Dramatískur hápunktur First Man byggður á óskhyggju en ekki staðreyndum Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2018 00:01 Kvikmynd Óskarsverðlaunaleikstjórans Damien Chazelle um ævi Neil Armstrong er komin í kvikmyndahús. Universal Pictures Ein af athyglisverðustu myndum ársins, First Man, var frumsýnd í kvikmyndahúsum hér á landi í síðustu viku. Myndin segir frá fullorðinsárum Neil Armstrong, bandaríska geimfarans sem var fyrsti maðurinn til að stíga fæti tunglið. Myndin er langt því frá að vera hefðbundin. Hún einblínir nær eingöngu á hvaða áhrif metnaðarfull geimferðaáætlun Bandaríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar hafði á geimfarana sjálfa og fjölskyldur þeirra. Geimferðirnar eru ekki sýndar í of miklum dýrðarljóma heldur fær áhorfandi að sjá hversu hættulegur þær voru fyrir geimfarana. Í myndinni er reynt að skyggnast inn í hugarheim hins hægláta Neil Armstrong sem var ekki mikið fyrir sviðsljósið og gaf yfirleitt ekki mikið af sér. Hann veitti þó rithöfundinum James R. Hansen leyfi til að rita ævisögu sína sem kom út árið 2005 undir heitinu First Man: The Life of Neil A. Armstrong og er myndin byggð á þeirri bók.Hápunktur myndarinnar er nokkuð dramatískur en í þessari grein verður skyggnst á bak við sannleiksgildi þess sem kemur fram á þeirri stund í myndinni. Lesendur sem vilja ekki ítarlegar upplýsingar um myndina áður en þeir sjá hana ættu að hætta lestri hér.Leikarinn Ryan Gosling fer með hlutverk Neil Armstrong í First man. Fylgst er með störfum hans fyrir bandarísku geimferðastofnunina, NASA, og allar þær fórnir sem voru færðar til að koma manni á tunglið. Margir félagar hans létu lífið í hörmulegum slysum þegar þeir voru annað hvort við flugprófanir eða á leið út í geim. Sjálfur komst Armstrong í hann krappan nokkrum sinnum við prófanir. En það var ekki stærsti harmur geimfarans. Dóttir Armstrong og eiginkonu hans Janet, leikin af Claire Foy, lést aðeins tveggja ára gömul úr heilaæxli og sem hafði djúpstæð áhrif á hjónin. Í myndinni kemur fram að Neil vildi sem minnst tala um dóttur sína eða aðra harmleiki sem hann upplifði. Eina skiptið sem hann lætur einhvern harm í ljós er þegar hann lokar sig af inni í herbergi eftir útför dóttur sinnar og brotnar niður. Hann sekkur sér í vinnu við að koma manni á tunglið, sem reynist verða hann sjálfur. Þegar komið er á tunglið og hann og Buzz Aldrin hafa safnað sýnum stendur Neil Armstrong á barmi gígs og heldur á armbandi sem merkt er dóttur hans Karen. Hann fellir tár á meðan hann hugsar til dóttur sinnar og lætur síðan armbandið falla í gíginn.Ryan Gosling leikur Neil Armstrong í þessari mynd.UniversalÞað sem er vert að vita er að engar sannanir eru fyrir því að Armstrong hefði átt þessa tilfinningaþrungnu stund á tunglinu. Vitað er að hann fór einn síns liðs að gígnum, en ekki er vitað hvað hann gerði þar. Í ævisögu hans kom fram að Armstrong hefði tekið með sér nokkra hluti á tunglið, þar á á meðal grip til minningar um fallna félaga, skartgripi frá eiginkonu sinni og hluta úr flugvél Wright-bræðranna. „Ég tók ekkert annað fyrir sjálfan mig,“ hafði Hansen eftir Armstrong í ævisögunni. Hansen hafði einnig eftir þáverandi eiginkonu hans, Janet, að hún hefði verið frekar sorgmædd þegar hún komst að því að Armstrong hefði ekki tekið neitt frá drengjunum þeirra tveimur eða dóttur þeirra Karen.Josh Singer, handritshöfundur myndarinnar, segir í samtali við vefinn Screencrush að hann hefði tekið sér skáldaleyfi þegar hann skrifaði þetta atriði myndarinnar. Hann bætir við að hugmyndin kom í raun frá James Hansen sjálfum sem vildi trúa því að Armstrong hefði tekið eitthvað með sér til tunglsins til minningar um dóttur sína.Washington Post bendir á að í myndinni er Armstrong sýndur sem agaður og óhrifnæmur flugmaður sem lætur ekkert hafa áhrif á sig. Eina sem skiptir máli í hans augum er verkefnið sem er fyrir höndum og vandamálin sem þarf að leysa til að komast til tunglsins.Ryan Gosling og Claire Foy sem Neil og Janet Armstrong.UniversalÞað sem gerir hann hins vegar mannlegan í myndinni er sorgin sem hann ber vegna dauða dóttur hans. Josh Singer segir að hann hefði aldrei skrifað þetta atriði ef ekki væri fyrir ósk ævisagnaritarans þess efnis að Armstrong hefði minnst dóttur sinnar á einhvern hátt á tunglinu. Blaðamaður Screencrush segir að það sé vissulega mögulegt að Armstrong hafi einmitt gert það, en engar sannanir séu fyrir því aðrar en óskhyggja ævisagnaritarans. Til er mynd sem Buzz Aldrin tók af Neil Armstrong þegar þeir voru komnir aftur inn í tunglferjuna. Þar má sjá Armstrong tárvotan en sjálfur sagði hann um ljósmyndina að hann um hefði verið að ræða gleðitár yfir því að förin hefði heppnast og fegurðina sem þeir höfðu orðið vitni að við að sjá jörðina frá tunglinu.Neil Armstrong í tunglferjunni.Vísir/GettyLeikstjóri myndarinnar er Damien Chazelle sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir leikstjórn á myndinni La La Land, þar sem Ryan Gosling var í aðalhlutverki ásamt Emmu Stone. Stiklu úr First Man má sjá hér fyrir neðan: Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Ein af athyglisverðustu myndum ársins, First Man, var frumsýnd í kvikmyndahúsum hér á landi í síðustu viku. Myndin segir frá fullorðinsárum Neil Armstrong, bandaríska geimfarans sem var fyrsti maðurinn til að stíga fæti tunglið. Myndin er langt því frá að vera hefðbundin. Hún einblínir nær eingöngu á hvaða áhrif metnaðarfull geimferðaáætlun Bandaríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar hafði á geimfarana sjálfa og fjölskyldur þeirra. Geimferðirnar eru ekki sýndar í of miklum dýrðarljóma heldur fær áhorfandi að sjá hversu hættulegur þær voru fyrir geimfarana. Í myndinni er reynt að skyggnast inn í hugarheim hins hægláta Neil Armstrong sem var ekki mikið fyrir sviðsljósið og gaf yfirleitt ekki mikið af sér. Hann veitti þó rithöfundinum James R. Hansen leyfi til að rita ævisögu sína sem kom út árið 2005 undir heitinu First Man: The Life of Neil A. Armstrong og er myndin byggð á þeirri bók.Hápunktur myndarinnar er nokkuð dramatískur en í þessari grein verður skyggnst á bak við sannleiksgildi þess sem kemur fram á þeirri stund í myndinni. Lesendur sem vilja ekki ítarlegar upplýsingar um myndina áður en þeir sjá hana ættu að hætta lestri hér.Leikarinn Ryan Gosling fer með hlutverk Neil Armstrong í First man. Fylgst er með störfum hans fyrir bandarísku geimferðastofnunina, NASA, og allar þær fórnir sem voru færðar til að koma manni á tunglið. Margir félagar hans létu lífið í hörmulegum slysum þegar þeir voru annað hvort við flugprófanir eða á leið út í geim. Sjálfur komst Armstrong í hann krappan nokkrum sinnum við prófanir. En það var ekki stærsti harmur geimfarans. Dóttir Armstrong og eiginkonu hans Janet, leikin af Claire Foy, lést aðeins tveggja ára gömul úr heilaæxli og sem hafði djúpstæð áhrif á hjónin. Í myndinni kemur fram að Neil vildi sem minnst tala um dóttur sína eða aðra harmleiki sem hann upplifði. Eina skiptið sem hann lætur einhvern harm í ljós er þegar hann lokar sig af inni í herbergi eftir útför dóttur sinnar og brotnar niður. Hann sekkur sér í vinnu við að koma manni á tunglið, sem reynist verða hann sjálfur. Þegar komið er á tunglið og hann og Buzz Aldrin hafa safnað sýnum stendur Neil Armstrong á barmi gígs og heldur á armbandi sem merkt er dóttur hans Karen. Hann fellir tár á meðan hann hugsar til dóttur sinnar og lætur síðan armbandið falla í gíginn.Ryan Gosling leikur Neil Armstrong í þessari mynd.UniversalÞað sem er vert að vita er að engar sannanir eru fyrir því að Armstrong hefði átt þessa tilfinningaþrungnu stund á tunglinu. Vitað er að hann fór einn síns liðs að gígnum, en ekki er vitað hvað hann gerði þar. Í ævisögu hans kom fram að Armstrong hefði tekið með sér nokkra hluti á tunglið, þar á á meðal grip til minningar um fallna félaga, skartgripi frá eiginkonu sinni og hluta úr flugvél Wright-bræðranna. „Ég tók ekkert annað fyrir sjálfan mig,“ hafði Hansen eftir Armstrong í ævisögunni. Hansen hafði einnig eftir þáverandi eiginkonu hans, Janet, að hún hefði verið frekar sorgmædd þegar hún komst að því að Armstrong hefði ekki tekið neitt frá drengjunum þeirra tveimur eða dóttur þeirra Karen.Josh Singer, handritshöfundur myndarinnar, segir í samtali við vefinn Screencrush að hann hefði tekið sér skáldaleyfi þegar hann skrifaði þetta atriði myndarinnar. Hann bætir við að hugmyndin kom í raun frá James Hansen sjálfum sem vildi trúa því að Armstrong hefði tekið eitthvað með sér til tunglsins til minningar um dóttur sína.Washington Post bendir á að í myndinni er Armstrong sýndur sem agaður og óhrifnæmur flugmaður sem lætur ekkert hafa áhrif á sig. Eina sem skiptir máli í hans augum er verkefnið sem er fyrir höndum og vandamálin sem þarf að leysa til að komast til tunglsins.Ryan Gosling og Claire Foy sem Neil og Janet Armstrong.UniversalÞað sem gerir hann hins vegar mannlegan í myndinni er sorgin sem hann ber vegna dauða dóttur hans. Josh Singer segir að hann hefði aldrei skrifað þetta atriði ef ekki væri fyrir ósk ævisagnaritarans þess efnis að Armstrong hefði minnst dóttur sinnar á einhvern hátt á tunglinu. Blaðamaður Screencrush segir að það sé vissulega mögulegt að Armstrong hafi einmitt gert það, en engar sannanir séu fyrir því aðrar en óskhyggja ævisagnaritarans. Til er mynd sem Buzz Aldrin tók af Neil Armstrong þegar þeir voru komnir aftur inn í tunglferjuna. Þar má sjá Armstrong tárvotan en sjálfur sagði hann um ljósmyndina að hann um hefði verið að ræða gleðitár yfir því að förin hefði heppnast og fegurðina sem þeir höfðu orðið vitni að við að sjá jörðina frá tunglinu.Neil Armstrong í tunglferjunni.Vísir/GettyLeikstjóri myndarinnar er Damien Chazelle sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir leikstjórn á myndinni La La Land, þar sem Ryan Gosling var í aðalhlutverki ásamt Emmu Stone. Stiklu úr First Man má sjá hér fyrir neðan:
Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira