Milljarður rís í sjöunda sinn Stefán Árni Pálsson skrifar 11. febrúar 2019 15:30 Frábærir listamenn koma fram á fimmtudaginn og halda uppi fjörinu. Millarður rís er haldinn hér á landi í sjöunda sinn þar sem fólk kemur saman og dansar fyrir heimi þar sem allir, óháð kyni og kynhneigð, fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi. Milljarður rís verður fimmtudaginn 14. febrúar. UN Women fagnar 30 ára afmæli í ár en þetta kemur fram í tilkynningu frá UN Women. Líkt og fyrri ár er það plötusnúðurinn DJ Margeir sem stýrir tónlistinni og fær hann til liðs við sig glæsilegan hóp tónlistarfólks sem sér til þess að mannskapurinn hristi sig og skeki. Fram koma Diskódúettinn Þú og ég, Amabamadama, Auður, Svala Björgvins, GDRN, Högni, Daníel og Cell7. Þá verður nýja FO-húfan til sölu á staðnum auk nýs FO söluvarnings og rennur ágóðinn til verkefna UN Women sem vinna að því að uppræta kynbundið ofbeldi um allan heim. „Við hvetjum fólk til að mæta með FO-húfurnar sínar á svæðið og taka sínar eigin FO myndir en InstaMyndir verða á staðnum,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir að ein af hverjum þremur konum um heim allan verði fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni, það er um ein milljón kvenna. Í fyrra var viðburðurinn haldinn í yfir 200 löndum víðs vegar um heiminn. Á Íslandi kom fjöldi fólks saman á öllum aldri um allt land. Í ár verður aftur dansað um allan heim sem og víða um landið. Milljarður rís verður haldinn í Hörpu í Reykjavík, félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði, Fosshótel á Húsavík, íþróttahúsinu á Sauðárkróki, íþróttahúsinu Neskaupstað, íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum, í Hnyðju í Hólmavík, Nýheimum á Höfn í Hornafirði, íþróttahúsinu Iðu á Selfossi og Hofi á Akureyri. Frí bílastæði við Hörpu á meðan viðburði stendur en viðburðurinn stendur frá 12:15-13:00. Jafnréttismál Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Millarður rís er haldinn hér á landi í sjöunda sinn þar sem fólk kemur saman og dansar fyrir heimi þar sem allir, óháð kyni og kynhneigð, fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi. Milljarður rís verður fimmtudaginn 14. febrúar. UN Women fagnar 30 ára afmæli í ár en þetta kemur fram í tilkynningu frá UN Women. Líkt og fyrri ár er það plötusnúðurinn DJ Margeir sem stýrir tónlistinni og fær hann til liðs við sig glæsilegan hóp tónlistarfólks sem sér til þess að mannskapurinn hristi sig og skeki. Fram koma Diskódúettinn Þú og ég, Amabamadama, Auður, Svala Björgvins, GDRN, Högni, Daníel og Cell7. Þá verður nýja FO-húfan til sölu á staðnum auk nýs FO söluvarnings og rennur ágóðinn til verkefna UN Women sem vinna að því að uppræta kynbundið ofbeldi um allan heim. „Við hvetjum fólk til að mæta með FO-húfurnar sínar á svæðið og taka sínar eigin FO myndir en InstaMyndir verða á staðnum,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir að ein af hverjum þremur konum um heim allan verði fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni, það er um ein milljón kvenna. Í fyrra var viðburðurinn haldinn í yfir 200 löndum víðs vegar um heiminn. Á Íslandi kom fjöldi fólks saman á öllum aldri um allt land. Í ár verður aftur dansað um allan heim sem og víða um landið. Milljarður rís verður haldinn í Hörpu í Reykjavík, félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði, Fosshótel á Húsavík, íþróttahúsinu á Sauðárkróki, íþróttahúsinu Neskaupstað, íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum, í Hnyðju í Hólmavík, Nýheimum á Höfn í Hornafirði, íþróttahúsinu Iðu á Selfossi og Hofi á Akureyri. Frí bílastæði við Hörpu á meðan viðburði stendur en viðburðurinn stendur frá 12:15-13:00.
Jafnréttismál Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira