Þann 15. október árið 2017 skrifaði leikkonan Alyssa Milano færslu á Twitter þar sem hún bað fylgjendur sína sem höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi að svara með orðunum „me too“ eða ég líka. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem #MeToo var notað til að vekja athygli á kynferðisofbeldi, en þetta var í fyrsta sinn sem það náði flugi. Sólarhring seinna höfðu rúmlega 500 þúsund manns svarað kallinu. Hér á landi fóru konur einnig að stíga fram. Hátt í sex þúsund konur rituðu nafn sitt við undirskriftarlista og kröfðust þess að fá að vinna í friði frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Níu hundruð sögur fylgdu undirskriftalistunum. Dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands telur að MeToo hafi orðið til þess að konur hafi áttað sig betur á því að ýmislegt óþægilegt sem þær hafi orðið fyrir í gegnum tíðina hafi í raun verið kynferðisofbeldi og segir mörgum spurningum ósvarað.Me too.— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) October 15, 2017 Askja Pandóru opnast Dagana áður en Alyssa Milano birti færslu sína hafði fjöldi kvenna stigið fram og sakað einn farsælasta kvikmyndaframleiðanda allra tíma, Harvey Weinstein, um kynferðisofbeldi og að hafa komið í veg fyrir framgang þeirra í kvikmyndaiðnaðinum ef þær reyndu að neita honum. Talað var um að hegðun Weinstein væri verst geymda leyndarmálið í Hollywood og í kjölfarið opnaðist flóðgátt af sögum kvenna af áreitni og ofbeldi. Weinstein var fyrsta, og ef til vill eitt versta dæmið. Í kjölfarið fylgdu ásakanir um að grínistinn Louis C.K. hefði sýnt af sér ósæmilega kynferðislega hegðun, og gekkst hann við ásökununum. Óskarsverðlaunaleikarinn Kevin Spacey var sakaður um að hafa svo árum skiptir brotið gegn tugum karlmanna. Morgan Freeman, Luc Besson, Aziz Ansari, Ryan Seacrest, James Franco, Danny Masterson, Dustin Hoffman, Steven Seagal, Geoffrey Rush, Matt Lauer, Al Franken, Charlie Rose, Jeffrey Tambor, Ben Affleck, Oliver Stone, Andy Dick, Jeremy Piven, Brett Ratner, Russell Simmons, Ed Westwick og George Bush eldri voru meðal þeirra sem voru sakaðir um kynferðislega áreitni, ósæmilega kynferðislega tilburði eða nauðgun. Ásakanir Dylan Farrow á hendur föður sínum Woody Allen spruttu aftur upp í umræðunni, sem og gömul mál gegn Bill Cosby og rapparanum R. Kelly og þrálátur orðrómur um að barnaníðingshringur sé starfræktur í Hollywood.Í Svíþjóð fóru hópar kvenna úr atvinnulífinu að hópa sig saman og birta yfirlýsingar þar sem þær lýstu reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. Fyrst riðu tæplega 600 leikkonur á vaðið og á eftir fylgdu rúmlega 4400 konur úr sænska dómskerfinu og seinna um tvö þúsund sænskar tónlistarkonur. Eins og svo oft áður tóku Íslendingar frændur sína á Norðurlöndunum sér til fyrirmyndar og fljótt fóru að birtast yfirlýsingar íslenskra kvenna úr hinum ýmsu stéttum. Sláandi frásagnir kvenna úr sviðslistum vöktu sérstaklega mikla athygli, sem og sögur kvenna af sviði stjórnmála, úr heilbrigðisgeiranum og kvenna af erlendum uppruna. Á endanum voru íslensku hóparnir sextán talsins, hátt í sex þúsund konur skrifuðu undir og hátt í níu hundruð frásagnir fylgdu listunum. Í byrjun desember í fyrra var settur upp leiklestur á íslenskum MeToo sögum í Borgarleikhúsinu þar sem þjóðþekktar konur komu saman og lásu upp frásagnir kynsystra sinna.Rauði