Keppendur gera athugasemd við framkomu Hatara Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2019 12:20 Hatari eru á gráu svæði hvað varðar reglur um Söngvakeppnina og hafa keppendur gert athugasemd við það. Nokkur urgur virðist meðal keppenda í forkeppni Eurovision-söngvakeppninnar vegna framgöngu Hatara. Sem og utan þess hóps eins og Vísir hefur greint frá. Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV staðfestir þetta. „Okkur hafa borist athugasemdir við framkomu Hatara,“ segir Skarphéðinn. Hann vill ekki greina frá því frá hvaða keppendum athugasemdirnar eru komnar.Brot við reglum varða brottvísun Meðal keppenda eru þær skoðanir uppi að Hatari hafi gerst brotlegir við lög keppninnar þar, nánar tiltekið 10.2 um Siðferði. Þar segir að höfundar og þátttakendur þurfi að heita því að halda trúnað og hafa ekki í frammi ósæmilega hegðun sem getur sært blygðunarkennd áhorfenda eða annarra þátttakenda; komið óorði á Söngvakeppnina, RÚV eða ESC.„Textar, ræður eða látbragð/sviðshreyfingar af pólitískum eða svipuðum toga eru ekki leyfilegar í Söngvakeppninni eða ESC 19. Það sama á við um gróf blótsyrði eða annað óviðunandi orðbragð í lagatextum. Einnig er óheimill allur áróður eða annað í þeim dúr í lagatextum eða sviðsetningu laga í Söngvakeppninni eða í ESC 19. Brot á þessari reglu getur leitt til brottvísunar úr keppni,“ segir í þessari grein reglnanna. Ljóst er að viðurlög við brotum af þessu tagi eru ströng: Brottvikning. Meðlimir Hatari hafa sagst vilja nota dagskrárvaldið sem í þátttökunni felst til að koma pólitískum skilaboðum á framfæri. En, þá er þetta spurningin hvort hægt sé að heimfæra það uppá atriðið sem slíkt?Keppnin skuli ekki vera pólitískur vettvangur Skarphéðinn segir að sem dagskrárstjóri eigi hann í reglulegu og góðu samtali við höfunda og flytjendur um ýmislegt sem að keppninni snýr.Teknóhljómsveitin Hatari er farin að velgja einlægum Eurovisionaðdáendum undir uggum, svo vægt sé til orða tekið.Mummi Lú„Fæ meðal annars sendar athugasemdir í tölvupósti og tillögur að því sem betur mætti fara - nokkuð sem við í senn tökum fagnandi, alvarlega og til athugunar, því þannig teljum við að hægt sé að gera góða keppni ennþá betri. Ég lít svo á að þessi samskipti fari fram í fullum trúnaði, séu eðlilegur hluti af slíku samstarfi og get því hvorki staðfest hverjir hafi verið í bandi eða hvert innihald samskiptanna hafi verið,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Skarphéðinn vísar til þess sem hann hefur áður sagt að Söngvakeppnin, rétt eins og Eurovision, skuli aldrei vera „pólitískur vettvangur jafnvel þótt keppendur bæði fyrr og nú hafi með ýmsum hætti reynt, beint eða óbeint, að koma áleiðis einhvers konar boðskap sem einhverjir hafi túlkað sem pólitískan. Þegar slíkt gerist eru keppendur minntir á reglur keppninnar. Allir höfundar og þátttakendur í Söngvakeppninni í ár hafa heitið því að fylgja reglum keppninnar og er samhljómur um að gera keppnina hina skemmtilegustu fyrir landsmenn.“Barði segir Söngvakeppnina skemmtiþátt Samkvæmt heimildum Vísis er einn þeirra sem gert hefur athugasemdir við pólitískar skírskotanir Hatara Barði Jóhannsson sem er með lag í keppninni, það sem Elli Grill, Skaði og Glymur flytja: Jeijó, keyrum alla leið. Barði vildi þó ekki kannast við neitt slíkt þegar Vísir spurði hann út í þetta.„Mér finnst atriði Hatara vel útfært atriði í sjónvarpi og hef ekkert annað en gott um það að segja. Hið glæsilegasta atriði.“En, er það þín skoðun að RÚV ehf. ætti að framfylgja þessum reglum 10.2 og þá til hins ýtrasta? „Ég var beðinn um að semja lag í skemmtiþátt í sjónvarpi og leitast við hressleika í tjáningu. Það pólitískasta sem ég hef farið í tónlist er að semja stefið í Silfur Egils,“ segir Barði. Og bætir við: „Ég lít ekki á Eurovision sem keppni, fyrir mér er þetta skemmtiþáttur í sjónvarpi og ég ákvað að taka þátt í honum sem slíkum. Ef mig langaði til Ísrael þá selur Wow ódýr flugsæti.“Tengd skjöl:Reglur Söngvakeppninnar 2019 Eurovision Fjölmiðlar Menning Tengdar fréttir Myndaveisla frá Söngvakeppninni Hera Björk Þórhallsdóttir og hljómsveitin Hatari tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitum Söngvakeppninnar og nú ljóst að þessir flytjendur koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar sem fer fram í Laugardalshöll 2. mars. 10. febrúar 2019 09:22 Breskur blaðamaður spáir Hatara sigri í Eurovision Segist fá sömu gæsahúð og þegar hann heyrði Euphora með Loreen. 11. febrúar 2019 11:44 Einlægir Eurovision-aðdáendur í öngum sínum vegna Hatara Útvarpsstjóri grátbeðinn um að grípa í taumana. 11. febrúar 2019 13:53 Hatari og Hera Björk áfram í úrslit Hera Björk Þórhallsdóttir og hljómsveitin Hatari tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Söngvakeppninnar 2019 9. febrúar 2019 21:14 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Nokkur urgur virðist meðal keppenda í forkeppni Eurovision-söngvakeppninnar vegna framgöngu Hatara. Sem og utan þess hóps eins og Vísir hefur greint frá. Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV staðfestir þetta. „Okkur hafa borist athugasemdir við framkomu Hatara,“ segir Skarphéðinn. Hann vill ekki greina frá því frá hvaða keppendum athugasemdirnar eru komnar.Brot við reglum varða brottvísun Meðal keppenda eru þær skoðanir uppi að Hatari hafi gerst brotlegir við lög keppninnar þar, nánar tiltekið 10.2 um Siðferði. Þar segir að höfundar og þátttakendur þurfi að heita því að halda trúnað og hafa ekki í frammi ósæmilega hegðun sem getur sært blygðunarkennd áhorfenda eða annarra þátttakenda; komið óorði á Söngvakeppnina, RÚV eða ESC.„Textar, ræður eða látbragð/sviðshreyfingar af pólitískum eða svipuðum toga eru ekki leyfilegar í Söngvakeppninni eða ESC 19. Það sama á við um gróf blótsyrði eða annað óviðunandi orðbragð í lagatextum. Einnig er óheimill allur áróður eða annað í þeim dúr í lagatextum eða sviðsetningu laga í Söngvakeppninni eða í ESC 19. Brot á þessari reglu getur leitt til brottvísunar úr keppni,“ segir í þessari grein reglnanna. Ljóst er að viðurlög við brotum af þessu tagi eru ströng: Brottvikning. Meðlimir Hatari hafa sagst vilja nota dagskrárvaldið sem í þátttökunni felst til að koma pólitískum skilaboðum á framfæri. En, þá er þetta spurningin hvort hægt sé að heimfæra það uppá atriðið sem slíkt?Keppnin skuli ekki vera pólitískur vettvangur Skarphéðinn segir að sem dagskrárstjóri eigi hann í reglulegu og góðu samtali við höfunda og flytjendur um ýmislegt sem að keppninni snýr.Teknóhljómsveitin Hatari er farin að velgja einlægum Eurovisionaðdáendum undir uggum, svo vægt sé til orða tekið.Mummi Lú„Fæ meðal annars sendar athugasemdir í tölvupósti og tillögur að því sem betur mætti fara - nokkuð sem við í senn tökum fagnandi, alvarlega og til athugunar, því þannig teljum við að hægt sé að gera góða keppni ennþá betri. Ég lít svo á að þessi samskipti fari fram í fullum trúnaði, séu eðlilegur hluti af slíku samstarfi og get því hvorki staðfest hverjir hafi verið í bandi eða hvert innihald samskiptanna hafi verið,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Skarphéðinn vísar til þess sem hann hefur áður sagt að Söngvakeppnin, rétt eins og Eurovision, skuli aldrei vera „pólitískur vettvangur jafnvel þótt keppendur bæði fyrr og nú hafi með ýmsum hætti reynt, beint eða óbeint, að koma áleiðis einhvers konar boðskap sem einhverjir hafi túlkað sem pólitískan. Þegar slíkt gerist eru keppendur minntir á reglur keppninnar. Allir höfundar og þátttakendur í Söngvakeppninni í ár hafa heitið því að fylgja reglum keppninnar og er samhljómur um að gera keppnina hina skemmtilegustu fyrir landsmenn.“Barði segir Söngvakeppnina skemmtiþátt Samkvæmt heimildum Vísis er einn þeirra sem gert hefur athugasemdir við pólitískar skírskotanir Hatara Barði Jóhannsson sem er með lag í keppninni, það sem Elli Grill, Skaði og Glymur flytja: Jeijó, keyrum alla leið. Barði vildi þó ekki kannast við neitt slíkt þegar Vísir spurði hann út í þetta.„Mér finnst atriði Hatara vel útfært atriði í sjónvarpi og hef ekkert annað en gott um það að segja. Hið glæsilegasta atriði.“En, er það þín skoðun að RÚV ehf. ætti að framfylgja þessum reglum 10.2 og þá til hins ýtrasta? „Ég var beðinn um að semja lag í skemmtiþátt í sjónvarpi og leitast við hressleika í tjáningu. Það pólitískasta sem ég hef farið í tónlist er að semja stefið í Silfur Egils,“ segir Barði. Og bætir við: „Ég lít ekki á Eurovision sem keppni, fyrir mér er þetta skemmtiþáttur í sjónvarpi og ég ákvað að taka þátt í honum sem slíkum. Ef mig langaði til Ísrael þá selur Wow ódýr flugsæti.“Tengd skjöl:Reglur Söngvakeppninnar 2019
Eurovision Fjölmiðlar Menning Tengdar fréttir Myndaveisla frá Söngvakeppninni Hera Björk Þórhallsdóttir og hljómsveitin Hatari tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitum Söngvakeppninnar og nú ljóst að þessir flytjendur koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar sem fer fram í Laugardalshöll 2. mars. 10. febrúar 2019 09:22 Breskur blaðamaður spáir Hatara sigri í Eurovision Segist fá sömu gæsahúð og þegar hann heyrði Euphora með Loreen. 11. febrúar 2019 11:44 Einlægir Eurovision-aðdáendur í öngum sínum vegna Hatara Útvarpsstjóri grátbeðinn um að grípa í taumana. 11. febrúar 2019 13:53 Hatari og Hera Björk áfram í úrslit Hera Björk Þórhallsdóttir og hljómsveitin Hatari tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Söngvakeppninnar 2019 9. febrúar 2019 21:14 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Myndaveisla frá Söngvakeppninni Hera Björk Þórhallsdóttir og hljómsveitin Hatari tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitum Söngvakeppninnar og nú ljóst að þessir flytjendur koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar sem fer fram í Laugardalshöll 2. mars. 10. febrúar 2019 09:22
Breskur blaðamaður spáir Hatara sigri í Eurovision Segist fá sömu gæsahúð og þegar hann heyrði Euphora með Loreen. 11. febrúar 2019 11:44
Einlægir Eurovision-aðdáendur í öngum sínum vegna Hatara Útvarpsstjóri grátbeðinn um að grípa í taumana. 11. febrúar 2019 13:53
Hatari og Hera Björk áfram í úrslit Hera Björk Þórhallsdóttir og hljómsveitin Hatari tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Söngvakeppninnar 2019 9. febrúar 2019 21:14