Fyrsta stikla Avengers komin í loftið Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2018 13:46 Brynja Thanos til sýnis í Wakanda. Marvel hefur birt fyrstu stikluna fyrir næstu myndina um Tony Stark og félaga í Avengers. Myndin ber nafnið Avengers: Endgame. Thanos náði markmiði sínu og nú þurfa hetjurnar að bjarga málunum.Stiklan byrjar á því að Tony Stark er að taka upp skilaboð til Pepper Potts. Hann er einn en er þó í skipi Guardians of the Galaxy, svo gera má ráð fyrir því að þeir sem þurrkuðust ekki út á Titan séu með honum um borð. Þau eru eldsneytislaus og búin með allan mat og vatn. Dauðinn er vís, ef marka má orð Stark. Því næst sjáum við brynju Thanos, sem búið er að stilla upp eins og fuglahræðu í Wakanda og THanos sjálfan ganga á í miklum gróðri. Væntanlega á plánetunni sem hann flúði til eftir að Thor særði hann í síðustu mynd. Yfir því heyrum við Natöshu Romanoff, eða Black Widow, segja að Thanos hafi náð markmiði sínu. Hann hafi þurrkað út helming allra íbúa alheimsins. Hún segir alla hafa misst eitthvað og sömuleiðis hafi allir misst hlut af sjálfum sér. Síðan sjáum við nokkrar aðrar ofurhetjur vera sorgmæddar. Black Widow, Captain America, Thor (sem virðist vera í fangelsi), Bruce Banner og og Nebula (sem er væntanlega í skipinu með Stark). Það er nokkuð víst að þessi mynd gerist yfir nokkur ár miðað við hvernig Black Widow talar og fleira. Hawkey bregður fyrir og er það nokkuð áhugaverð sena. Svo virðist sem að hann gæti mögulega verið orðinn vondur (Ronin) og sé farinn að myrða fólk með sverði, eins og allir góðir karlar eiga að gera þegar þeir verða vondir. Hann var þó ekki í Infinity War og við fáum mögulega svör við af hverju ekki. Það er auðvelt að ímynda sér að hann hafi orðið vondur við það að Thanos þurrkaði fjölskyldu hans út.„Eitthvað“ mun heppnast Black Widow segir svo við Captain America að eitthvað muni takast. Hann svarar á þá leið að hann viti það, því hann hefði ekki hugmynd um hvað hann myndi gera ef þetta eitthvað myndi ekki heppnast. Í þessu samhengi er „eitthvað“ væntanlega tilraun þeirra til að bjarga málunum og það sama „eitthvað“ sem Dr. Strange sá sem einu lausnina í Infinity War. Miðað við þá leka sem hafa borist frá tökum myndarinnar þykir líklegt að tímaflakk komi við sögu og eru kenningar á kreiki um að þar komi Ant Man sterkur inn. Sem er áhugavert, því Ant Man sjálfur stingur upp kollinum í lok stiklunnar. Hann er mættur til höfuðstöðva Avengers. Það er skrítið því síðast þegar við sáum hann í Ant Man and The Wasp, var hann fastur í the Quantum Realm. Einhvern veginn kemst hann þaðan og aftur til jarðarinnar og býr hann yfir tækni til að fara aftur þangað. Hann virðist líka vera á sendiferðabílnum sem sú tækni var í. Vísindamaðurinn Hank Pym hafði lýst Quantum Realm sem stað þar sem tími og rými hafa enga merkingu. Það hljómar eins og uppskrift að tímaflakki fyrir mér. Ant-Man, Black Widow, Captain America og kannski einhverjir fleiri (Captain Marvel), eru að fara aftur í tímann til að stöðva Thanos. Kannski. Líklega. Við það má bæta að eiginkona Pym var föstu í Quantum Realm og hún kom til baka með einhvers konar ofurkrafta. Það er spurning hvort að hið sama komi fyrir Ant-Man. Avengers: Endgame verður frumsýnd í apríl.Here's your first look at the poster for Marvel Studios' #AvengersEndgame, in theaters April 26, 2019! pic.twitter.com/sMJPdwLPed— Marvel Entertainment (@Marvel) December 7, 2018 Bíó og sjónvarp Disney Tengdar fréttir Marvel dælir út stiklunum Ef væntingar fjölmiðla ytra ræðast verða alls þrjár stiklur úr komandi ofurhetjumyndum birtar í vikunni. 