Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2018 12:33 Shohrat Zakir, ríkisstjóri Xinjiang i Kína. AP/Ng Han Guan Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútímavísindi. Þetta segir ríkisstjórinn Shohrat Zakir í grein sem birtist í ríkismiðlinum Xinhua News Agency. Þar segir að aðlögun Úígúra og annarra minnihlutahópa sé mjög mikilvæg. Talið er að minnst milljón manns sem tilheyri Úígúrum, sem eru íslamstrúar, og öðrum minnihlutahópum séu í haldi yfirvalda í áðurnefndum búðum, án dóms og laga.„Þjálfunarbúðir“ ekki fangabúðir Zakir segir þó að um valkvæða og ókeypis veru í „þjálfunarbúðum“ sé að ræða. Verið sé að kenna fólki hæfileika sem geta nýst þeim í leit að störfum og öðru. Hann segir fólkið fá laun frá ríkinu fyrir veruna í búðunum og að þau fái ókeypis mat og gistingu. Fólk sem hefur komið úr þessum búðum hefur, samkvæmt AP fréttaveitunni, sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og að lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er verkamannaflokkinn.Fólk er sagt hafa lent í búðum þessum fyrir að biðja á almannafæri. Heimsækja erlenda vefsíðu eða taka á móti símtali erlendis frá. Mannréttindasamtök segja troðið á réttindum fólks og það fái ekki einu sinni aðgang að lögfræðingum. Zakir segir búðirnar ætlaðar fólki sem hafi framið „minniháttar glæpi“ og segir aðgerðirnar í takt við lög Kína varðandi hryðjuverk. Hann segir aðbúnað til fyrirmyndar. Fólk fái líkamsrækt, næringarríkan mat og herbergi þeirra séu útbúin sjónvörpum, sturtum og loftræstingu.Átta menn læstir í litlu herbergi Omir Bekali var í einum af umræddum búðum. Hann segir að hann hafi verið í haldi með um 40 öðrum og að búðirnar hafi verið vel varðar af hermönnum. Hann og sjö aðrir voru læstir inn í herbergi á kvöldin þar sem þeir deildu rúmum og einu klósetti. Þar að auki hafi myndavélar verið í herberginu og á baðinu og þeir hafi sjaldan fengið að fara í bað. Þá var þeim gert að kalla „Þökkum flokknum. Þökkum móðurlandinu“ ítrekað áður en þau fengu að borða. Bekali segir að kennslustundir hafi einnig farið fram og þá hafi þeim verið sagt að þjóðflokkur þeirra hefði verið vanþróaður áður en þau hefðu verið „frelsuð“ af Verkamannaflokknum á sjötta áratug síðustu aldar. Hann segir að fólki hafi verið refsað fyrir að streitast á móti og að fólk sem fylgdi „þjálfuninni“ hafi fengið betri herbergi til að vera í. Zakir segir aftur á móti í áðurnefndri grein að verið sé að bjarga fólkinu frá fátækt, og þar af leiðandi áhrifum hryðjuverkamanna, og að verið sé að setja þau á braut í átt að nútímanum. Tengdar fréttir Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55 Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar Yfirvöld Kína segja rangt að Kínverjum sem tilheyra úígúra-minnihlutahópnum og eru íslamstrúar sé haldið í fangabúðum í massavís. 13. ágúst 2018 16:57 Safna lífsýnum og fingraförum allra íbúa héraðsins Kíversk yfirvöld eru nú að safna DNA-sýnum, fingraförum og öðrum lífsýnum úr hverjum einasta íbúa í héraðinu Xinjiang á aldrinum 12 til 65 ára. 13. desember 2017 08:14 Kínverjar sakaðir um að halda milljón Úíghúrum í leynilegum fangabúðum SÞ segir trúverðugar heimildir um að fólki hafi verið haldið í pólitískum innrætingarbúðum. 11. ágúst 2018 12:10 Bachelet hjólar beint í Kína í fyrstu ræðu sinni í nýju starfi Michelle Bachelet, nýr mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, nýtti fyrstu ræðu sína í nýju starfi í gær til að kalla eftir því að kínverska ríkisstjórnin heimilaði eftirlitsmönnum að rannsaka ásakanir um að Kínverjar héldu allt að milljón Uyghurum gegn vilja sínum í heilaþvottarbúðum í Xinjiang. 11. september 2018 07:00 Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútímavísindi. Þetta segir ríkisstjórinn Shohrat Zakir í grein sem birtist í ríkismiðlinum Xinhua News Agency. Þar segir að aðlögun Úígúra og annarra minnihlutahópa sé mjög mikilvæg. Talið er að minnst milljón manns sem tilheyri Úígúrum, sem eru íslamstrúar, og öðrum minnihlutahópum séu í haldi yfirvalda í áðurnefndum búðum, án dóms og laga.„Þjálfunarbúðir“ ekki fangabúðir Zakir segir þó að um valkvæða og ókeypis veru í „þjálfunarbúðum“ sé að ræða. Verið sé að kenna fólki hæfileika sem geta nýst þeim í leit að störfum og öðru. Hann segir fólkið fá laun frá ríkinu fyrir veruna í búðunum og að þau fái ókeypis mat og gistingu. Fólk sem hefur komið úr þessum búðum hefur, samkvæmt AP fréttaveitunni, sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og að lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er verkamannaflokkinn.Fólk er sagt hafa lent í búðum þessum fyrir að biðja á almannafæri. Heimsækja erlenda vefsíðu eða taka á móti símtali erlendis frá. Mannréttindasamtök segja troðið á réttindum fólks og það fái ekki einu sinni aðgang að lögfræðingum. Zakir segir búðirnar ætlaðar fólki sem hafi framið „minniháttar glæpi“ og segir aðgerðirnar í takt við lög Kína varðandi hryðjuverk. Hann segir aðbúnað til fyrirmyndar. Fólk fái líkamsrækt, næringarríkan mat og herbergi þeirra séu útbúin sjónvörpum, sturtum og loftræstingu.Átta menn læstir í litlu herbergi Omir Bekali var í einum af umræddum búðum. Hann segir að hann hafi verið í haldi með um 40 öðrum og að búðirnar hafi verið vel varðar af hermönnum. Hann og sjö aðrir voru læstir inn í herbergi á kvöldin þar sem þeir deildu rúmum og einu klósetti. Þar að auki hafi myndavélar verið í herberginu og á baðinu og þeir hafi sjaldan fengið að fara í bað. Þá var þeim gert að kalla „Þökkum flokknum. Þökkum móðurlandinu“ ítrekað áður en þau fengu að borða. Bekali segir að kennslustundir hafi einnig farið fram og þá hafi þeim verið sagt að þjóðflokkur þeirra hefði verið vanþróaður áður en þau hefðu verið „frelsuð“ af Verkamannaflokknum á sjötta áratug síðustu aldar. Hann segir að fólki hafi verið refsað fyrir að streitast á móti og að fólk sem fylgdi „þjálfuninni“ hafi fengið betri herbergi til að vera í. Zakir segir aftur á móti í áðurnefndri grein að verið sé að bjarga fólkinu frá fátækt, og þar af leiðandi áhrifum hryðjuverkamanna, og að verið sé að setja þau á braut í átt að nútímanum.
Tengdar fréttir Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55 Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar Yfirvöld Kína segja rangt að Kínverjum sem tilheyra úígúra-minnihlutahópnum og eru íslamstrúar sé haldið í fangabúðum í massavís. 13. ágúst 2018 16:57 Safna lífsýnum og fingraförum allra íbúa héraðsins Kíversk yfirvöld eru nú að safna DNA-sýnum, fingraförum og öðrum lífsýnum úr hverjum einasta íbúa í héraðinu Xinjiang á aldrinum 12 til 65 ára. 13. desember 2017 08:14 Kínverjar sakaðir um að halda milljón Úíghúrum í leynilegum fangabúðum SÞ segir trúverðugar heimildir um að fólki hafi verið haldið í pólitískum innrætingarbúðum. 11. ágúst 2018 12:10 Bachelet hjólar beint í Kína í fyrstu ræðu sinni í nýju starfi Michelle Bachelet, nýr mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, nýtti fyrstu ræðu sína í nýju starfi í gær til að kalla eftir því að kínverska ríkisstjórnin heimilaði eftirlitsmönnum að rannsaka ásakanir um að Kínverjar héldu allt að milljón Uyghurum gegn vilja sínum í heilaþvottarbúðum í Xinjiang. 11. september 2018 07:00 Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55
Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar Yfirvöld Kína segja rangt að Kínverjum sem tilheyra úígúra-minnihlutahópnum og eru íslamstrúar sé haldið í fangabúðum í massavís. 13. ágúst 2018 16:57
Safna lífsýnum og fingraförum allra íbúa héraðsins Kíversk yfirvöld eru nú að safna DNA-sýnum, fingraförum og öðrum lífsýnum úr hverjum einasta íbúa í héraðinu Xinjiang á aldrinum 12 til 65 ára. 13. desember 2017 08:14
Kínverjar sakaðir um að halda milljón Úíghúrum í leynilegum fangabúðum SÞ segir trúverðugar heimildir um að fólki hafi verið haldið í pólitískum innrætingarbúðum. 11. ágúst 2018 12:10
Bachelet hjólar beint í Kína í fyrstu ræðu sinni í nýju starfi Michelle Bachelet, nýr mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, nýtti fyrstu ræðu sína í nýju starfi í gær til að kalla eftir því að kínverska ríkisstjórnin heimilaði eftirlitsmönnum að rannsaka ásakanir um að Kínverjar héldu allt að milljón Uyghurum gegn vilja sínum í heilaþvottarbúðum í Xinjiang. 11. september 2018 07:00
Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00