Matt Nelson stofnaði reikninginn árið 2015 og eins og nafn hans bendir til gengur síðan út á gefa hundum einkunn. Birtir Nelson aðsendar myndir af hundum með upplýsingum um viðkomandi og gefur þeim síðan einkunn.
Nelson birti í gær óvenjulega færslu þar til hann tilkynnti um dauða Pippin. „Hann var hvati þess að vingjarnlegasta netsamfélag sögunnar var stofnað og áköf tjáning hans verður aldrei jöfnuð“. Að lokum gefur hann svo hundinum 15 stig af 10 mögulegum, en Nelson sprengir jafnan skalann í einkunnagjöf sinni.
Nelson segir í samtali við BuzzFeed að hann hafi fundið mynd af Pippin á Google á sínum tíma þegar hann leitaði að „funny dogs“ eða „fyndnir hundar“. Í kjölfarið keypti hann réttinn að ljósmyndinni og hefur verið í reglulegu sambandi við eiganda hundsins.
This is Pippin, but you know him better as my profile picture. He was the catalyst for the kindest online community ever and his intense expression will never be matched. Pippin passed away this week due to complications of old age, but he’ll live on with every post. 15/10 ❤️ pic.twitter.com/ZEPWXfPOY4
— WeRateDogs™ (@dog_rates) December 21, 2018