Rétt er að geta þess að allt sem um ræðir í fréttinni hefur þegar komið fram í nýútgefinni stiklu fyrir kvikmyndina. Þeir sem ekki vilja vita meira um umrædda persónu í myndinni eru hér með varaðir við áframhaldandi lestri. Stikluna má sjá hér að neðan.
Sjá einnig: Ingvar agndofa í nýrri stiklu Fantastic Beasts
Í stiklunni kemur þó í ljós að Kim fer með hlutverk snáksins Nagini, sem myrkrahöfðinginn Voldemort hafði ávallt sér við hlið og fól hluta af sál sinni í. Mun kvikmyndin þannig veita innsýn inn í persónuna, sem aðdáendur þekkja vel úr bókaflokknum um Harry Potter. Eftir að stiklan var frumsýnd fóru gagnrýnisraddir þó að hljóma úr ýmsum áttum. Líkt og áður var JK Rowling, sem er einn framleiðenda kvikmyndarinnar, gagnrýnd fyrir fábreytni í hópi persóna sem hún skrifar, þ.e. að þær séu að stærstum hluta hvítar á hörund. Þá þótti þónokkrum ámælisvert að eini leikari myndarinnar sem er af asískum ættum fari með hlutverk skriðdýrs, sem jafnframt er þræll aðalþorparans.
Rowling svaraði fyrir sig á Twitter og sagði þar að Nagini væri byggð á goðsagnaverum úr indónesískri goðafræði, Naga, sem taka á sig líki snáka. Þá ítrekaði hún að ráðning Kim í hlutverkið væri vel ígrunduð.
The Naga are snake-like mythical creatures of Indonesian mythology, hence the name 'Nagini.' They are sometimes depicted as winged, sometimes as half-human, half-snake. Indonesia comprises a few hundred ethnic groups, including Javanese, Chinese and Betawi. Have a lovely day
— J.K. Rowling (@jk_rowling) September 26, 2018