Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2018 13:00 Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. Getty/Santiago Felipe Björk Guðmundsdóttir er ein þeirra sem hlaut tilnefningu til Grammy verðlauna í síðustu viku. Björk er tilnefnd fyrir bestu plötuna í flokki framsækinnar tónlistar (e. Alternative music) fyrir plötuna Utopia. Þetta er í fimmtánda sinn sem Björk er tilnefnd til Grammy verðlauna, einna virtustu tónlistarverðlauna í heimi en hún hefur þó aldrei unnið. Síðast var hún tilnefnd í sama flokki árið 2016 fyrir plötuna Vulnicura. Plöturnar Biophilia, Volta, Medúlla og Vespertine hafa einnig verið tilnefndar í sama flokki. Þá hefur hún fjórum sinnum hlotið tilnefningu fyrir besta tónlistarmyndband fyrir Human Behaviour, It‘s Oh So Quiet, Bachelorette og All Is Full Of Love.Fyrir plöturnar Post og Homogenic var hún tilnefnd fyrir besta flutning í flokki framsækinnar tónlistar. Þá var hún tilnefnd fyrir besta poppflutning í kvennaflokki fyrir lagið Oceania og fyrir lögin Overture og I‘ve Seen It All var hún tilnefnd fyrir besta hljóðfæraleik í poppflokki. Björk er þó ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað hjá bandarísku tónlistar akademíunni þetta árið en Sara Nassim er tilnefnd fyrir besta tónlistarmyndbandið en hún framleiddi myndband við lagið Mumbo Jumbo með Tierra Whack. Björk Grammy Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir er ein þeirra sem hlaut tilnefningu til Grammy verðlauna í síðustu viku. Björk er tilnefnd fyrir bestu plötuna í flokki framsækinnar tónlistar (e. Alternative music) fyrir plötuna Utopia. Þetta er í fimmtánda sinn sem Björk er tilnefnd til Grammy verðlauna, einna virtustu tónlistarverðlauna í heimi en hún hefur þó aldrei unnið. Síðast var hún tilnefnd í sama flokki árið 2016 fyrir plötuna Vulnicura. Plöturnar Biophilia, Volta, Medúlla og Vespertine hafa einnig verið tilnefndar í sama flokki. Þá hefur hún fjórum sinnum hlotið tilnefningu fyrir besta tónlistarmyndband fyrir Human Behaviour, It‘s Oh So Quiet, Bachelorette og All Is Full Of Love.Fyrir plöturnar Post og Homogenic var hún tilnefnd fyrir besta flutning í flokki framsækinnar tónlistar. Þá var hún tilnefnd fyrir besta poppflutning í kvennaflokki fyrir lagið Oceania og fyrir lögin Overture og I‘ve Seen It All var hún tilnefnd fyrir besta hljóðfæraleik í poppflokki. Björk er þó ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað hjá bandarísku tónlistar akademíunni þetta árið en Sara Nassim er tilnefnd fyrir besta tónlistarmyndbandið en hún framleiddi myndband við lagið Mumbo Jumbo með Tierra Whack.
Björk Grammy Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira