Lífið

Fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna í aðalhlutverki lokaþáttaraðar House of Cards

Sylvía Hall skrifar
Robin Wright í hlutverki Claire Underwood.
Robin Wright í hlutverki Claire Underwood.

Ný stikla fyrir þættina House of Cards var birt í dag. Þættirnir, sem framleiddir eru af Netflix, hafa notið mikilla vinsælda og er þetta sjötta þáttaröðin sem er framleidd.



Í fyrstu fimm þáttaröðunum var Kevin Spacey í aðalhlutverki sem pólitíkusinn og síðar meir forsetinn Frank Underwood. Eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni af hálfu Spacey litu dagsins ljós var hann rekinn og mun Robin Wright vera í aðalhlutverki í síðustu þáttaröðinni en hún hefur leikið eiginkonu Spacey til þessa. 



Í stiklunni sést að Claire Underwood, karakter Wright, hefur tekið við forsetastólnum og leikur því fyrsta kvenforseta Bandaríkjanna í þáttunum. Ef marka má stikluna verður starf hennar ekki auðvelt og mun hún mæta allskyns áskorunum í nýju hlutverki sem forseti Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Íhuga að ákæra Spacey fyrir kynferðisbrot

Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.