Hið minnsta 24 eru látnir eftir að fellibylurinn Idai skall á suðaustur Simbabve í gær. Brýr hrundu og heimili fuku í burt vegna fellibyljarins.
Fellibylurinn fór í fyrstu yfir landsvæði í Mósambík og Malaví og olli þar eyðileggingu, mikil flóð urðu og fór rafmagn af stórum svæðum. Þaðan gekk veðrið á Chimimami hérað Simbabve og olli þar mikilli eyðileggingu.
Talið er 24 séu látnir hið minnsta en um 40 er saknað úr veðurofsanum. Reuters hefur það eftir Joshua Sacco, þingmanni í landinu að líklegt sé að fjöldi hinna látnu muni hækka eftir að yfirvöld fara betur yfir stöðuna.
Héraðið Chimimani hefur farið verst út úr veðrinu. Auk eyðileggingar vegna vinds hefur flætt mikið og hefur það eyðilagt uppskeru á stórum svæðum. Það kemur sér illa við íbúa landsins en SÞ höfðu áætlað að 5.3 milljónir manna þurfi mataraðstoð.
Erlent