Frelsið til að vera ég sjálf Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. september 2018 10:00 Ugla Stefanía, Hallfríður Þóra og Vala eru spenntar fyrir frumsýningunni á morgun. Fréttablaðið/Anton Brink Það sem gerði þessa mynd svo raunverulega var að við Hallfríður og Vala unnum hana í mikilli einingu og vináttu. Eyddum miklum tíma saman og byggðum upp traust okkar á milli, bæði á faglegan hátt og sem vinkonur,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir um stuttmyndina Ég sem verður frumsýnd í Bíói Paradís á morgun, sunnudag, klukkan 13 og er á dagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Riff. Myndin er innblásin af reynslu Uglu sem er ötul talsmanneskja trans fólks á Íslandi en höfundar og leikstjórar myndarinnar eru þær Hallfríður Þóra Tryggvadóttir og Vala Ómarsdóttir. „Við erum að reyna að forðast klisjur sem eru vanalega í kvikmyndum um trans manneskjur og höfum unnið mjög náið með Uglu síðustu þrjú ár,“ segir Hallfríður. „Við sækjum innblástur í áhrifarík augnablik í lífi hennar og eftir miklar pælingar komumst við að því að kjarni myndarinnar yrði að vera frelsið sem fylgir því að fá að vera maður sjálfur, enda eru það sönn mannréttindi,“ bætir Vala við.Hópurinn er stór sem stendur að myndinni og í honum eru einungis konur.Kvikmyndagerðarkonur gegna öllum stöðum bak við þessa mynd sem er óalgengt á heimsvísu. „Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um stöðu kvenna í kvikmyndagerð og við vildum sýna að það er ekkert mál að skipa allar stöður með öflugum kvikmyndagerðarkonum,“ segir Hallfríður og Vala tekur undir það: „Við erum að skoða hvað orðið „kyn“ þýðir á allan hátt, bæði í efnistökum og mannvali.“ Í gær fór fram forsýning á stuttmyndinni fyrir menntaskólanema í samstarfi við Samtökin ’78. Myndin keppir um titilinn „besta íslenska stuttmyndin“ á kvikmyndahátíðinni RIFF og verður frumsýnd á morgun eins og áður er sagt. Sýning númer tvö verður miðvikudaginn, 3. október, klukkan 15.15, líka í Bíói Paradís. Menning RIFF Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Það sem gerði þessa mynd svo raunverulega var að við Hallfríður og Vala unnum hana í mikilli einingu og vináttu. Eyddum miklum tíma saman og byggðum upp traust okkar á milli, bæði á faglegan hátt og sem vinkonur,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir um stuttmyndina Ég sem verður frumsýnd í Bíói Paradís á morgun, sunnudag, klukkan 13 og er á dagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Riff. Myndin er innblásin af reynslu Uglu sem er ötul talsmanneskja trans fólks á Íslandi en höfundar og leikstjórar myndarinnar eru þær Hallfríður Þóra Tryggvadóttir og Vala Ómarsdóttir. „Við erum að reyna að forðast klisjur sem eru vanalega í kvikmyndum um trans manneskjur og höfum unnið mjög náið með Uglu síðustu þrjú ár,“ segir Hallfríður. „Við sækjum innblástur í áhrifarík augnablik í lífi hennar og eftir miklar pælingar komumst við að því að kjarni myndarinnar yrði að vera frelsið sem fylgir því að fá að vera maður sjálfur, enda eru það sönn mannréttindi,“ bætir Vala við.Hópurinn er stór sem stendur að myndinni og í honum eru einungis konur.Kvikmyndagerðarkonur gegna öllum stöðum bak við þessa mynd sem er óalgengt á heimsvísu. „Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um stöðu kvenna í kvikmyndagerð og við vildum sýna að það er ekkert mál að skipa allar stöður með öflugum kvikmyndagerðarkonum,“ segir Hallfríður og Vala tekur undir það: „Við erum að skoða hvað orðið „kyn“ þýðir á allan hátt, bæði í efnistökum og mannvali.“ Í gær fór fram forsýning á stuttmyndinni fyrir menntaskólanema í samstarfi við Samtökin ’78. Myndin keppir um titilinn „besta íslenska stuttmyndin“ á kvikmyndahátíðinni RIFF og verður frumsýnd á morgun eins og áður er sagt. Sýning númer tvö verður miðvikudaginn, 3. október, klukkan 15.15, líka í Bíói Paradís.
Menning RIFF Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira