Assange höfðar mál gegn Ekvador Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2018 15:44 Julian Assange hefur haldið til í sendiráðinu frá 2012. AP/Matt Dunham Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi. Hann hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012. Í yfirlýsingu frá Wikileaks segir að yfirvöld Ekvador hafi hótað fyrir rúmu hálfi ári að vísa honum úr sendiráðinu og komið hafi verið í veg fyrir samskipti hans við umheiminn. Sérstökum búnaði hafi verið komið fyrir í sendiráðinu til að koma í veg fyrir að hann hefði aðgang að internetinu og gæti ekki tekið á móti símtölum. Þar segir enn fremur að lögmanni Human Rights Watch hafi verið meinað að hitta Assange. Ný ríkisstjórn Ekvador hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Assange flúði þangað á árum áður vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð. Það mál hefur verið fellt niður en hann á þó enn handtöku yfir höfði sér í Bretlandi fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Assange óttast að vera framseldur til Bandaríkjanna verði hann handtekinn. Assange var nýverið veittur aðgangur að internetinu að nýju en með ákveðnum skilmálum. Meðal þeirra skilmála voru að hann yrði að þrífa baðherbergi sitt og hugsa um kött sinn. Þá þarf Assange að láta sendiráðsstarfsmenn vita með þriggja daga fyrirvara vilji hann taka á móti gestum og þurfa yfirmenn sendiráðsins að samþykkja hverjir fái að koma í heimsókn. Þá má hann aðeins tengja símann sinn og tölvu við þráðlaust net sendiráðsins en reyni hann að tengja einhvern annan búnað við netið má hann búast við því að búnaðurinn verði tekinn af honum. Í yfirlýsingu Wikileaks segir að allir þeir sem hitti Assange þurfi að gefa upp persónulegar og tæknilegar upplýsingar sem Ekvador geti deilt með öðrum aðilum. Þá er vísað til opins bréfs sem bandarískir þingmenn skrifuðu til forseta Ekvador. Þar töluðu þeir um að nauðsynlegt væri að leysa málefni Assange áður en ríki tvö geti starfað betur saman. Fyrrverandi forseti Ekvador hefur haldið því fram að núverandi ríkisstjórn sé að reyna að brjóta vilja Assange á bak aftur. JUST NOW: Image from press conference in Quito with @WikiLeaks' General Counsel Baltasar Garzón and Ecuadorian lawyer Carlos Poveda (right of table) pic.twitter.com/YuenzjfOhP— WikiLeaks (@wikileaks) October 19, 2018 Mál Julians Assange Ekvador Tengdar fréttir „Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10 Nýr ritstjóri WikiLeaks segir áhugaverð verkefni í vinnslu Kristinn Hrafnsson, nýr ritstjóri WikiLeaks, segir aðför að frelsi Assange grófa. Fyrsta verkefnið undir hans stjórn komið í loftið. 1. október 2018 07:00 Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52 Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. 18. september 2018 10:26 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi. Hann hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012. Í yfirlýsingu frá Wikileaks segir að yfirvöld Ekvador hafi hótað fyrir rúmu hálfi ári að vísa honum úr sendiráðinu og komið hafi verið í veg fyrir samskipti hans við umheiminn. Sérstökum búnaði hafi verið komið fyrir í sendiráðinu til að koma í veg fyrir að hann hefði aðgang að internetinu og gæti ekki tekið á móti símtölum. Þar segir enn fremur að lögmanni Human Rights Watch hafi verið meinað að hitta Assange. Ný ríkisstjórn Ekvador hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Assange flúði þangað á árum áður vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð. Það mál hefur verið fellt niður en hann á þó enn handtöku yfir höfði sér í Bretlandi fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Assange óttast að vera framseldur til Bandaríkjanna verði hann handtekinn. Assange var nýverið veittur aðgangur að internetinu að nýju en með ákveðnum skilmálum. Meðal þeirra skilmála voru að hann yrði að þrífa baðherbergi sitt og hugsa um kött sinn. Þá þarf Assange að láta sendiráðsstarfsmenn vita með þriggja daga fyrirvara vilji hann taka á móti gestum og þurfa yfirmenn sendiráðsins að samþykkja hverjir fái að koma í heimsókn. Þá má hann aðeins tengja símann sinn og tölvu við þráðlaust net sendiráðsins en reyni hann að tengja einhvern annan búnað við netið má hann búast við því að búnaðurinn verði tekinn af honum. Í yfirlýsingu Wikileaks segir að allir þeir sem hitti Assange þurfi að gefa upp persónulegar og tæknilegar upplýsingar sem Ekvador geti deilt með öðrum aðilum. Þá er vísað til opins bréfs sem bandarískir þingmenn skrifuðu til forseta Ekvador. Þar töluðu þeir um að nauðsynlegt væri að leysa málefni Assange áður en ríki tvö geti starfað betur saman. Fyrrverandi forseti Ekvador hefur haldið því fram að núverandi ríkisstjórn sé að reyna að brjóta vilja Assange á bak aftur. JUST NOW: Image from press conference in Quito with @WikiLeaks' General Counsel Baltasar Garzón and Ecuadorian lawyer Carlos Poveda (right of table) pic.twitter.com/YuenzjfOhP— WikiLeaks (@wikileaks) October 19, 2018
Mál Julians Assange Ekvador Tengdar fréttir „Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10 Nýr ritstjóri WikiLeaks segir áhugaverð verkefni í vinnslu Kristinn Hrafnsson, nýr ritstjóri WikiLeaks, segir aðför að frelsi Assange grófa. Fyrsta verkefnið undir hans stjórn komið í loftið. 1. október 2018 07:00 Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52 Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. 18. september 2018 10:26 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
„Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10
Nýr ritstjóri WikiLeaks segir áhugaverð verkefni í vinnslu Kristinn Hrafnsson, nýr ritstjóri WikiLeaks, segir aðför að frelsi Assange grófa. Fyrsta verkefnið undir hans stjórn komið í loftið. 1. október 2018 07:00
Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52
Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16
Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. 18. september 2018 10:26