Subaru smíðar sinn öflugasta WRX Finnur Thorlacius skrifar 29. nóvember 2018 18:00 Impreza WRX STI hefur notið gríðarlegra vinsælda allt frá tilkomu hans árið 1994 Líklega er frægasti einstaki bíll Subaru hinn rallhæfi Impreza WRX STI. Hefur hann notið gríðarlegra vinsælda allt frá tilkomu hans árið 1994. Bíllinn hefur orðið sífellt öflugri með árunum og nú má fá grunngerð WRX með 268 hestafla vél og WRX STI með 296 hestöfl til taks. Það dugar þó ekki til að fagna 30 ára afmæli STI mótorsport deildar Subaru því þar á bæ verða smíðaðir 349 hestafla Impreza WRX STI bílar og verða þeir því öflugustu slíkir bílar sem smíðaðir hafa verið hjá Subaru og fá að auki nafnið Diamond Edition. Bílarnir fá 20 millimetra viðbótar sporvídd, öflugra fjöðrunarkerfi og meiri íburð í innréttingunni. Það versta er að aðeins verða smíðuð 30 eintök af þessum öflugu bílum og verða þeir allir seldir í S-Afríku þar sem bíllinn var þróaður af S-Afríkudeild Subaru. Með öll þessi hestöfl í farteskinu og fjórhjóladrif Subaru er bíllinn undir 5 sekúndur í hundraðið. Áfram er hámarkshraði bílsins takmarkaður við 255 km/klst. Verðið á þessum öflugustu WRX bílum sögunnar verður 56.000 dollarar, eða um 7 milljónir króna. Til fróðleiks má nefna að STI stendur fyrir Subaru Technica International. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent
Líklega er frægasti einstaki bíll Subaru hinn rallhæfi Impreza WRX STI. Hefur hann notið gríðarlegra vinsælda allt frá tilkomu hans árið 1994. Bíllinn hefur orðið sífellt öflugri með árunum og nú má fá grunngerð WRX með 268 hestafla vél og WRX STI með 296 hestöfl til taks. Það dugar þó ekki til að fagna 30 ára afmæli STI mótorsport deildar Subaru því þar á bæ verða smíðaðir 349 hestafla Impreza WRX STI bílar og verða þeir því öflugustu slíkir bílar sem smíðaðir hafa verið hjá Subaru og fá að auki nafnið Diamond Edition. Bílarnir fá 20 millimetra viðbótar sporvídd, öflugra fjöðrunarkerfi og meiri íburð í innréttingunni. Það versta er að aðeins verða smíðuð 30 eintök af þessum öflugu bílum og verða þeir allir seldir í S-Afríku þar sem bíllinn var þróaður af S-Afríkudeild Subaru. Með öll þessi hestöfl í farteskinu og fjórhjóladrif Subaru er bíllinn undir 5 sekúndur í hundraðið. Áfram er hámarkshraði bílsins takmarkaður við 255 km/klst. Verðið á þessum öflugustu WRX bílum sögunnar verður 56.000 dollarar, eða um 7 milljónir króna. Til fróðleiks má nefna að STI stendur fyrir Subaru Technica International.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent