Mikilvægt að horfast í augu við tölvuleikjafíkn Stefán Árni Pálsson skrifar 25. janúar 2019 15:30 Marteinn Gíslason og Nikola Milansson Remic verða í spjalli á Stöð 2 í kvöld. Stjórnarformaður nýlega stofnaðra Rafíþróttasamtaka Íslands vill að tölvuleikjaástundun geti orðið heilsubót fyrir ungt fólk frekar en hið gagnstæða. Keppt verður í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum í Laugardal í fyrsta sinn nú um helgina. „Rafíþróttir eru í rauninni spilun á tölvuleikjum undir forsendum íþrótta. Þú ert partur af liði, þú ert að æfa markvisst, þú ert að hugsa um líkamlega og andlega heilsu, þú ert að sofa vel og þetta fer allt inn í það að vera íþróttamaður – þó keppnisíþróttavöllurinn sé ekki frjálsíþróttavöllur heldur stafrænn leikvöllur,“ segir stjórnarformaðurinn Ólafur Hrafn Steinarsson.Vinsælla en Super Bowl Rafíþróttakeppni helgarinnar fer fram í Laugardalshöll, en keppendur sitja uppi á sviði, leikjunum er lýst fyrir áhorfendur og pláss verður fyrir um þúsund manns í sætum. Þrátt fyrir að viðburðurinn kunni að hljóma nokkuð stór segir Ólafur hreyfinguna frekar stutt komna hér á landi í alþjóðlegum samanburði. „Ef við tökum dæmi, heimsmeistaramótið í League of Legends sem var núna nýlega þá horfðu 200 milljón manns á útsendinguna. Það er til dæmis næstum því tvöfalt áhorfið á Super Bowl, sem er einn stærsti íþróttaviðburður heims,“ segir Ólafur. Hann segir mikilvægt að loka ekki augunum fyrir vandamálum á borð við tölvuleikjafíkn og telur rétt að fleiri úrræði og betri umgjörð sé utan um aðstoð við þann hóp, sem oft sé talsvert jaðarsettur. Þá sé markmið Rafíþróttasamtakanna ekki að börn ungmenni séu að spila tölvuleiki daginn út og daginn inn, heldur frekar að starfinu svipi í auknum mæli til íþróttaæfinga – þar sem takmarkaður hluti dagsins fer í markvissar æfingar. „Minn draumur er að sjá krakka æfa rafíþróttir og íþróttir, hugsa um líkamlegu hliðina og hugarleikfimina.“ Þeir Marteinn Gíslason og Nikola Milansson Remic eru í einu þeirra liða sem keppa í leiknum League of Legends um helgina, Marteinn sem leikmaður og Nikola sem þjálfari. Þeir segjast ótvírætt líta á greinina sem íþrótt. „Þetta er kannski ekki að hlaupa um, en skák er íþrótt og þú notar heilann í það. Þetta er svona svipað, þú notar hendurnar og heilann,“ segir Nikola. Rætt verður við þá Ólaf, Martein og Nikola í Íslandi í dag um rafíþróttir, æfingar, framtíðarsýnina, tölvuleikjafíkn og fleira í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvölfréttir.Klippa: Tölvuleikjamót eitt vinsælasta sjónvarpsefni heims Rafíþróttir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Stjórnarformaður nýlega stofnaðra Rafíþróttasamtaka Íslands vill að tölvuleikjaástundun geti orðið heilsubót fyrir ungt fólk frekar en hið gagnstæða. Keppt verður í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum í Laugardal í fyrsta sinn nú um helgina. „Rafíþróttir eru í rauninni spilun á tölvuleikjum undir forsendum íþrótta. Þú ert partur af liði, þú ert að æfa markvisst, þú ert að hugsa um líkamlega og andlega heilsu, þú ert að sofa vel og þetta fer allt inn í það að vera íþróttamaður – þó keppnisíþróttavöllurinn sé ekki frjálsíþróttavöllur heldur stafrænn leikvöllur,“ segir stjórnarformaðurinn Ólafur Hrafn Steinarsson.Vinsælla en Super Bowl Rafíþróttakeppni helgarinnar fer fram í Laugardalshöll, en keppendur sitja uppi á sviði, leikjunum er lýst fyrir áhorfendur og pláss verður fyrir um þúsund manns í sætum. Þrátt fyrir að viðburðurinn kunni að hljóma nokkuð stór segir Ólafur hreyfinguna frekar stutt komna hér á landi í alþjóðlegum samanburði. „Ef við tökum dæmi, heimsmeistaramótið í League of Legends sem var núna nýlega þá horfðu 200 milljón manns á útsendinguna. Það er til dæmis næstum því tvöfalt áhorfið á Super Bowl, sem er einn stærsti íþróttaviðburður heims,“ segir Ólafur. Hann segir mikilvægt að loka ekki augunum fyrir vandamálum á borð við tölvuleikjafíkn og telur rétt að fleiri úrræði og betri umgjörð sé utan um aðstoð við þann hóp, sem oft sé talsvert jaðarsettur. Þá sé markmið Rafíþróttasamtakanna ekki að börn ungmenni séu að spila tölvuleiki daginn út og daginn inn, heldur frekar að starfinu svipi í auknum mæli til íþróttaæfinga – þar sem takmarkaður hluti dagsins fer í markvissar æfingar. „Minn draumur er að sjá krakka æfa rafíþróttir og íþróttir, hugsa um líkamlegu hliðina og hugarleikfimina.“ Þeir Marteinn Gíslason og Nikola Milansson Remic eru í einu þeirra liða sem keppa í leiknum League of Legends um helgina, Marteinn sem leikmaður og Nikola sem þjálfari. Þeir segjast ótvírætt líta á greinina sem íþrótt. „Þetta er kannski ekki að hlaupa um, en skák er íþrótt og þú notar heilann í það. Þetta er svona svipað, þú notar hendurnar og heilann,“ segir Nikola. Rætt verður við þá Ólaf, Martein og Nikola í Íslandi í dag um rafíþróttir, æfingar, framtíðarsýnina, tölvuleikjafíkn og fleira í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvölfréttir.Klippa: Tölvuleikjamót eitt vinsælasta sjónvarpsefni heims
Rafíþróttir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira