Lífið

Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kendrick Lamar hefur þrisvar verið tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir bestu plötuna en aldrei hreppt verðlaunin eftirsóttu.
Kendrick Lamar hefur þrisvar verið tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir bestu plötuna en aldrei hreppt verðlaunin eftirsóttu. Kevin Winter/Getty
Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. Hann er meðal annars tilnefndur í flokki bestu plötunnar, bestu smáskífunnar og besta rappflutnings (e. rap performance). Næstur á eftir Lamar í fjölda tilnefninga er kanadíska stórstjarnan Drake, með sjö tilnefningar.

Lamar er tilnefndur til verðlauna fyrir bestu plötu ársins fyrir plötuna Black Panther sem samin var fyrir samnefnda kvikmynd úr smiðju ofurhetjurisans Marvel. Myndin fjallar, eins og einhverjir lesendur gætu eflaust hafa áttað sig á, um ofurhetjuna Black Panther, eða Svarta pardusinn, sem leikinn er af Chadwick Boseman.

Þetta er í fjórða sinn sem Lamar er tilnefndur í flokki bestu plötu ársins en hann hefur aldrei hreppt verðlaunin eftirsóttu. Hann þurfti á seinustu Grammy-verðlaunahátíð, í febrúar þess árs, að lúta í lægra haldi fyrir popparanum Bruno Mars en plata hans 24K Magic, hafði betur gegn plötu Lamar, DAMN.

Rapparinn Drake átti afar gott ár og er tilnefndur í sjö flokkum.Prince Williams/Getty

Hlutur kvenna stærri en í fyrra

Athygli vekur að talsvert fleiri konur eiga upp á pallborðið hjá Grammy-tilnefningarnefndinni heldur en í fyrra. Til að mynda eru fimm konur tilnefndar fyrir bestu plötuna á móti þremur körlum. Í fyrrra var hlutfallið nokkuð frábrugðið, eða ein kona á móti fjórum körlum.

Þá eru þrjár konur tilnefndar í flokki bestu smáskífu en á síðasta ári hlaut engin kona náð í augum dómnefndarinnar í þeim flokki. Þá eru sex konur í hópi þeirra átta sem tilnefnd eru í flokki nýs listamanns.

Vert að taka það fram að í stærstu Grammy-flokkunum hefur tilnefningum verið fjölgað um þrjár frá því á seinasta ári, úr fimm upp í átta.

Söngkonurnar Cardi B og Dua Lipa eru meðal þeirra sem tilnefnd eru í þeim Grammy-flokkum sem þykja stærstir.Kevin Mazur/Tristar Media/Getty Images
Tilnefningar í stærstu flokkunum:

Plata ársins:

Invasion of Privacy – Cardi B

By the way, I forgive you – Brandi Carlile

Scorpion – Drake

Beerbongs and Bentleys – Post Malone

Dirty Computer – Janelle Monáe

Golden Hour – Kacey Musgraves

Black Panther – Kendrick Lamar

Smáskífa ársins:

I like it – Cardi B, Bad Bunny & Jay Balwin

The Joke – Brandi Carlile

This is America – Childish Gambino

God‘s Plan – Drake

Shallow – Lady Gaga & Bradley Cooper

All the Stars – Kendrick Lamar & SZA

Rockstar – Post Malone

The Middle – Zedd, Maren Morris & Grey

Besti nýi listamaður:

Chloe X Halle

Luke Combs

Greta van Fleet

H.E.R. 

Dua Lipa

Margo Price

Bebe Rexha

Jorja Smith

Grammy-verðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles þann 10. febrúar 2019. Listann yfir tilnefningar til verðlauna í heild sinni má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.