Fyrstur til að fá sekt fyrir dónatal og flengingu í París Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2018 23:03 Maðurinn sló unga konu í rassinn og hrópaði á eftir henni að hún væri hóra. Vísir/getty Fyrsti maðurinn til að vera dæmdur fyrir brot á nýjum lögum um kynferðislega áreitni í almannarýminu í París hefur verið gert að greiða tæplega fjörutíu þúsund íslenskar krónur fyrir að slá ókunnuga konu í rassinn og æpa klúryrði á eftir henni. Þetta átti sér stað í strætisvagni síðasta föstudag. Auk þess að hljóta sekt var hann dæmdur í níu mánaða fangelsi því þegar strætóbílstjórinn reyndi að koma ungu konunni til bjargar réðst maðurinn á bílstjórann.Fréttastofa CNN greinir frá því að strætóbílstjórinn hafi tekið eftir því að maðurinn væri að áreita kvenkyns farþega. Hann hafi því lokað dyrunum svo maðurinn gæti ekki flúið og því næst hringt á lögregluna en það var þá sem maðurinn réðst á bílstjórann. Að sögn saksóknara í málinu er maðurinn á þrítugsaldri og var hann undir áhrifum þegar hann áreitti konuna kynferðislega. Sjálf er konan aðeins 21 árs gömul en hann hrópaði á eftir henni að hún væri hóra og með stór brjóst.Skera upp herör gegn áreitni á götum úti Marlene Schippa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, hrósaði bílstjóranum í hástert fyrir að hafa brugðist við og komið ungu konunni til aðstoðar. „Húrra fyrir bílstjóranum eftirtektargóða og fyrir þessari sekt. Saman getum við bundið enda á kynferðislegt ofbeldi.“ Sektin sem maðurinn hlaut markar fyrsta skiptið sem brotið er gegn nýju lögunum. Lögin kveða á um bann við götuáreiti svo sem niðurlægjandi blístri á eftir fólki í almannarýminu og gróf, niðurlægjandi ummæli. Lögin voru samþykkt í júlímánuði og er ætlað að taka á þeim umfangsmikla vanda sem kynferðisleg áreitni á götum Frakklands er í raun. MeToo Tengdar fréttir Birti myndband þar sem hún var áreitt og lamin úti á götu Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. 30. júlí 2018 16:53 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Fyrsti maðurinn til að vera dæmdur fyrir brot á nýjum lögum um kynferðislega áreitni í almannarýminu í París hefur verið gert að greiða tæplega fjörutíu þúsund íslenskar krónur fyrir að slá ókunnuga konu í rassinn og æpa klúryrði á eftir henni. Þetta átti sér stað í strætisvagni síðasta föstudag. Auk þess að hljóta sekt var hann dæmdur í níu mánaða fangelsi því þegar strætóbílstjórinn reyndi að koma ungu konunni til bjargar réðst maðurinn á bílstjórann.Fréttastofa CNN greinir frá því að strætóbílstjórinn hafi tekið eftir því að maðurinn væri að áreita kvenkyns farþega. Hann hafi því lokað dyrunum svo maðurinn gæti ekki flúið og því næst hringt á lögregluna en það var þá sem maðurinn réðst á bílstjórann. Að sögn saksóknara í málinu er maðurinn á þrítugsaldri og var hann undir áhrifum þegar hann áreitti konuna kynferðislega. Sjálf er konan aðeins 21 árs gömul en hann hrópaði á eftir henni að hún væri hóra og með stór brjóst.Skera upp herör gegn áreitni á götum úti Marlene Schippa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, hrósaði bílstjóranum í hástert fyrir að hafa brugðist við og komið ungu konunni til aðstoðar. „Húrra fyrir bílstjóranum eftirtektargóða og fyrir þessari sekt. Saman getum við bundið enda á kynferðislegt ofbeldi.“ Sektin sem maðurinn hlaut markar fyrsta skiptið sem brotið er gegn nýju lögunum. Lögin kveða á um bann við götuáreiti svo sem niðurlægjandi blístri á eftir fólki í almannarýminu og gróf, niðurlægjandi ummæli. Lögin voru samþykkt í júlímánuði og er ætlað að taka á þeim umfangsmikla vanda sem kynferðisleg áreitni á götum Frakklands er í raun.
MeToo Tengdar fréttir Birti myndband þar sem hún var áreitt og lamin úti á götu Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. 30. júlí 2018 16:53 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Birti myndband þar sem hún var áreitt og lamin úti á götu Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. 30. júlí 2018 16:53