þráðurinn vitundarvakning kvenna Gyða Margrét Pétursdóttir, dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands, hefur ásamt Önnudís Rúdólfsdóttur, dósents á menntavísindasviði, greint allar frásagnir íslenskra kvenna sem komu fram í MeToo byltingunni. Hún segir að rauði þráðurinn í sögunum hafi verið að konur hafi áttað sig á að það sem konur höfðu áður talið óþægileg atvik, hafi í raun verið alvarleg. Það hafi gerst þegar aðrar konur stigu fram og sögðu frá sambærilegu atviki en kölluðu það réttu nafni – áreitni og ofbeldi. Hún segir jafnframt að lykilatvik í upprisu MeToo hér á landi hafi verið bakþankar Telmu Tómasson, fréttaþular á Stöð 2, þar sem Telma greindi frá ofbeldi sem hún hafði orðið fyrir. „Þar er að koma fram kona sem er þekkt andlit úr fjölmiðlum og hefur ákveðið samfélagslegt vald í ljósi þeirrar stöðu. Þetta varð síðan svolítið leiðarstef því í kjölfarið komu frásagnir stjórnmálakvenna og þær komu síðan fram í kastljósþætti, þvert á flokka. Þar á meðal var Áslaug Arna sem lýsti þessu sama. Hún var tvístígandi hvort hún ætti að vera að tengja sig þessari baráttu og taka þar með áhættuna á því að verða „þessi kona“ þó hún hafi ekki orðað það með þeim hætti,“ segir Gyða Margrét í samtali við Vísi.Gyða Margrét Pétursdóttir, dósent í kynjafræði við HÍ.Nafnleysi sýndi að vandamálið væri kerfislægt Hún segir að hugmyndin um fórnarlamb hafi, á vissan hátt, orðið einkaeign ákveðins hóps. Fólk hafi ekki tengt við orðið nema það ætti sér ekki viðreisnar von í samfélaginu. „Þannig að þegar konur með einhverja stöðu, þekkt andlit, þegar þær stíga fram þá eru miklu fleiri konur sem eru tilbúnar að horfast í augu við þessa reynslu. Í mínum augum var það svolítið lykillinn.“ Gyða Margrét telur einnig að nafnleysi gerenda í frásögnum íslenskra kvenna hafi gert það að verkum að fólk horfði á vandamálið sem kerfislægt, í stað þess að benda á fólk. Þegar fólk sé nafngreint sé hætt á að athyglin beinist að einstaklingum og bendir í því samhengi á mál Kristins Sigurjónssonar, fráfarandi lektors við HR. „Þá fer málið alltaf að snúast um þennan einstakling. Við sjáum það líka, hverjir voru það sem voru nafngreindir í MeToo? Það voru allavega ekki þeir karlar sem hafa hvað mest völdin í samfélaginu. En engu að síður kannski þekkt andlit sem vekja áhuga fólks. Hættan við nafngreiningu er að, eins og við þekkjum, að þeir sem hafa hvað mestu völdin í samfélaginu, þeir hafa mestu bjargirnar til að komast frá kastljósi fjölmiðlanna og hafa ýmsan stuðning í kringum sig sem valdaminni karlar hafa ekki. Þannig að það er svo margt áhugavert í þessu.“ Það kom fljótt í ljós að MeToo átti að vera öðruvísi en aðrar vitundavakningar sem komu á undan. Nú átti ekki að ýta hlutunum á undan sér heldur var sökudólgunum bolað burt. Harvey Weinstein var rekinn frá Weinstein Company og látinn fjúka úr Óskarsakademíunni. Fólkið sem rauf þögnina var kosið manneskja ársins hjá tímaritinu Time. Louis C.K. var ekki lengur velkominn á svið að flytja uppistand og það sama mátti segja um Aziz Ansari. James Franco mætti ekki á Óskarsverðlaunahátíðina, hvar kvikmynd hans The Disaster Artist, var tilnefnd til verðlauna. Leslie Moonves steig til hliðar sem forstjóri CBS samsteypunnar og þegar Asia Argento, einn forsprakki MeToo hreyfingarinnar, var sökuð um kynferðisofbeldi var hún einnig látin fjúka. Bæði úr hópi vinkvenna sinna í