Donna Cruz ældi úr stressi eftir prufuna Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2018 10:30 Donna og Króli fara með stór hlutverk í myndinni. Þau Donna Cruz og Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hoppuðu bæði á tækifærið þegar þeim bauðst að leika í stórri íslenskri mynd með Kötlu Margréti Þorsteinsdóttur, Þorsteini Bachman og Birni Hlyni Haraldssyni. Kjartan Atli Kjartansson hitti þau bæði á Akranesi í Íslandi í dag á föstudaginn en þar er kvikmyndin tekin upp. „Ég fékk bara símtal um að koma í prufu og seinna var haft samband við mig að ég hefði fengið hlutverkið sem er bara mjög gaman,“ segir Króli. „Sko Gagga [Jónsdóttir, sem réði leikara í myndina] hafði semsagt samband við mig í gegnum Facebook. Ég hélt að þetta væri meira svona aukahlutverk. Svo fer ég í prufu og Silja Hauksdóttir, leikstjóri er þarna, Katla og Gagga. Ég var smá stressuð en þetta gekk rosa vel. Ég hélt kúlinu í smá stund en um leið og ég var komin út í bíl þá ældi ég úr stressi,“ segir Donna Cruz sem vakti fyrst athygli þegar hún var í samfélagsmiðlahópnum Áttunni.Þrusuleikarar Króli hefur smá reynslu úr leiklist. „Það er reyndar bara eitthvað smávægilegt. Ég lék í Bjarnfreðarson þegar ég var tíu ára sem var mjög gaman og síðan hef ég verið í Þjóðleikhúsinu sem er frekar öðruvísi sérstaklega þegar tökudagar eru orðnir frekar margir,“ segir Króli. „Þetta gengur mjög vel. Þau hafa bæði mikla reynslu í því að koma fram þó það sé ekki akkúrat með þessum hætti. Þannig að þau eru kannski ekki reynslumikil í bíóleik en er samt mjög reynslumikil og hafa mjög fjölhæfa reynslu. Svo eru þau bæði bara þrusuleikarar og skemmtileg, skapandi og klár bæði tvö.“ Titill myndarinnar er ekki ljós að svo stöddu en vinnutitillinn er Agnes Joy. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni frá því á föstudaginn. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þau Donna Cruz og Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hoppuðu bæði á tækifærið þegar þeim bauðst að leika í stórri íslenskri mynd með Kötlu Margréti Þorsteinsdóttur, Þorsteini Bachman og Birni Hlyni Haraldssyni. Kjartan Atli Kjartansson hitti þau bæði á Akranesi í Íslandi í dag á föstudaginn en þar er kvikmyndin tekin upp. „Ég fékk bara símtal um að koma í prufu og seinna var haft samband við mig að ég hefði fengið hlutverkið sem er bara mjög gaman,“ segir Króli. „Sko Gagga [Jónsdóttir, sem réði leikara í myndina] hafði semsagt samband við mig í gegnum Facebook. Ég hélt að þetta væri meira svona aukahlutverk. Svo fer ég í prufu og Silja Hauksdóttir, leikstjóri er þarna, Katla og Gagga. Ég var smá stressuð en þetta gekk rosa vel. Ég hélt kúlinu í smá stund en um leið og ég var komin út í bíl þá ældi ég úr stressi,“ segir Donna Cruz sem vakti fyrst athygli þegar hún var í samfélagsmiðlahópnum Áttunni.Þrusuleikarar Króli hefur smá reynslu úr leiklist. „Það er reyndar bara eitthvað smávægilegt. Ég lék í Bjarnfreðarson þegar ég var tíu ára sem var mjög gaman og síðan hef ég verið í Þjóðleikhúsinu sem er frekar öðruvísi sérstaklega þegar tökudagar eru orðnir frekar margir,“ segir Króli. „Þetta gengur mjög vel. Þau hafa bæði mikla reynslu í því að koma fram þó það sé ekki akkúrat með þessum hætti. Þannig að þau eru kannski ekki reynslumikil í bíóleik en er samt mjög reynslumikil og hafa mjög fjölhæfa reynslu. Svo eru þau bæði bara þrusuleikarar og skemmtileg, skapandi og klár bæði tvö.“ Titill myndarinnar er ekki ljós að svo stöddu en vinnutitillinn er Agnes Joy. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni frá því á föstudaginn.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira