Nýr fréttamiðill virðist vera á vegum Hatara Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 16. janúar 2019 16:16 Söngvarar Hatara í viðtali við Iceland Music News. Skjáskot Nú fyrir helgi dreifði hljómsveitin Hatari, sem á nýlega að hafa lagt upp laupana, einkaviðtali nýs, óþekkts fréttamiðils við sveitina. Vefsíðan sem um ræðir heitir Iceland Music News. Við nánari athugun kemur í ljós að einungis er að finna fréttir um Hatara á vefnum, auk þess að á honum kemur fram að hann er í eigu Svikamyllu ehf., en Svikamylla ehf. var rekstraraðili Hatara þar til stjórn hennar „ályktaði um starfslok sveitarinnar á aðalfundi félagsins“ í desember. Það liggur þó fyrir að sveitin kemur fram á hátíðinni Eurosonic í Hollandi í vikunni, svo sveitin virðist ekki dauð úr öllum æðum. Í „einkaviðtalinu“ eru Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvarar sveitarinnar, spurðir út í ástæður þess að sveitin hafi lagt upp laupana. Þar hafi vegið þyngst að höfuðmarkmið þeirra, „að knésetja kapítalismann,“ hafi ekki tekist á tilsettum tíma. Þeir segjast í viðtalinu vilja sýna aðdáendum Hatara virðingu með því að stíga einlægir fram í opinberu viðtali. Fataval söngvaranna virðist þó úthugsað og sviðsett, og klappa þeir hvolpi á meðan þeir sitja uppstrílaðir fyrir svörum. Þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu þeirra við neysluhyggju telja þeir upp ýmis vörumerki sem þeim hugnast í viðtalinu en enda svo á að segjast stefna á að „knésetja kapítalismann innan veggja heimilisins“ héðan í frá. Menning Tónlist Tengdar fréttir Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. 26. október 2017 10:45 Íslenskir tónlistarmenn í útrás Eurosonic tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi, hefst í næstu viku, nánar tiltekið, 16. -10. janúar. 10. janúar 2019 12:30 Hljómsveitin Hatari lýkur störfum um áramótin Hljómsveitin Hatari hyggst ljúka störfum um áramótin en stefnir þó á tónleika þann 28. desember sem eins konar lokahnykk í starfi sveitarinnar. 21. desember 2018 08:00 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Nú fyrir helgi dreifði hljómsveitin Hatari, sem á nýlega að hafa lagt upp laupana, einkaviðtali nýs, óþekkts fréttamiðils við sveitina. Vefsíðan sem um ræðir heitir Iceland Music News. Við nánari athugun kemur í ljós að einungis er að finna fréttir um Hatara á vefnum, auk þess að á honum kemur fram að hann er í eigu Svikamyllu ehf., en Svikamylla ehf. var rekstraraðili Hatara þar til stjórn hennar „ályktaði um starfslok sveitarinnar á aðalfundi félagsins“ í desember. Það liggur þó fyrir að sveitin kemur fram á hátíðinni Eurosonic í Hollandi í vikunni, svo sveitin virðist ekki dauð úr öllum æðum. Í „einkaviðtalinu“ eru Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvarar sveitarinnar, spurðir út í ástæður þess að sveitin hafi lagt upp laupana. Þar hafi vegið þyngst að höfuðmarkmið þeirra, „að knésetja kapítalismann,“ hafi ekki tekist á tilsettum tíma. Þeir segjast í viðtalinu vilja sýna aðdáendum Hatara virðingu með því að stíga einlægir fram í opinberu viðtali. Fataval söngvaranna virðist þó úthugsað og sviðsett, og klappa þeir hvolpi á meðan þeir sitja uppstrílaðir fyrir svörum. Þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu þeirra við neysluhyggju telja þeir upp ýmis vörumerki sem þeim hugnast í viðtalinu en enda svo á að segjast stefna á að „knésetja kapítalismann innan veggja heimilisins“ héðan í frá.
Menning Tónlist Tengdar fréttir Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. 26. október 2017 10:45 Íslenskir tónlistarmenn í útrás Eurosonic tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi, hefst í næstu viku, nánar tiltekið, 16. -10. janúar. 10. janúar 2019 12:30 Hljómsveitin Hatari lýkur störfum um áramótin Hljómsveitin Hatari hyggst ljúka störfum um áramótin en stefnir þó á tónleika þann 28. desember sem eins konar lokahnykk í starfi sveitarinnar. 21. desember 2018 08:00 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. 26. október 2017 10:45
Íslenskir tónlistarmenn í útrás Eurosonic tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi, hefst í næstu viku, nánar tiltekið, 16. -10. janúar. 10. janúar 2019 12:30
Hljómsveitin Hatari lýkur störfum um áramótin Hljómsveitin Hatari hyggst ljúka störfum um áramótin en stefnir þó á tónleika þann 28. desember sem eins konar lokahnykk í starfi sveitarinnar. 21. desember 2018 08:00