hreyfingunni sem og starfi sínu í X-Factor á Ítalíu.Breytingar á Íslandi Þessi þróun átti sér einnig stað hér á landi. Leikarinn Atli Rafn Sigurðarson var rekinn úr Borgarleikhúsinu viku fyrir frumsýningu á jólasýningunni Medeu vegna kvartana sem höfðu borist leikhússtjóranum. Þórir Sæmundsson var sömuleiðis rekinn frá Þjóðleikhúsinu vegna þess að hann sendi samstarfskonu sinni á menntaskólaaldri typpamyndir. Þá voru breytingar gerðar á störfum Stefán Jónsson við Listaháskóla Íslands og Stefán Hallur Stefánsson hætti að taka að sér stundakennslu við skólann. Jakob Már Ásmundsson hætti í stjórn Arion Banka vegna óviðeigandi hegðunar á skemmtun á vegum bankans. Fjölmiðlamaðurinn Hjörtur Hjartarson hætti störfum hjá Sýn í kjölfar atviks á HM í knattspyrnu í Rússlandi og í yfirlýsingu sem hópur fjölmiðlakvenna sendi frá sér vegna málsins var skorað á yfirmenn Sýnar og annarra fjölmiðla að „fylgja eftir fögrum fyrirheitum #MeToo.“ Nýjustu dæmin eru eflaust ásakanir á hendur Orra Páli Dýrasyni, trommara Sigur Rósar, sem urðu til þess að hann hætti í sveitinni. Þá er rétt rúmur mánuður síðan Bjarna Má Júlíussyni var vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna.Christine Blasey Ford kemur fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings.Getty/Win McNameeInnblásin af Christine Blasey Ford Konan sem sakaði Orra Pál um kynferðisofbeldi sagðist hafa stigið fram í kjölfar þess að hafa horft á Christine Blasey Ford tala um kynferðisofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af höndum Brett Kavanaugh, nýjasta hæstaréttardómara Bandaríkjanna, landsins sem ól af sér bæði Harvey Weinstein og MeToo. Síðasta mánudag, þegar ár var liðið síðan hún bað konur að svara sér ef þær höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi, birti leikkonan Alyssa Milano færslu á Twitter. Hún birti myndband þar sem hún var ein í mynd í rúmlega fjórar mínútur. Hún ávarpaði dóttur sína, Elizabellu, sem er þriggja ára. Hún sagðist hafa beðið konur að stíga fram vegna þess að hún óttaðist um framtíð dóttur sinnar. „Á kjördag mun ég kjósa eins og mín réttindi, ykkar réttindi og réttindi dóttur minnar séu undir. Vegna þess að þau eru það,“ stendur undir myndbandinu. Kosningar eru framundan í Bandaríkjunum í nóvember og síðustu ár hafa flokkadrættir orðið skýrari og haft meiri áhrif á skoðanir almennings á hinum ýmsu málefnum, þar á meðal MeToo.One year ago I recorded this for my daughter, explaining why I shared my story of sexual assault. I never expected to release it publicly. Now, I feel it's too important not to share. #MeTooDear Elizabella,I love you so. I will fight so you don't have to.Love, mama pic.twitter.com/TYk5XXFksY— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) October 15, 2018 Samkvæmt könnunum sem YouGov gerði fyrir The Economist er almenningsálit á MeToo að breytast. Bakslagið er að koma. Í nóvember í fyrra töldu 28 prósent svarenda að karlmenn sem höfðu áreitt konur kynferðislega á vinnustað fyrir 20 árum síðan ættu að halda vinnunni. Í dag er talan 36 prósent. Hlutfall þeirra sem telja að kvartanir kvenna vegna kynferðislegrar áreitni skapi meiri vandamál en þær leysa hefur aukist úr 29 prósentum í 31 prósent. 18 prósent Ameríkana telja nú að falskar ásakanir um kynferðisofbeldi séu stærra vandamál en árásir sem eru ekki tilkynntar. Í nóvember á síðasta ári var hlutfallið 13 prósent. Samhliða þessu eru margir þeirra karla sem tóku sér hlé frá sviðsljósinu í kjölfar ásakana að snúa aftur. Louis C.K og Aziz Ansari hafa báðir nýlega komið óvænt fram á grínklúbbnum Comedy Cellar í New York. Viðbrögð áhorfenda voru misjöfn og brugðu eigendurnir á það ráð að innleiða nýja stefnu um að áhorfendur mættu yfirgefa salinn og fá endurgreitt ef einhver stigi á stokk sem fólki þyki ekki eiga þar erindi. Brett Kavanaugh var staðfestur í embætti hæstaréttardómara þrátt fyrir fjölda ásakana um óviðeigandi hegðun og kynferðisofbeldi. Hér á landi hafa Atli Rafn Sigurðarson og Stefán Hallur Stefánsson báðir tekið aftur til starfa hjá Þjóðleikhúsinu. „En er það endilega bakslag?“ spyr Gyða Margrét. „Hvernig ætlum við að bregðast við þeim sem áreita kynferðislega? Það er í raun spurning sem mér finnst vera algjörlega ósvarað.“MeToo og Hrunið Gyða Margrét segir að í kennslu við HÍ hafi komið upp umræða þar sem nemendur báru viðbrögð við MeToo saman við viðbrögð við hruni bankanna 2008. „Nemendur mínir voru að bera það saman við viðbrögð við hruni bankanna. Það var sérstakur saksóknari og rannsóknarnefnd og svo framvegis og miðað við umfang MeToo þá getur maður velt fyrir sér, var ekki þörf á sterkari viðbrögðum?“ spyr Gyða Margrét. Hún bætir við að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi lagt áherslu á viðbrögð og viðbragðsáætlanir.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á MeToo viðburði í Borgarleikhúsinu í desember 2017.Fréttablaðið/Stefán„Í samanburði við viðbrögðin við hruninu, ef við tökum það sem dæmi, þá er þetta auðvitað miklu veikari viðbrögð. Það er ekkert fjármagn sem fylgir þessum viðbrögðum.“ Gyða Margrét segir að ótrúleg fjöldasamstaða hafi birst í frásögnum íslenskra kvenna. „Flestir hóparnir tengdust starfsgreinum og þó að hóparnir tengist ekki starfsgreinum þá koma fram sögur af vettvangi vinnunnar. Ef maður hugsar bara, er þetta eitthvað sem konur eru að upplifa í störfum sínum svona reglulega þá getur maður velt því fyrir sér hvort það þurfi ekki að bregðast við með meira afgerandi hætti.“ Hún segir einnig áhugavert að bera viðbrögð hérlendis saman við viðbrögðin í Bandaríkjunum. „Því það sem fylgdi þá MeToo var Time‘s up og þar eru konur að aðstoða aðrar konur ef þær vilja fara í málsókn og eitthvað slíkt. Við getum velt fyrir okkur, hér erum við með opinbert jafnréttisbatterí og það sem við köllum „femókrata“ femínísta sem starfa innan stofnana og ráðuneyta og hjá Reykjavíkurborg og svo framvegis. Þá er spurning hvar er grasrótin núna? Hún var mjög virk þegar MeToo var í algleymingi en þá er spurning hvort að konur séu kannski að leggja traust sitt svolítið á þessar stofnanir og hvort þær standi undir því trausti eða hvort það sé þörf á því að MeToo sé fylgt eftir með einhverjum hætti á grasrótarleveli.“Þarf grasrótin þá að taka aftur við sér? „Það er ein af þeim spurningum sem við getum velt upp ef við erum að velta fyrir okkur hver áhrifin verða af MeToo. Munu stjórnvöld bregðast við með viðunandi hætti og hvert verður framhaldið? Þarf hugsanlega að halda baráttunni áfram með virkari hætti?“Orðalag um breytingar á störfum Stefáns Jónssonar og Stefáns Halls Stefánssonar við Listaháskóla Íslands var ekki nægilega skýrt í upprunalegum texta fréttarinnar. Fréttin hefur nú verið uppfærð með tilliti til þessa. Fréttaskýringar MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent
Þann 15. október árið 2017 skrifaði leikkonan Alyssa Milano færslu á Twitter þar sem hún bað fylgjendur sína sem höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi að svara með orðunum „me too“ eða ég líka. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem #MeToo var notað til að vekja athygli á kynferðisofbeldi, en þetta var í fyrsta sinn sem það náði flugi. Sólarhring seinna höfðu rúmlega 500 þúsund manns svarað kallinu. Hér á landi fóru konur einnig að stíga fram. Hátt í sex þúsund konur rituðu nafn sitt við undirskriftarlista og kröfðust þess að fá að vinna í friði frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Níu hundruð sögur fylgdu undirskriftalistunum. Dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands telur að MeToo hafi orðið til þess að konur hafi áttað sig betur á því að ýmislegt óþægilegt sem þær hafi orðið fyrir í gegnum tíðina hafi í raun verið kynferðisofbeldi og segir mörgum spurningum ósvarað.Me too.— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) October 15, 2017 Askja Pandóru opnast Dagana áður en Alyssa Milano birti færslu sína hafði fjöldi kvenna stigið fram og sakað einn farsælasta kvikmyndaframleiðanda allra tíma, Harvey Weinstein, um kynferðisofbeldi og að hafa komið í veg fyrir framgang þeirra í kvikmyndaiðnaðinum ef þær reyndu að neita honum. Talað var um að hegðun Weinstein væri verst geymda leyndarmálið í Hollywood og í kjölfarið opnaðist flóðgátt af sögum kvenna af áreitni og ofbeldi. Weinstein var fyrsta, og ef til vill eitt versta dæmið. Í kjölfarið fylgdu ásakanir um að grínistinn Louis C.K. hefði sýnt af sér ósæmilega kynferðislega hegðun, og gekkst hann við ásökununum. Óskarsverðlaunaleikarinn Kevin Spacey var sakaður um að hafa svo árum skiptir brotið gegn tugum karlmanna. Morgan Freeman, Luc Besson, Aziz Ansari, Ryan Seacrest, James Franco, Danny Masterson, Dustin Hoffman, Steven Seagal, Geoffrey Rush, Matt Lauer, Al Franken, Charlie Rose, Jeffrey Tambor, Ben Affleck, Oliver Stone, Andy Dick, Jeremy Piven, Brett Ratner, Russell Simmons, Ed Westwick og George Bush eldri voru meðal þeirra sem voru sakaðir um kynferðislega áreitni, ósæmilega kynferðislega tilburði eða nauðgun. Ásakanir Dylan Farrow á hendur föður sínum Woody Allen spruttu aftur upp í umræðunni, sem og gömul mál gegn Bill Cosby og rapparanum R. Kelly og þrálátur orðrómur um að barnaníðingshringur sé starfræktur í Hollywood.Í Svíþjóð fóru hópar kvenna úr atvinnulífinu að hópa sig saman og birta yfirlýsingar þar sem þær lýstu reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. Fyrst riðu tæplega 600 leikkonur á vaðið og á eftir fylgdu rúmlega 4400 konur úr sænska dómskerfinu og seinna um tvö þúsund sænskar tónlistarkonur. Eins og svo oft áður tóku Íslendingar frændur sína á Norðurlöndunum sér til fyrirmyndar og fljótt fóru að birtast yfirlýsingar íslenskra kvenna úr hinum ýmsu stéttum. Sláandi frásagnir kvenna úr sviðslistum vöktu sérstaklega mikla athygli, sem og sögur kvenna af sviði stjórnmála, úr heilbrigðisgeiranum og kvenna af erlendum uppruna. Á endanum voru íslensku hóparnir sextán talsins, hátt í sex þúsund konur skrifuðu undir og hátt í níu hundruð frásagnir fylgdu listunum. Í byrjun desember í fyrra var settur upp leiklestur á íslenskum MeToo sögum í Borgarleikhúsinu þar sem þjóðþekktar konur komu saman og lásu upp frásagnir kynsystra sinna.Rauði þráðurinn vitundarvakning kvenna Gyða Margrét Pétursdóttir, dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands, hefur ásamt Önnudís Rúdólfsdóttur, dósents á menntavísindasviði, greint allar frásagnir íslenskra kvenna sem komu fram í MeToo byltingunni. Hún segir að rauði þráðurinn í sögunum hafi verið að konur hafi áttað sig á að það sem konur höfðu áður talið óþægileg atvik, hafi í raun verið alvarleg. Það hafi gerst þegar aðrar konur stigu fram og sögðu frá sambærilegu atviki en kölluðu það réttu nafni – áreitni og ofbeldi. Hún segir jafnframt að lykilatvik í upprisu MeToo hér á landi hafi verið bakþankar Telmu Tómasson, fréttaþular á Stöð 2, þar sem Telma greindi frá ofbeldi sem hún hafði orðið fyrir. „Þar er að koma fram kona sem er þekkt andlit úr fjölmiðlum og hefur ákveðið samfélagslegt vald í ljósi þeirrar stöðu. Þetta varð síðan svolítið leiðarstef því í kjölfarið komu frásagnir stjórnmálakvenna og þær komu síðan fram í kastljósþætti, þvert á flokka. Þar á meðal var Áslaug Arna sem lýsti þessu sama. Hún var tvístígandi hvort hún ætti að vera að tengja sig þessari baráttu og taka þar með áhættuna á því að verða „þessi kona“ þó hún hafi ekki orðað það með þeim hætti,“ segir Gyða Margrét í samtali við Vísi.Gyða Margrét Pétursdóttir, dósent í kynjafræði við HÍ.Nafnleysi sýndi að vandamálið væri kerfislægt Hún segir að hugmyndin um fórnarlamb hafi, á vissan hátt, orðið einkaeign ákveðins hóps. Fólk hafi ekki tengt við orðið nema það ætti sér ekki viðreisnar von í samfélaginu. „Þannig að þegar konur með einhverja stöðu, þekkt andlit, þegar þær stíga fram þá eru miklu fleiri konur sem eru tilbúnar að horfast í augu við þessa reynslu. Í mínum augum var það svolítið lykillinn.“ Gyða Margrét telur einnig að nafnleysi gerenda í frásögnum íslenskra kvenna hafi gert það að verkum að fólk horfði á vandamálið sem kerfislægt, í stað þess að benda á fólk. Þegar fólk sé nafngreint sé hætt á að athyglin beinist að einstaklingum og bendir í því samhengi á mál Kristins Sigurjónssonar, fráfarandi lektors við HR. „Þá fer málið alltaf að snúast um þennan einstakling. Við sjáum það líka, hverjir voru það sem voru nafngreindir í MeToo? Það voru allavega ekki þeir karlar sem hafa hvað mest völdin í samfélaginu. En engu að síður kannski þekkt andlit sem vekja áhuga fólks. Hættan við nafngreiningu er að, eins og við þekkjum, að þeir sem hafa hvað mestu völdin í samfélaginu, þeir hafa mestu bjargirnar til að komast frá kastljósi fjölmiðlanna og hafa ýmsan stuðning í kringum sig sem valdaminni karlar hafa ekki. Þannig að það er svo margt áhugavert í þessu.“ Það kom fljótt í ljós að MeToo átti að vera öðruvísi en aðrar vitundavakningar sem komu á undan. Nú átti ekki að ýta hlutunum á undan sér heldur var sökudólgunum bolað burt. Harvey Weinstein var rekinn frá Weinstein Company og látinn fjúka úr Óskarsakademíunni. Fólkið sem rauf þögnina var kosið manneskja ársins hjá tímaritinu Time. Louis C.K. var ekki lengur velkominn á svið að flytja uppistand og það sama mátti segja um Aziz Ansari. James Franco mætti ekki á Óskarsverðlaunahátíðina, hvar kvikmynd hans The Disaster Artist, var tilnefnd til verðlauna. Leslie Moonves steig til hliðar sem forstjóri CBS samsteypunnar og þegar Asia Argento, einn forsprakki MeToo hreyfingarinnar, var sökuð um kynferðisofbeldi var hún einnig látin fjúka. Bæði úr hópi vinkvenna sinna í hreyfingunni sem og starfi sínu í X-Factor á Ítalíu.Breytingar á Íslandi Þessi þróun átti sér einnig stað hér á landi. Leikarinn Atli Rafn Sigurðarson var rekinn úr Borgarleikhúsinu viku fyrir frumsýningu á jólasýningunni Medeu vegna kvartana sem höfðu borist leikhússtjóranum. Þórir Sæmundsson var sömuleiðis rekinn frá Þjóðleikhúsinu vegna þess að hann sendi samstarfskonu sinni á menntaskólaaldri typpamyndir. Þá voru breytingar gerðar á störfum Stefán Jónsson við Listaháskóla Íslands og Stefán Hallur Stefánsson hætti að taka að sér stundakennslu við skólann. Jakob Már Ásmundsson hætti í stjórn Arion Banka vegna óviðeigandi hegðunar á skemmtun á vegum bankans. Fjölmiðlamaðurinn Hjörtur Hjartarson hætti störfum hjá Sýn í kjölfar atviks á HM í knattspyrnu í Rússlandi og í yfirlýsingu sem hópur fjölmiðlakvenna sendi frá sér vegna málsins var skorað á yfirmenn Sýnar og annarra fjölmiðla að „fylgja eftir fögrum fyrirheitum #MeToo.“ Nýjustu dæmin eru eflaust ásakanir á hendur Orra Páli Dýrasyni, trommara Sigur Rósar, sem urðu til þess að hann hætti í sveitinni. Þá er rétt rúmur mánuður síðan Bjarna Má Júlíussyni var vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna.Christine Blasey Ford kemur fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings.Getty/Win McNameeInnblásin af Christine Blasey Ford Konan sem sakaði Orra Pál um kynferðisofbeldi sagðist hafa stigið fram í kjölfar þess að hafa horft á Christine Blasey Ford tala um kynferðisofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af höndum Brett Kavanaugh, nýjasta hæstaréttardómara Bandaríkjanna, landsins sem ól af sér bæði Harvey Weinstein og MeToo. Síðasta mánudag, þegar ár var liðið síðan hún bað konur að svara sér ef þær höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi, birti leikkonan Alyssa Milano færslu á Twitter. Hún birti myndband þar sem hún var ein í mynd í rúmlega fjórar mínútur. Hún ávarpaði dóttur sína, Elizabellu, sem er þriggja ára. Hún sagðist hafa beðið konur að stíga fram vegna þess að hún óttaðist um framtíð dóttur sinnar. „Á kjördag mun ég kjósa eins og mín réttindi, ykkar réttindi og réttindi dóttur minnar séu undir. Vegna þess að þau eru það,“ stendur undir myndbandinu. Kosningar eru framundan í Bandaríkjunum í nóvember og síðustu ár hafa flokkadrættir orðið skýrari og haft meiri áhrif á skoðanir almennings á hinum ýmsu málefnum, þar á meðal MeToo.One year ago I recorded this for my daughter, explaining why I shared my story of sexual assault. I never expected to release it publicly. Now, I feel it's too important not to share. #MeTooDear Elizabella,I love you so. I will fight so you don't have to.Love, mama pic.twitter.com/TYk5XXFksY— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) October 15, 2018 Samkvæmt könnunum sem YouGov gerði fyrir The Economist er almenningsálit á MeToo að breytast. Bakslagið er að koma. Í nóvember í fyrra töldu 28 prósent svarenda að karlmenn sem höfðu áreitt konur kynferðislega á vinnustað fyrir 20 árum síðan ættu að halda vinnunni. Í dag er talan 36 prósent. Hlutfall þeirra sem telja að kvartanir kvenna vegna kynferðislegrar áreitni skapi meiri vandamál en þær leysa hefur aukist úr 29 prósentum í 31 prósent. 