Erlent

Hátt í 300 lúxusbílar horfnir eftir alþjóðlega ráðstefnu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Xi Jinping, forseti Kína, sést hér í Port Moresby, við einn af þeim bílum sem yfirvöld flutti inn fyrir ráðstefnuna.
Xi Jinping, forseti Kína, sést hér í Port Moresby, við einn af þeim bílum sem yfirvöld flutti inn fyrir ráðstefnuna.
Lögreglan í Papúa-Nýju-Gíneu leita nú hörðum höndum að 284 lúxusbílum sem eru horfnir eftir að ráðstefnu APEC-ríkjanna þar í landi á síðasta ári. BBC greinir frá.

APEC er vettvangur efnahagssamvinnu Asíu- og Kyrrahafsríkja en í samtökunum eru 21 ríki, þar á meðal Bandaríkin, Rússland og Kína. Til þess að fulltrúar ríkjanna gætu komist þægilega á milli staða var gripið til þess ráðs að flytja inn rúmlega 300 lúxusbíla.

Í ljós hefur komið að 284 þeirra hafa ekki skilað sér til baka og hefur lögreglan í höfuðborg ríkisins sett saman sérstaka sérsveit sem hefur fengið það verkefni að finna bílana. Það þykir þó vera bót í máli að dýrustu bílarnir, af Maserati og Bentley-gerð, skiluðu sér aftur eftir ráðstefnuna

Bílarnir sem horfnir eru af margvíslegri gerð, þar á meðal Toyota Landcruiser jeppar. Vitað er til þess að minnst níu af þeim bílum sem horfnir eru hafi verið stolið, aðrir eru skemmdir og þá hafi nokkrum verið skilað „mjög skemmdum“ til baka.

Yfirvöld í Papúa-Nýju-Gíneu voru harðlega gagnrýnd á sínum tíma fyrir að flytja inn flotann, enda ríkið tiltölulega ofarlega á lista yfir fátækustu ríki heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×