Hlýnun hafsins hraðari og meiri en talið var Kjartan Kjartansson skrifar 11. janúar 2019 09:40 Langstærsti hluti þeirrar umframorku sem aukin gróðurhúsaáhrif fanga hefur endað í heimshöfunum. Vísir/EPA Höf jarðar hlýna nú allt að 40% hraðar að meðaltali en talið var í síðustu stóru vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Hækkandi hiti í sjónum er þegar byrjaður að drepa vistkerfi, hækka yfirborð sjávar og efla fellibyli. Þetta er niðurstaða nýrrar samantektarrannsóknar sem birtist í vísindaritinu Science í gær. Hún byggist ekki á nýjum athugunum heldur tekur hún saman niðurstöður þriggja rannsókna á sjávarhita. Vísindamennirnir sem stóðu að henni telja að hitinn í hafinu hafi slegið met í nokkur ár í röð. „2018 verður hlýjasta árið í höfum jarðar frá því að mælingar hófust eins og 2017 var hlýjasta árið og 2016 var hlýjasta árið,“ segir Zeke Hausfather, sérfræðingur hjá loftslagsrannsóknahópnum Berkeley Earth við New York Times. Stærsti hluti þeirrar hlýnunar sem hefur orðið á jörðinni vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa af völdum losunar manna á lofttegundum eins og koltvísýringi og metani hefur endað í sjónum. Áætlað er að hafið hafi drukkið í sig um 93% orkunnar sem aukin gróðurhúsaáhrif hafa valdið frá iðnbyltingunni. Fyrir vikið hefur ekki hlýnað eins mikið uppi á yfirborðinu. Höfin eru talin áreiðanlegri mælikvarði á hnattræna hlýnun þar sem þau eru ekki háð sömu dutlungum veðurbrigða og sveiflna og hiti á yfirborðinu. „Í reynd eru höfin að bjarga okkur frá gríðarlegri hlýnun núna,“ segir Malin L. Pinsky, aðstoðarprófessor í vistarfræði við Rutgers-háskóla. Hitinn sem höfin hafa dregið í sig þýðir að jafnvel þó að menn hættu alfarið losun gróðurhúsalofttegunda héldi hnattræn hlýnun áfram um nokkra hríð á meðan loftslagið næði nýju jafnvægi.Hefur gríðarleg áhrif á menn og dýr Afleiðingar hlýnunar hafsins eru margvíslegar. Með vaxandi hita eru viðkvæmar sjávarlífverur eins og kórallar í hættu, vatnið þenst út í hitanum og yfirborð sjávar hækkar og fellibylir hafa úr meiri orku að spila og geta þannig orðið öflugri en áður. Menn eru þannig í aukinni hættu vegna náttúruhamfara auk þess sem milljónir reiða sig á vistkerfin sem kórallar halda uppi. Með rannsókninni nú reyndu vísindamennirnir að komast fyrir óvissu sem plagaði eldri athuganir á hita í hafinu. Skoðuðu þeir þrjár rannsóknir sem taldar eru taka best tillit til skekkju í eldri mælitækjum. Niðurstaða þeirra var að hlýnunin í hafinu hefði verið töluvert meiri en áætlað var í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) frá 2014. Hún er nú í samræmi við það sem loftslagslíkön hafa gefið til kynna. Mest hefur hlýnað í efstu lögum hafsins og telja vísindamennirnir að hún hafi hert á sér undanfarna tvo áratugi. Í gestagrein sem höfundar rannsóknarinnar skirfa í Carbon Brief segja þeir að um 65% umframhlýnunarinnar sem menn hafi valdið hafi safnast fyrir í efstu 700 metrum hafsins, stærstur hluti hitans sem út af stendur sé í efstu tvö þúsund metrunum. Loftslagsmál Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Höf jarðar hlýna nú allt að 40% hraðar að meðaltali en talið var í síðustu stóru vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Hækkandi hiti í sjónum er þegar byrjaður að drepa vistkerfi, hækka yfirborð sjávar og efla fellibyli. Þetta er niðurstaða nýrrar samantektarrannsóknar sem birtist í vísindaritinu Science í gær. Hún byggist ekki á nýjum athugunum heldur tekur hún saman niðurstöður þriggja rannsókna á sjávarhita. Vísindamennirnir sem stóðu að henni telja að hitinn í hafinu hafi slegið met í nokkur ár í röð. „2018 verður hlýjasta árið í höfum jarðar frá því að mælingar hófust eins og 2017 var hlýjasta árið og 2016 var hlýjasta árið,“ segir Zeke Hausfather, sérfræðingur hjá loftslagsrannsóknahópnum Berkeley Earth við New York Times. Stærsti hluti þeirrar hlýnunar sem hefur orðið á jörðinni vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa af völdum losunar manna á lofttegundum eins og koltvísýringi og metani hefur endað í sjónum. Áætlað er að hafið hafi drukkið í sig um 93% orkunnar sem aukin gróðurhúsaáhrif hafa valdið frá iðnbyltingunni. Fyrir vikið hefur ekki hlýnað eins mikið uppi á yfirborðinu. Höfin eru talin áreiðanlegri mælikvarði á hnattræna hlýnun þar sem þau eru ekki háð sömu dutlungum veðurbrigða og sveiflna og hiti á yfirborðinu. „Í reynd eru höfin að bjarga okkur frá gríðarlegri hlýnun núna,“ segir Malin L. Pinsky, aðstoðarprófessor í vistarfræði við Rutgers-háskóla. Hitinn sem höfin hafa dregið í sig þýðir að jafnvel þó að menn hættu alfarið losun gróðurhúsalofttegunda héldi hnattræn hlýnun áfram um nokkra hríð á meðan loftslagið næði nýju jafnvægi.Hefur gríðarleg áhrif á menn og dýr Afleiðingar hlýnunar hafsins eru margvíslegar. Með vaxandi hita eru viðkvæmar sjávarlífverur eins og kórallar í hættu, vatnið þenst út í hitanum og yfirborð sjávar hækkar og fellibylir hafa úr meiri orku að spila og geta þannig orðið öflugri en áður. Menn eru þannig í aukinni hættu vegna náttúruhamfara auk þess sem milljónir reiða sig á vistkerfin sem kórallar halda uppi. Með rannsókninni nú reyndu vísindamennirnir að komast fyrir óvissu sem plagaði eldri athuganir á hita í hafinu. Skoðuðu þeir þrjár rannsóknir sem taldar eru taka best tillit til skekkju í eldri mælitækjum. Niðurstaða þeirra var að hlýnunin í hafinu hefði verið töluvert meiri en áætlað var í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) frá 2014. Hún er nú í samræmi við það sem loftslagslíkön hafa gefið til kynna. Mest hefur hlýnað í efstu lögum hafsins og telja vísindamennirnir að hún hafi hert á sér undanfarna tvo áratugi. Í gestagrein sem höfundar rannsóknarinnar skirfa í Carbon Brief segja þeir að um 65% umframhlýnunarinnar sem menn hafi valdið hafi safnast fyrir í efstu 700 metrum hafsins, stærstur hluti hitans sem út af stendur sé í efstu tvö þúsund metrunum.
Loftslagsmál Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03
Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34