18 prósent Ameríkana telja nú að falskar ásakanir um kynferðisofbeldi séu stærra vandamál en árásir sem eru ekki tilkynntar. Í nóvember á síðasta ári var hlutfallið 13 prósent. Samhliða þessu eru margir þeirra karla sem tóku sér hlé frá sviðsljósinu í kjölfar ásakana að snúa aftur. Louis C.K og Aziz Ansari hafa báðir nýlega komið óvænt fram á grínklúbbnum Comedy Cellar í New York. Viðbrögð áhorfenda voru misjöfn og brugðu eigendurnir á það ráð að innleiða nýja stefnu um að áhorfendur mættu yfirgefa salinn og fá endurgreitt ef einhver stigi á stokk sem fólki þyki ekki eiga þar erindi. Brett Kavanaugh var staðfestur í embætti hæstaréttardómara þrátt fyrir fjölda ásakana um óviðeigandi hegðun og kynferðisofbeldi. Hér á landi hafa Atli Rafn Sigurðarson og Stefán Hallur Stefánsson báðir tekið aftur til starfa hjá Þjóðleikhúsinu. „En er það endilega bakslag?“ spyr Gyða Margrét. „Hvernig ætlum við að bregðast við þeim sem áreita kynferðislega? Það er í raun spurning sem mér finnst vera algjörlega ósvarað.“MeToo og Hrunið Gyða Margrét segir að í kennslu við HÍ hafi komið upp umræða þar sem nemendur báru viðbrögð við MeToo saman við viðbrögð við hruni bankanna 2008. „Nemendur mínir voru að bera það saman við viðbrögð við hruni bankanna. Það var sérstakur saksóknari og rannsóknarnefnd og svo framvegis og miðað við umfang MeToo þá getur maður velt fyrir sér, var ekki þörf á sterkari viðbrögðum?“ spyr Gyða Margrét. Hún bætir við að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi lagt áherslu á viðbrögð og viðbragðsáætlanir.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á MeToo viðburði í Borgarleikhúsinu í desember 2017.Fréttablaðið/Stefán„Í samanburði við viðbrögðin við hruninu, ef við tökum það sem dæmi, þá er þetta auðvitað miklu veikari viðbrögð. Það er ekkert fjármagn sem fylgir þessum viðbrögðum.“ Gyða Margrét segir að ótrúleg fjöldasamstaða hafi birst í frásögnum íslenskra kvenna. „Flestir hóparnir tengdust starfsgreinum og þó að hóparnir tengist ekki starfsgreinum þá koma fram sögur af vettvangi vinnunnar. Ef maður hugsar bara, er þetta eitthvað sem konur eru að upplifa í störfum sínum svona reglulega þá getur maður velt því fyrir sér hvort það þurfi ekki að bregðast við með meira afgerandi hætti.“ Hún segir einnig áhugavert að bera viðbrögð hérlendis saman við viðbrögðin í Bandaríkjunum. „Því það sem fylgdi þá MeToo var Time‘s up og þar eru konur að aðstoða aðrar konur ef þær vilja fara í málsókn og eitthvað slíkt. Við getum velt fyrir okkur, hér erum við með opinbert jafnréttisbatterí og það sem við köllum „femókrata“ femínísta sem starfa innan stofnana og ráðuneyta og hjá Reykjavíkurborg og svo framvegis. Þá er spurning hvar er grasrótin núna? Hún var mjög virk þegar MeToo var í algleymingi en þá er spurning hvort að konur séu kannski að leggja traust sitt svolítið á þessar stofnanir og hvort þær standi undir því trausti eða hvort það sé þörf á því að MeToo sé fylgt eftir með einhverjum hætti á grasrótarleveli.“Þarf grasrótin þá að taka aftur við sér? „Það er ein af þeim spurningum sem við getum velt upp ef við erum að velta fyrir okkur hver áhrifin verða af MeToo. Munu stjórnvöld bregðast við með viðunandi hætti og hvert verður framhaldið? Þarf hugsanlega að halda baráttunni áfram með virkari hætti?“Orðalag um breytingar á störfum Stefáns Jónssonar og Stefáns Halls Stefánssonar við Listaháskóla Íslands var ekki nægilega skýrt í upprunalegum texta fréttarinnar. Fréttin hefur nú verið uppfærð með tilliti til þessa.