5. desember 2018 11:15 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Marvel hefur birt fyrstu stikluna fyrir næstu myndina um Tony Stark og félaga í Avengers. Myndin ber nafnið Avengers: Endgame. Thanos náði markmiði sínu og nú þurfa hetjurnar að bjarga málunum.Stiklan byrjar á því að Tony Stark er að taka upp skilaboð til Pepper Potts. Hann er einn en er þó í skipi Guardians of the Galaxy, svo gera má ráð fyrir því að þeir sem þurrkuðust ekki út á Titan séu með honum um borð. Þau eru eldsneytislaus og búin með allan mat og vatn. Dauðinn er vís, ef marka má orð Stark. Því næst sjáum við brynju Thanos, sem búið er að stilla upp eins og fuglahræðu í Wakanda og THanos sjálfan ganga á í miklum gróðri. Væntanlega á plánetunni sem hann flúði til eftir að Thor særði hann í síðustu mynd. Yfir því heyrum við Natöshu Romanoff, eða Black Widow, segja að Thanos hafi náð markmiði sínu. Hann hafi þurrkað út helming allra íbúa alheimsins. Hún segir alla hafa misst eitthvað og sömuleiðis hafi allir misst hlut af sjálfum sér. Síðan sjáum við nokkrar aðrar ofurhetjur vera sorgmæddar. Black Widow, Captain America, Thor (sem virðist vera í fangelsi), Bruce Banner og og Nebula (sem er væntanlega í skipinu með Stark). Það er nokkuð víst að þessi mynd gerist yfir nokkur ár miðað við hvernig Black Widow talar og fleira. Hawkey bregður fyrir og er það nokkuð áhugaverð sena. Svo virðist sem að hann gæti mögulega verið orðinn vondur (Ronin) og sé farinn að myrða fólk með sverði, eins og allir góðir karlar eiga að gera þegar þeir verða vondir. Hann var þó ekki í Infinity War og við fáum mögulega svör við af hverju ekki. Það er auðvelt að ímynda sér að hann hafi orðið vondur við það að Thanos þurrkaði fjölskyldu hans út.„Eitthvað“ mun heppnast Black Widow segir svo við Captain America að eitthvað muni takast. Hann svarar á þá leið að hann viti það, því hann hefði ekki hugmynd um hvað hann myndi gera ef þetta eitthvað myndi ekki heppnast. Í þessu samhengi er „eitthvað“ væntanlega tilraun þeirra til að bjarga málunum og það sama „eitthvað“ sem Dr. Strange sá sem einu lausnina í Infinity War. Miðað við þá leka sem hafa borist frá tökum myndarinnar þykir líklegt að tímaflakk komi við sögu og eru kenningar á kreiki um að þar komi Ant Man sterkur inn. Sem er áhugavert, því Ant Man sjálfur stingur upp kollinum í lok stiklunnar. Hann er mættur til höfuðstöðva Avengers. Það er skrítið því síðast þegar við sáum hann í Ant Man and The Wasp, var hann fastur í the Quantum Realm. Einhvern veginn kemst hann þaðan og aftur til jarðarinnar og býr hann yfir tækni til að fara aftur þangað. Hann virðist líka vera á sendiferðabílnum sem sú tækni var í. Vísindamaðurinn Hank Pym hafði lýst Quantum Realm sem stað þar sem tími og rými hafa enga merkingu. Það hljómar eins og uppskrift að tímaflakki fyrir mér. Ant-Man, Black Widow, Captain America og kannski einhverjir fleiri (Captain Marvel), eru að fara aftur í tímann til að stöðva Thanos. Kannski. Líklega. Við það má bæta að eiginkona Pym var föstu í Quantum Realm og hún kom til baka með einhvers konar ofurkrafta. Það er spurning hvort að hið sama komi fyrir Ant-Man. Avengers: Endgame verður frumsýnd í apríl.Here's your first look at the poster for Marvel Studios' #AvengersEndgame, in theaters April 26, 2019! pic.twitter.com/sMJPdwLPed— Marvel Entertainment (@Marvel) December 7, 2018
Bíó og sjónvarp Disney Tengdar fréttir Marvel dælir út stiklunum Ef væntingar fjölmiðla ytra ræðast verða alls þrjár stiklur úr komandi ofurhetjumyndum birtar í vikunni. 5. desember 2018 11:15 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Marvel dælir út stiklunum Ef væntingar fjölmiðla ytra ræðast verða alls þrjár stiklur úr komandi ofurhetjumyndum birtar í vikunni. 5. desember 2018 11:15