Fundu nýlegan og risavaxinn loftsteinagíg undir Grænlandsjökli Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2018 16:38 Ísinn yfir gígnum er allt að kílómetra þykkur. Hann ber þess merki að eitthvað hafi raskað flæði hans verulega á pleistósentímabilinu. NASA/Cindy Starr Danskir vísindamenn hafa fundið yngsta þekkta loftsteinagíginn á jörðinni undir kílómetra þykkum ís á Grænlandi. Loftsteinagígurinn er sá fyrsti sem finnst undir jökli. Hann er svo nýlegur á jarðfræðilegan mælikvarða að hann gæti hafa myndast á síðustu ísöld. Gígurinn fannst undir Híavatajöklinum á norðvesturodda Grænlands. Hann er um þrjú hundruð metra djúpur og 31 kílómetri að þvermáli, töluvert stærri að flatarmáli en stórborgin París. Líklegt er talið að þetta sé yngsti loftsteinagígur sem fundist hefur á jörðinni en hann er á meðal þeirra 25 stærstu sem þekktir eru. Það voru vísindamenn við Náttúruminjasafnið í Kaupmannahöfn sem komust fyrst á slóð gígsins árið 2015. Þeir komu auga á stóra hringlaga dæld undir jöklinum þegar þeir fóru yfir kort bandarísku geimsvísindastofnunarinnar af Grænlandi. Mynduðu þeir tilgátu um að loftsteinn hefði myndað dældina, ekki síst í ljósi þess að stórt brot úr loftsteini sem hafði fundist nærri jöklinum var til sýnis við safnið. Í kjölfarið flaug þýsk rannsóknarflugvél yfir Híavatajökulinn með öflugum radar sem kortlagði berggrunninn undir honum og þykkt, uppbyggingu og aldur íssins árið 2016. Í ljós kom að elsti ísinn var tiltölulega ungur á grænlenskan mælikvarða og bar merki þess að hafa orðið fyrir verulegu raski, jafnvel undir lok síðustu ísaldar. Í vettvangsferðum vísindamanna að jöklinum árið 2016 og 2017 fannst bergtegundin kvarts í framburði ár sem rennur undan jöklinum. Steindirnar báru vitni um gríðarlegan árekstur í fyrndinni.Brún Híavatajökulsins er hálfhringlaga þar sem ísinn flæðir fram yfir brún gígsins.NASA/John SonntagÍsinn hefði gufað upp samstundist og haft mikil áhrif á líf og loftslag Myndin sem vísindamennirnir hafa púslað saman úr vísbendingunum er að loftsteinn, allt að kílómetra breiður, hafi skollið á jöklinum. Vísindamennirnir geta þó ekki fullyrt með vissu hvenær áreksturinn átti sér stað nákvæmlega. Líklegast lenti loftsteinninn á Grænlandi á síðasta ísaldartímabili, pleistósentímabilinu, fyrir innan við þremur milljónum ára. Mögulega átti áreksturinn sér þó stað á síðustu ísöld fyrir aðeins 12.000 til 115.000 árum. Þá er einnig talið mögulegt að lofsteinninn hafi skollið á Grænlandi þegar það var þakið ís. Ísinn þar sem loftsteinninn skall niður hefði gufað samstundis upp og vatnið endað úti í hafinu. Þannig hefði loftslag jarðar og lífið á henni orðið fyrir verulegum áhrifum, að því er kemur fram í umfjöllun Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA.New York Times segir að næstu skref vísindamanna verði að taka ískjarnasýni til að finna vísbendingar um nánari tímasetningu á árekstrinum og kanna hvernig hann hafði áhrif á loftslag jarðarinnar.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skýringarmyndband NASA á fundi loftsteinagígsins undir Híavatajöklinum á norðvesturodda Grænlands. Grænland Norðurlönd Vísindi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Danskir vísindamenn hafa fundið yngsta þekkta loftsteinagíginn á jörðinni undir kílómetra þykkum ís á Grænlandi. Loftsteinagígurinn er sá fyrsti sem finnst undir jökli. Hann er svo nýlegur á jarðfræðilegan mælikvarða að hann gæti hafa myndast á síðustu ísöld. Gígurinn fannst undir Híavatajöklinum á norðvesturodda Grænlands. Hann er um þrjú hundruð metra djúpur og 31 kílómetri að þvermáli, töluvert stærri að flatarmáli en stórborgin París. Líklegt er talið að þetta sé yngsti loftsteinagígur sem fundist hefur á jörðinni en hann er á meðal þeirra 25 stærstu sem þekktir eru. Það voru vísindamenn við Náttúruminjasafnið í Kaupmannahöfn sem komust fyrst á slóð gígsins árið 2015. Þeir komu auga á stóra hringlaga dæld undir jöklinum þegar þeir fóru yfir kort bandarísku geimsvísindastofnunarinnar af Grænlandi. Mynduðu þeir tilgátu um að loftsteinn hefði myndað dældina, ekki síst í ljósi þess að stórt brot úr loftsteini sem hafði fundist nærri jöklinum var til sýnis við safnið. Í kjölfarið flaug þýsk rannsóknarflugvél yfir Híavatajökulinn með öflugum radar sem kortlagði berggrunninn undir honum og þykkt, uppbyggingu og aldur íssins árið 2016. Í ljós kom að elsti ísinn var tiltölulega ungur á grænlenskan mælikvarða og bar merki þess að hafa orðið fyrir verulegu raski, jafnvel undir lok síðustu ísaldar. Í vettvangsferðum vísindamanna að jöklinum árið 2016 og 2017 fannst bergtegundin kvarts í framburði ár sem rennur undan jöklinum. Steindirnar báru vitni um gríðarlegan árekstur í fyrndinni.Brún Híavatajökulsins er hálfhringlaga þar sem ísinn flæðir fram yfir brún gígsins.NASA/John SonntagÍsinn hefði gufað upp samstundist og haft mikil áhrif á líf og loftslag Myndin sem vísindamennirnir hafa púslað saman úr vísbendingunum er að loftsteinn, allt að kílómetra breiður, hafi skollið á jöklinum. Vísindamennirnir geta þó ekki fullyrt með vissu hvenær áreksturinn átti sér stað nákvæmlega. Líklegast lenti loftsteinninn á Grænlandi á síðasta ísaldartímabili, pleistósentímabilinu, fyrir innan við þremur milljónum ára. Mögulega átti áreksturinn sér þó stað á síðustu ísöld fyrir aðeins 12.000 til 115.000 árum. Þá er einnig talið mögulegt að lofsteinninn hafi skollið á Grænlandi þegar það var þakið ís. Ísinn þar sem loftsteinninn skall niður hefði gufað samstundis upp og vatnið endað úti í hafinu. Þannig hefði loftslag jarðar og lífið á henni orðið fyrir verulegum áhrifum, að því er kemur fram í umfjöllun Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA.New York Times segir að næstu skref vísindamanna verði að taka ískjarnasýni til að finna vísbendingar um nánari tímasetningu á árekstrinum og kanna hvernig hann hafði áhrif á loftslag jarðarinnar.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skýringarmyndband NASA á fundi loftsteinagígsins undir Híavatajöklinum á norðvesturodda Grænlands.
Grænland Norðurlönd Vísindi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira