hafa þeir sagt árásina hafa verið gerða en að Bretar hafi sjálfir framkvæmt hana til að draga athygli frá úrsögn landsins úr Evrópusambandinu. Þá hafa þeir í senn sagt að taugaeitrið hafi komið frá Tékklandi, Slóvaíku, Svíþjóð, Bandaríkjunum eða að árásin hafi verið framin af duldum einkaaðila til að stofna til stríðs. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24 Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. Forsetinn segir mennina ekki vera glæpamenn og þess í stað séu þeir almennir borgarar. „Ég vonast til þess að þeir stígi fram og segi sína sögu. Það yrði best fyrir alla. Það er ekkert sérstakt hér, ekkert glæpsamlegt, ég fullyrði það. Við sjáum til í náinni framtíð,“ sagði Pútín í morgun samkvæmt BBC.Lögreglan í Bretlandi segir mennina tvo hafa flogið til London frá Moskvu tveimur dögum fyrir árásina og þeir hafi notast við nöfnin Alexander Petrov og Ruslan Boshirov. Nöfnin eru þó talin vera dulnefni. Degi fyrir árásina tóku þeir lest til Salisbury og náðust myndir af þeim nálægt heimili Skripal. Þann 4. mars fóru þeir sama ferðalag til Salisbury og náðust aftur myndir af þeim nálægt heimili Skripal. Lögreglan telur að þá hafi þeir sprautað taugaeitrinu Novichok á útidyr Skripal.Vísir/APSkömmu seinna fóru þeir aftur til London og beint á Heathrow flugvöllinn og þaðan flugu þeir til Moskvu. Þar að auki segir lögreglan að leifar af Novichok hafi fundist á hótelherbergi þeirra.Sjá einnig: Rússar reiðir yfir ásökunum BretaTheresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þingmönnum að yfirvöld Bretlands telji mennina tvo vera útsendara GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands, og að ljóst sé að ákvörðun um árásina hafi verið tekin á hæstu stigum stjórnvalda Rússlands. Það er, að ákvörðunin hafi verið tekin af Vladimir Pútín. Rússar hafa ávallt neitað ásökununum og gefið fjölmargar útskýringar fyrir því hvernig taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna, hafi verið beitt gegn fyrrverandi rússneskum njósnara í Bretlandi. Meðal annars hafa þeir sagt Breta hafa sviðsett árásina og sömuleiðis hafa þeir sagt árásina hafa verið gerða en að Bretar hafi sjálfir framkvæmt hana til að draga athygli frá úrsögn landsins úr Evrópusambandinu. Þá hafa þeir í senn sagt að taugaeitrið hafi komið frá Tékklandi, Slóvaíku, Svíþjóð, Bandaríkjunum eða að árásin hafi verið framin af duldum einkaaðila til að stofna til stríðs.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24 Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34
Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24
Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17