Malek sagður nálgast samkomulag um að leika Bond-illmenni Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2019 23:32 Rami Malek var valinn besti leikarinn í nýafstaðinni Óskarsverðlaunahátið. Hinn nýbakaði Óskarsverðlaunahafi Rami Malek er sagður nálgast samkomulag um að leika illmennið í næstu James Bond-mynd. Greint er frá þessu á vef Collider en Malek þessi var valinn besti leikarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðinn sunnudag fyrir leik sinn í Bohemian Rhapsody þar sem hann brá sér í gervi tónlistarmannsins goðsagnakennda Freddie Mercury. Áður hafði verið greint frá því á vef Variety að framleiðendur Bond-myndarinnar vildu fá Malek í myndina en að tökuáætlun sjónvarpsþáttanna Mr. Robot, sem Malek er í aðalhlutverki í, stangaðist á við tökur þessar myndar um njósnara hennar hátignar. Collider segist hins vegar hafa heimildir fyrir því að umboðsstofa Maleks hafi náð að semja þannig að hann nái að uppfylla skilyrði beggja verkefna. Collider segir engar lýsingar að finna á þessu væntanlega illmenni en marokkóski leikarinn Said Taghmaoui, sem hefur meðal annars sést í Wonder Woman, hafði áður greint frá því að hann hefði komið til greina í hlutverk illmennisins þegar leikstjórinn Danny Boyle var ennþá viðloðinn verkefnið. Malek er af egypskum uppruna og því er dregin af því ályktun að handrit myndarinnar geri ráð fyrir að illmennið sé manneskja af norður-afrískum uppruna. Lea Seydoux er sögð endurtaka hlutverk sitt úr Bond-myndinni Spectre sem sálfræðingurinn Madeleine Swann og þá munu Naomie Harris, Ben Whishaw og Ralph Fiennes einnig bregða aftur fyrir í þessari Bond-mynd. Um er að ræða 25. Bond-myndina en hún hefur fengið vinnuheitið Shatterhand. Nafnið er komið frá dulnefni sem Bond-illmennið Ernst Blofeld notaðist við í einni af bókum Ians Fleming um njósnarann með einkennisnúmerið 007, You Only Live Twice. Daniel Craig mun leika James Bond í fimmta sinn en leikstjóri myndarinnar verður Cary Fukunuga. Áður hafði verið greint frá því að íslenska framleiðslufyrirtækið True North hefði fengi vilyrði fyrir risastyrk til að taka hluta myndarinnar upp í Noregi. James Bond Óskarinn Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Hinn nýbakaði Óskarsverðlaunahafi Rami Malek er sagður nálgast samkomulag um að leika illmennið í næstu James Bond-mynd. Greint er frá þessu á vef Collider en Malek þessi var valinn besti leikarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðinn sunnudag fyrir leik sinn í Bohemian Rhapsody þar sem hann brá sér í gervi tónlistarmannsins goðsagnakennda Freddie Mercury. Áður hafði verið greint frá því á vef Variety að framleiðendur Bond-myndarinnar vildu fá Malek í myndina en að tökuáætlun sjónvarpsþáttanna Mr. Robot, sem Malek er í aðalhlutverki í, stangaðist á við tökur þessar myndar um njósnara hennar hátignar. Collider segist hins vegar hafa heimildir fyrir því að umboðsstofa Maleks hafi náð að semja þannig að hann nái að uppfylla skilyrði beggja verkefna. Collider segir engar lýsingar að finna á þessu væntanlega illmenni en marokkóski leikarinn Said Taghmaoui, sem hefur meðal annars sést í Wonder Woman, hafði áður greint frá því að hann hefði komið til greina í hlutverk illmennisins þegar leikstjórinn Danny Boyle var ennþá viðloðinn verkefnið. Malek er af egypskum uppruna og því er dregin af því ályktun að handrit myndarinnar geri ráð fyrir að illmennið sé manneskja af norður-afrískum uppruna. Lea Seydoux er sögð endurtaka hlutverk sitt úr Bond-myndinni Spectre sem sálfræðingurinn Madeleine Swann og þá munu Naomie Harris, Ben Whishaw og Ralph Fiennes einnig bregða aftur fyrir í þessari Bond-mynd. Um er að ræða 25. Bond-myndina en hún hefur fengið vinnuheitið Shatterhand. Nafnið er komið frá dulnefni sem Bond-illmennið Ernst Blofeld notaðist við í einni af bókum Ians Fleming um njósnarann með einkennisnúmerið 007, You Only Live Twice. Daniel Craig mun leika James Bond í fimmta sinn en leikstjóri myndarinnar verður Cary Fukunuga. Áður hafði verið greint frá því að íslenska framleiðslufyrirtækið True North hefði fengi vilyrði fyrir risastyrk til að taka hluta myndarinnar upp í Noregi.
James Bond Óskarinn Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira