Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2018 23:32 Teikning listamanns af Kepler 1625b með tungli. NASA, ESA, and L. Hustak (STScI) Tveir stjörnufræðingar telja sig hafa fundið sterkar vísbendingar um risavaxið tungl á braut um reikistjörnu í öðru sólkerfi. Verði uppgötvunin staðfest er þetta fyrsta tunglið sem menn hafa komið auga á utan sólkerfisins okkar. Tunglið er engin smásmíði en stærð þess er fordæmalaus í sólkerfinu okkar. Það er sagt sambærilegt að þvermáli og ísrisinn Neptúnus. Það er að finna í sólkerfi sem er í um átta þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Móðurreikistjarnan er einnig tröllvaxin. Hún er gasrisi sem er nokkrum sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Saman ganga hnettirnir á braut um móðurstjörnu sína sem er talin rétt innan svonefnds lífbeltis hennar. Vísindamenn komust fyrst á spor tunglsins þegar Kepler-geimsjónaukinn beindi linsu sinni í átt að fjarreikistjörnunni Kepler-1625b í fyrra. Það voru svo tveir stjörnufræðingar við Kólumbíuháskóla í New York sem notuðu Hubble-geimsjónaukann til þess að litast frekar um eftir mögulegu tungli, að því er segir í frétt á vef Hubble-sjónaukans. Enginn hægðarleikur er að finna fjarreikistjörnur, hvað þá fjartungl eins og þetta. Reikistjörnurnar eru dimmar og litlar og hverfa í geislandi bjarma móðurstjarna sinna. Stjörnufræðingar koma yfirleitt auga á fjarreikistjörnur með því að skima svæði á himninum og leita að örlitlum breytingum á birtu stjarnanna sem geta verið vísbendingar um reikistjörnur sem ganga fyrir þær frá jörðinni séð. Til þess leggjast vísindamenn yfir gröf sem sýna birtustig stjarnanna. Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna með þessum hætti. Enn erfiðara er hins vegar að finna fjartungl sem eru enn smærri og skilja enn veikari ummerki eftir sig.Tveir skuggar á skömmum tíma Í leit sinni að tungli á braut um Kepler 1625b fylgdust stjörnufræðingarnir með því þegar reikistjarnan gekk fyrir móðurstjörnuna með Hubble. Þá tóku þeir eftir örlitlum frávikum í ljósinu sem barst frá henni til jarðar. Í ljós kom að þremur og hálfri klukkustund eftir að reikistjarnan hafði gengið fyrir stjörnuna skyggði eitthvað mun minna á stjörnuna. Það gat passað við tungl sem fylgdi í humátt á eftir reikistjörnunni. „Það var sannarlega sláandi augnablik að sjá þetta ljósgraf, hjartað mitt byrjaði að slá örlítið hraðar og ég hélt bara áfram að stara á þetta merki,“ segir David Kipping, annar stjörnufræðinganna. Reikistjarnan byrjaði einnig að ganga fyrir stjörnuna meira en klukkustund fyrr en vísindamennirnir höfðu gert ráð fyrir. Það telja vísindamennirnir geta skýrst af þyngdaráhrifum tungls á braut um hana. Það frávik gæti einnig skýrst af annarri reikistjörnu í sólkerfinu. Hubble fann hins vegar engar vísbendingar um fleiri reikistjörnur. Stærð tunglsins er óvenjuleg og gæti hún leitt til þess að stjörnufræðingar þurfi að endurskoða kenningar sínar um hvernig sólkerfi þróast og hvernig tungl myndast í þeim. Vísindi Tengdar fréttir Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Tveir stjörnufræðingar telja sig hafa fundið sterkar vísbendingar um risavaxið tungl á braut um reikistjörnu í öðru sólkerfi. Verði uppgötvunin staðfest er þetta fyrsta tunglið sem menn hafa komið auga á utan sólkerfisins okkar. Tunglið er engin smásmíði en stærð þess er fordæmalaus í sólkerfinu okkar. Það er sagt sambærilegt að þvermáli og ísrisinn Neptúnus. Það er að finna í sólkerfi sem er í um átta þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Móðurreikistjarnan er einnig tröllvaxin. Hún er gasrisi sem er nokkrum sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Saman ganga hnettirnir á braut um móðurstjörnu sína sem er talin rétt innan svonefnds lífbeltis hennar. Vísindamenn komust fyrst á spor tunglsins þegar Kepler-geimsjónaukinn beindi linsu sinni í átt að fjarreikistjörnunni Kepler-1625b í fyrra. Það voru svo tveir stjörnufræðingar við Kólumbíuháskóla í New York sem notuðu Hubble-geimsjónaukann til þess að litast frekar um eftir mögulegu tungli, að því er segir í frétt á vef Hubble-sjónaukans. Enginn hægðarleikur er að finna fjarreikistjörnur, hvað þá fjartungl eins og þetta. Reikistjörnurnar eru dimmar og litlar og hverfa í geislandi bjarma móðurstjarna sinna. Stjörnufræðingar koma yfirleitt auga á fjarreikistjörnur með því að skima svæði á himninum og leita að örlitlum breytingum á birtu stjarnanna sem geta verið vísbendingar um reikistjörnur sem ganga fyrir þær frá jörðinni séð. Til þess leggjast vísindamenn yfir gröf sem sýna birtustig stjarnanna. Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna með þessum hætti. Enn erfiðara er hins vegar að finna fjartungl sem eru enn smærri og skilja enn veikari ummerki eftir sig.Tveir skuggar á skömmum tíma Í leit sinni að tungli á braut um Kepler 1625b fylgdust stjörnufræðingarnir með því þegar reikistjarnan gekk fyrir móðurstjörnuna með Hubble. Þá tóku þeir eftir örlitlum frávikum í ljósinu sem barst frá henni til jarðar. Í ljós kom að þremur og hálfri klukkustund eftir að reikistjarnan hafði gengið fyrir stjörnuna skyggði eitthvað mun minna á stjörnuna. Það gat passað við tungl sem fylgdi í humátt á eftir reikistjörnunni. „Það var sannarlega sláandi augnablik að sjá þetta ljósgraf, hjartað mitt byrjaði að slá örlítið hraðar og ég hélt bara áfram að stara á þetta merki,“ segir David Kipping, annar stjörnufræðinganna. Reikistjarnan byrjaði einnig að ganga fyrir stjörnuna meira en klukkustund fyrr en vísindamennirnir höfðu gert ráð fyrir. Það telja vísindamennirnir geta skýrst af þyngdaráhrifum tungls á braut um hana. Það frávik gæti einnig skýrst af annarri reikistjörnu í sólkerfinu. Hubble fann hins vegar engar vísbendingar um fleiri reikistjörnur. Stærð tunglsins er óvenjuleg og gæti hún leitt til þess að stjörnufræðingar þurfi að endurskoða kenningar sínar um hvernig sólkerfi þróast og hvernig tungl myndast í þeim.
Vísindi Tengdar fréttir Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15
Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05