Loftslagsbreytingar ógna lífi og framtíð rúmlega 19 milljóna barna í Bangladess Heimsljós kynnir 5. apríl 2019 14:15 Ljósmynd frá Bangladess. Unicef Flóð, fellibyljir og aðrar náttúruhamfarir sem rakin eru til loftslagsbreytinga ógna nú lífi og framtíð fleiri en 19 milljóna barna í Bangladess. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, A Gathering Storm, sem kom út í dag. Þar kemur einnig fram að þrátt fyrir að íbúar Bangladess hafi sýnt aðdáunarverða þrautseigju í erfiðum aðstæðum undanfarinna ára er ljóst að fleiri úrræði og nýjar aðgerðir þurfa að líta dagsins ljós til að takast á við þær hættur sem steðja að yngstu íbúum landsins vegna loftslagsbreytinga. „Loftslagsbreytingar auka enn á þær hættur sem ógna fátækustu fjölskyldum Bangladess og gerir það að verkum að börn fá ekki viðunandi húsaskjól, næringu, heilsugæslu eða menntun,” sagði Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. Hún bætti því við að í Bangladess og mörgum af fátækari samfélögum heimsins geti skaði af völdum loftslagsbreytinga mögulega þurrkað út þann árangur sem hefur náðst við að auka lífslíkur og lífsgæði barna í heiminum á undanförnum árum.Öfgar í veðurfari skerða lífsgæði barnaÍ skýrslunni er einnig bent á að flatt landslag, þéttbýli og veikir innviðir geri Bangladess sérstaklega útsett fyrir miklum og ófyrirsjáanlegum náttúruöfgum sem loftslagsbreytingar valda. Áhrifanna gætir tilfinnanlega í láglendinu í norðurhluta landsins þar sem þurrkar og flóð ganga yfir og alla leið að stormasamri strandlengjunni við Bengalflóa. Öfgar í veðurfari á borð við flóð, storma, þurrka og fellibylji og aðstæður sem rekja má beint til loftslagsbreytinga eins og hækkun sjávarmáls, veldur því að fátækar fjölskyldur búa við enn þrengri kost, óvissu og erfiðari aðstæður en áður. Það bitnar á möguleikum barna meðal annars til þess að njóta menntunar og heilsugæslu. Um 12 milljónir þeirra barna sem eru í mestri hættu búa í nágrenni mikils árkerfis sem rennur í gegnum Bangladess. Árnar flæða reglulega yfir bakka sína en árið 2017 olli flóð í ánni Brahmaputra skemmdum á að minnsta kosti 480 heilsugæslustöðvum og 50 þúsund vatnsbrunnum, sem eru nauðsynlegir til að tryggja samfélögum heilnæmt drykkjarvatn. 4,5 milljónir barna búa við strandlengjuna þar sem tíðir fellibyljir valda mikilli eyðileggingu. Þar af eru um hálf milljón Róhingja-flóttabarna sem hafast við í lélegu skjóli úr bambus og plasti. 3 milljónir barna búa í landbúnaðarhéruðum landsins þar sem enn tíðari tímabil þurrka valda ítrekað skaða.Flótti til borganna skapar aðrar hætturSkýrslan varpar ljósi á að loftslagsbreytingar eru aðalorsökin fyrir því að fátækari íbúar Bangladess yfirgefa heimili sín og samfélög og freista þetta að lifa betra lífi annars staðar. Margir leggja leið sína til Dhaka og annarra stórborga. Þar steðjar önnur hætta að börnum en mörg þeirra verða fórnarlömb barnaþrælkunar og barnungar stúlkur eru gefnar í hjónaband. Þegar fjölskyldur neyðast til að yfirgefa heimili sín í dreifbýlinu og flytjast til borganna lýkur oft æsku barnanna eins og Sigríður Thorlacius varð vitni að í ferð sinni á vegum UNICEF á Íslandi til Dhaka árið 2017. Veðuröfgar og náttúruhamfarir neyða fjölskyldur til þess að flýja sveitirnar í yfirfullar borgirnar. Nú þegar er fjöldi barna sem býr og sefur á götunni, líkt og hin 9 ára gamla Habiba. Enn fleiri vinna hættulega erfiðisvinnu til að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða. Fleiri en 6 milljónir manna hafa þegar flust búferlum innan Bangladess vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Sú tala gæti tvöfaldast fyrir árið 2050.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent
Flóð, fellibyljir og aðrar náttúruhamfarir sem rakin eru til loftslagsbreytinga ógna nú lífi og framtíð fleiri en 19 milljóna barna í Bangladess. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, A Gathering Storm, sem kom út í dag. Þar kemur einnig fram að þrátt fyrir að íbúar Bangladess hafi sýnt aðdáunarverða þrautseigju í erfiðum aðstæðum undanfarinna ára er ljóst að fleiri úrræði og nýjar aðgerðir þurfa að líta dagsins ljós til að takast á við þær hættur sem steðja að yngstu íbúum landsins vegna loftslagsbreytinga. „Loftslagsbreytingar auka enn á þær hættur sem ógna fátækustu fjölskyldum Bangladess og gerir það að verkum að börn fá ekki viðunandi húsaskjól, næringu, heilsugæslu eða menntun,” sagði Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. Hún bætti því við að í Bangladess og mörgum af fátækari samfélögum heimsins geti skaði af völdum loftslagsbreytinga mögulega þurrkað út þann árangur sem hefur náðst við að auka lífslíkur og lífsgæði barna í heiminum á undanförnum árum.Öfgar í veðurfari skerða lífsgæði barnaÍ skýrslunni er einnig bent á að flatt landslag, þéttbýli og veikir innviðir geri Bangladess sérstaklega útsett fyrir miklum og ófyrirsjáanlegum náttúruöfgum sem loftslagsbreytingar valda. Áhrifanna gætir tilfinnanlega í láglendinu í norðurhluta landsins þar sem þurrkar og flóð ganga yfir og alla leið að stormasamri strandlengjunni við Bengalflóa. Öfgar í veðurfari á borð við flóð, storma, þurrka og fellibylji og aðstæður sem rekja má beint til loftslagsbreytinga eins og hækkun sjávarmáls, veldur því að fátækar fjölskyldur búa við enn þrengri kost, óvissu og erfiðari aðstæður en áður. Það bitnar á möguleikum barna meðal annars til þess að njóta menntunar og heilsugæslu. Um 12 milljónir þeirra barna sem eru í mestri hættu búa í nágrenni mikils árkerfis sem rennur í gegnum Bangladess. Árnar flæða reglulega yfir bakka sína en árið 2017 olli flóð í ánni Brahmaputra skemmdum á að minnsta kosti 480 heilsugæslustöðvum og 50 þúsund vatnsbrunnum, sem eru nauðsynlegir til að tryggja samfélögum heilnæmt drykkjarvatn. 4,5 milljónir barna búa við strandlengjuna þar sem tíðir fellibyljir valda mikilli eyðileggingu. Þar af eru um hálf milljón Róhingja-flóttabarna sem hafast við í lélegu skjóli úr bambus og plasti. 3 milljónir barna búa í landbúnaðarhéruðum landsins þar sem enn tíðari tímabil þurrka valda ítrekað skaða.Flótti til borganna skapar aðrar hætturSkýrslan varpar ljósi á að loftslagsbreytingar eru aðalorsökin fyrir því að fátækari íbúar Bangladess yfirgefa heimili sín og samfélög og freista þetta að lifa betra lífi annars staðar. Margir leggja leið sína til Dhaka og annarra stórborga. Þar steðjar önnur hætta að börnum en mörg þeirra verða fórnarlömb barnaþrælkunar og barnungar stúlkur eru gefnar í hjónaband. Þegar fjölskyldur neyðast til að yfirgefa heimili sín í dreifbýlinu og flytjast til borganna lýkur oft æsku barnanna eins og Sigríður Thorlacius varð vitni að í ferð sinni á vegum UNICEF á Íslandi til Dhaka árið 2017. Veðuröfgar og náttúruhamfarir neyða fjölskyldur til þess að flýja sveitirnar í yfirfullar borgirnar. Nú þegar er fjöldi barna sem býr og sefur á götunni, líkt og hin 9 ára gamla Habiba. Enn fleiri vinna hættulega erfiðisvinnu til að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða. Fleiri en 6 milljónir manna hafa þegar flust búferlum innan Bangladess vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Sú tala gæti tvöfaldast fyrir árið 2050.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent