Febrúarspá Siggu Kling – Ljónið: Finndu þér leið út úr því Stefán Árni Pálsson skrifar 1. febrúar 2019 09:00 Elsku Ljónið mitt, ég er alveg búin að sjá það að dramatískasta merkið er ekki Krabbi, heldur Ljón! Þú ert kannski ekki endilega „drama queen“ eða dramakóngur, en það hefur verið mikið drama í kringum þig sem hefur haft mikil áhrif á lífsbraut þína, slakaðu núna aðeins á og kveiktu á friðinum og spilaðu tónlist því þú hefur hana hvort sem er ólgandi í blóðinu og þú rennur saman í eitt í músíkinni. Þegar börn gráta og við vitum ekkert hvað við eigum að gerum þurfum við að afvegaleiða þau að einhverju öðru, það sama þarft þú að gera þegar kvíðinn stressið, veturinn eða erfiðir hlutir hafa áhrif á sérstaklega merkilega tilfinningagreind þína þarftu að afvegaleiða þig, setja aðra músík á, koma þér í aðrar aðstæður eða tala við þig eins og barn sem veit ekkert hvað það á að gera. Þú getur borið sjálfan þig á bakinu, þú þarft bara að vita hvað þú átt að segja við þig. Ef þú hefur einangrað þig þá finndu þér leið út úr því með því að hringja í einn, í eina manneskju og ef hún er hundleiðinleg prófaðu þá aðra. Það er svo merkilegt að það er sko ekki tilviljun hvað gerist því þarna ertu að hrópa út í alheiminn, halló mig vantar eitthvað hressandi og hann mun svo sannarlega svara þér ef þú kallar! Þetta er svipað og þegar ég hafði ekki föst verkefni og hafði áhyggjur, þá hugsaði ég að ég vildi fá fimm verkefni í þessari viku og það var með ólíkindum hvernig alheimurinn svaraði mér með nákvæmlega fimm verkefni, en þú þarft að vera vakandi og á tánum fyrir því að það sem þú kallar á komi til þín. Til dæmis ef þú hefur ræktað þá neikvæðu jurt í huga þínum að allt sé ómögulegt, þú sért óheppinn, eigir ekkert gott skilið, þá er það nákvæmlega það sem þú kallar yfir þig og öfugt. Knús og kossar, Kling.Fræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi, Hulk. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Elsku Ljónið mitt, ég er alveg búin að sjá það að dramatískasta merkið er ekki Krabbi, heldur Ljón! Þú ert kannski ekki endilega „drama queen“ eða dramakóngur, en það hefur verið mikið drama í kringum þig sem hefur haft mikil áhrif á lífsbraut þína, slakaðu núna aðeins á og kveiktu á friðinum og spilaðu tónlist því þú hefur hana hvort sem er ólgandi í blóðinu og þú rennur saman í eitt í músíkinni. Þegar börn gráta og við vitum ekkert hvað við eigum að gerum þurfum við að afvegaleiða þau að einhverju öðru, það sama þarft þú að gera þegar kvíðinn stressið, veturinn eða erfiðir hlutir hafa áhrif á sérstaklega merkilega tilfinningagreind þína þarftu að afvegaleiða þig, setja aðra músík á, koma þér í aðrar aðstæður eða tala við þig eins og barn sem veit ekkert hvað það á að gera. Þú getur borið sjálfan þig á bakinu, þú þarft bara að vita hvað þú átt að segja við þig. Ef þú hefur einangrað þig þá finndu þér leið út úr því með því að hringja í einn, í eina manneskju og ef hún er hundleiðinleg prófaðu þá aðra. Það er svo merkilegt að það er sko ekki tilviljun hvað gerist því þarna ertu að hrópa út í alheiminn, halló mig vantar eitthvað hressandi og hann mun svo sannarlega svara þér ef þú kallar! Þetta er svipað og þegar ég hafði ekki föst verkefni og hafði áhyggjur, þá hugsaði ég að ég vildi fá fimm verkefni í þessari viku og það var með ólíkindum hvernig alheimurinn svaraði mér með nákvæmlega fimm verkefni, en þú þarft að vera vakandi og á tánum fyrir því að það sem þú kallar á komi til þín. Til dæmis ef þú hefur ræktað þá neikvæðu jurt í huga þínum að allt sé ómögulegt, þú sért óheppinn, eigir ekkert gott skilið, þá er það nákvæmlega það sem þú kallar yfir þig og öfugt. Knús og kossar, Kling.Fræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi, Hulk.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira