Ný íslensk/pólsk heimildarmynd keppir til verðlauna í Amsterdam Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 13:30 Úr myndinni In Touch eftir Pawel Ziemilski. Íslenska/pólska heimildarmyndin In Touch eftir Pawel Ziemilski hefur verið valin í aðalkeppni á IDFA, stærstu heimildarmyndahátíð heims, sem hófst í Amsterdam fyrr í vikunni. Í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar segir að það þyki mikill heiður að keppa til verðlauna á IDFA en árlega sækja meira en 3000 myndir um að komast að á hátíðinni, en eingöngu 80 keppa til verðlauna. Myndin er framleidd af Lukasz Dluglecki og Hauki M Hrafnsyni fyrir NUR og meðframleidd af Antoni Máni Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Myndin var tekin upp að miklu leyti hér á landi en í henni er sögð sagan af þorpinu Stare Juchy í Póllandi sem tvístrast eftir að þriðjungur íbúa þess hverfur á Íslandi. „Þeir sem eftir eru, flestir af eldri kynslóðinni, halda í vonina að börn þeirra og barnabörn snúi einn daginn til baka þrátt fyrir að hafa hafið nýtt líf hinu megin í Evrópu. Fjarlægðin á milli þeirra er mikil og ferðin er dýr, svo fjölskyldur fá ekki að faðmast eins oft og þær kjósa. Besta í stöðunni er að vera í tíðu og áköfu sambandi í gegnum Skype,“ segir í tilkynningu. Fjöldi Íslendinga kemur að gerð myndarinnar, þar á meðal kvikmyndatökumaðurinn Ásta Júlía Guðjónsdóttir og frumsamin tónlist myndarinnar er eftir Árna Val Kristinsson. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Íslenska/pólska heimildarmyndin In Touch eftir Pawel Ziemilski hefur verið valin í aðalkeppni á IDFA, stærstu heimildarmyndahátíð heims, sem hófst í Amsterdam fyrr í vikunni. Í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar segir að það þyki mikill heiður að keppa til verðlauna á IDFA en árlega sækja meira en 3000 myndir um að komast að á hátíðinni, en eingöngu 80 keppa til verðlauna. Myndin er framleidd af Lukasz Dluglecki og Hauki M Hrafnsyni fyrir NUR og meðframleidd af Antoni Máni Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Myndin var tekin upp að miklu leyti hér á landi en í henni er sögð sagan af þorpinu Stare Juchy í Póllandi sem tvístrast eftir að þriðjungur íbúa þess hverfur á Íslandi. „Þeir sem eftir eru, flestir af eldri kynslóðinni, halda í vonina að börn þeirra og barnabörn snúi einn daginn til baka þrátt fyrir að hafa hafið nýtt líf hinu megin í Evrópu. Fjarlægðin á milli þeirra er mikil og ferðin er dýr, svo fjölskyldur fá ekki að faðmast eins oft og þær kjósa. Besta í stöðunni er að vera í tíðu og áköfu sambandi í gegnum Skype,“ segir í tilkynningu. Fjöldi Íslendinga kemur að gerð myndarinnar, þar á meðal kvikmyndatökumaðurinn Ásta Júlía Guðjónsdóttir og frumsamin tónlist myndarinnar er eftir Árna Val Kristinsson.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira