Halldóra í skýjunum að Halla verði ekki leikin af kynbombu Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2018 11:30 Jodie Foster mun leika Höllu sem Halldóra Geirharðsdóttir gerði svo vel í kvikmyndinni Kona fer í stríð. Bandaríska kvikmyndagerðarkonan Jodie Foster mun leikstýra og fara með aðahlutverkið í bandarískri endurgerð myndarinnar Kona fer í stríð. Greint er frá þessu á vef Deadline en Kona fer í stríð er mynd leikstjórans Benedikts Erlingssonar þar sem Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið. Halldóra Geirharðs var á línunni í Bítinu í morgun. „Jodie Foster, hana langar að vera ég,“ sagði Halldóra til að byrja með og er hún greinilega mjög spennt fyrir þessu öllu. „Þegar ég las þetta handrit á sínum tíma hugsaði ég að einhver stórleikkona í Hollywood myndi vilja kaupa það og leika í myndinni því það eru svo sjaldan svona stórar rullur fyrir leikkonur. Svo var ég alltaf að hugsa hver myndir vilja kaupa þetta, því ég var alveg með það á hreinu að það myndi einhver ger það. Svo er ég svo glöð að það var Jodie því hún er sú eina sem er ekki svona kynbomba.“Ekkert kynlíf og enginn deyr Halldóra segir að það passi einstaklega vel við söguna hvað Jodie Foster er alvöru. „Það getur verið mjög þreytandi fyrir leikkonur að sjá bíómyndir með góðum leikkonum en alltaf þurfa þær að vera eitthvað voða sexý, því það á ekkert alltaf við. Í þessari sögu er ekkert ofbeldi, það deyr enginn og það er ekkert kynlíf. Samt er þetta geggjað spennandi mynd og skemmtileg.“ Hún segir að viðræður við Jodie Foster hafi hafist í byrjun nóvember en þá hafi Benedikt Erlingsson sent Halldóru mynd af sér með nýju bestu vinkonu hans. Þá var Benni staddur í Los Angeles og ræddi við Jodie Foster. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Halldóru en þar talar hún einnig um hvernig það hafi verið að leika Höllu. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04 Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð. 14. nóvember 2018 13:18 Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21. ágúst 2018 13:34 „Ég get ekki beðið eftir að leika Höllu“ Jodie Foster endurgerir myndina Kona fer í stríð. 10. desember 2018 23:06 Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Bandaríska kvikmyndagerðarkonan Jodie Foster mun leikstýra og fara með aðahlutverkið í bandarískri endurgerð myndarinnar Kona fer í stríð. Greint er frá þessu á vef Deadline en Kona fer í stríð er mynd leikstjórans Benedikts Erlingssonar þar sem Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið. Halldóra Geirharðs var á línunni í Bítinu í morgun. „Jodie Foster, hana langar að vera ég,“ sagði Halldóra til að byrja með og er hún greinilega mjög spennt fyrir þessu öllu. „Þegar ég las þetta handrit á sínum tíma hugsaði ég að einhver stórleikkona í Hollywood myndi vilja kaupa það og leika í myndinni því það eru svo sjaldan svona stórar rullur fyrir leikkonur. Svo var ég alltaf að hugsa hver myndir vilja kaupa þetta, því ég var alveg með það á hreinu að það myndi einhver ger það. Svo er ég svo glöð að það var Jodie því hún er sú eina sem er ekki svona kynbomba.“Ekkert kynlíf og enginn deyr Halldóra segir að það passi einstaklega vel við söguna hvað Jodie Foster er alvöru. „Það getur verið mjög þreytandi fyrir leikkonur að sjá bíómyndir með góðum leikkonum en alltaf þurfa þær að vera eitthvað voða sexý, því það á ekkert alltaf við. Í þessari sögu er ekkert ofbeldi, það deyr enginn og það er ekkert kynlíf. Samt er þetta geggjað spennandi mynd og skemmtileg.“ Hún segir að viðræður við Jodie Foster hafi hafist í byrjun nóvember en þá hafi Benedikt Erlingsson sent Halldóru mynd af sér með nýju bestu vinkonu hans. Þá var Benni staddur í Los Angeles og ræddi við Jodie Foster. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Halldóru en þar talar hún einnig um hvernig það hafi verið að leika Höllu.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04 Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð. 14. nóvember 2018 13:18 Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21. ágúst 2018 13:34 „Ég get ekki beðið eftir að leika Höllu“ Jodie Foster endurgerir myndina Kona fer í stríð. 10. desember 2018 23:06 Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04
Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð. 14. nóvember 2018 13:18
Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21. ágúst 2018 13:34
„Ég get ekki beðið eftir að leika Höllu“ Jodie Foster endurgerir myndina Kona fer í stríð. 10. desember 2018 23:06
Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11