Enski boltinn

Chris Smalling fer yfir það hvernig er að vera vegan fótboltamaður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Smalling.
Chris Smalling. Vísir/Getty
Chris Smalling, miðvörður Manchester United, hugsar mikið um matarræðið sitt en hann er vegan og þarf því að passa sig vel að hafa nauðsynlega orku í krefjandi starf atvinnumanns í fótbolta.

Vegan eða grænkerar eins og þessi flokkur grænmetisæta er oft kallaður á íslensku er hópur sem borðar engar dýraafurðir. Smalling sækir því alla næringu sína úr plönturíkinu og borðar því ekki kjöt, fisk, mjólkurvörur, egg eða aðrar dýraafurðir.

Chris Smalling er stoltur af þeirri siðferislegu afstöðu sinni að rangt sé að líta á dýr sem hráefni eða vörur. Hann fór yfir það með Football Focus á BBC hvernig það sé að vera vegan fótboltamaður og hvernig það fer í félagana í búningklefanum.

„Þetta hefur haft svo jákvæð áhrif á líkamann minn og hvernig mér líður þannig að ég mun vera vegan út alla ævi,“ segir Chris Smalling í viðtalinu í Football Focus.

Það var kærasta Chris Smalling, módelið Sam Cooke, sem fékk hann til að gerast vegan.

Chris Smalling segist fá sér hafragraut á morgnanna og avókadó á ristað brauð. Hann fær sér líka vegan próteinsjeik með matnum. Á leikdegi fær Chris Smalling sér oftast vegna spagettí bolognese.

Smalling segist oft frá spurningar frá liðsfélögum sínum og þar á meðal eina frá Paul Pogba. Það má finna þetta fróðlega innslag hér fyrir neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×