Eitt af hverjum 20 börnum á Filippseyjum yfirgefið, munaðarlaust eða vanrækt Heimsljós kynnir 4. apríl 2019 11:00 SOS Barnaþorpið í Tacloban á Filipppseyjum. Fjölskyldueflingin nær til nágrennis þess. SOS Fjölskyldueflingarverkefni SOS Barnaþorpanna á Filippseyjum hófst með formlegum hætti í byrjun mánaðarins. SOS á Íslandi fjármagnar verkefnið með stuðningi utanríkisráðuneytisins sem lagði til rúmar 45 milljónir króna. Mótframlag SOS eru rúmar 11 milljónir króna og það er fjármagnað af styrktaraðilum SOS á Íslandi sem kallast SOS-fjölskylduvinir.Í frétt á vef SOS kemur fram að verkefnið á Filippseyjum sé til þriggja ára. Það nær til 1800 barna og ungmenna og snýst um klæðskerasniðna aðstoð við barnafjölskyldur „sem eiga erfitt með að mæta þörfum barnanna og börnin eiga á hættu að missa forsjá foreldra sinna,“ eins og segir í fréttinni. Þar kemur fram að eitt af hverjum tuttugu börnum á Filippseyjum hafi verið yfirgefið, sé munaðarlaust eða vanrækt. SOS á Íslandi hefur haft nokkra aðkomu að útfærslu verkefnisins, meðal annars umfang þess og staðsetningar í samráði við heimamenn. Þeir sjá þó um aðaláherslur og útfærslu þess. „Með formlegu upphafi verkefnisins á mánudaginn hófst ferli ráðninga á starfsfólki, uppsetning skrifstofu og önnur skipulagning en skjólstæðingar hafa þegar verið valdir eftir mati fagfólks á svæðinu,“ segir í fréttinni. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna nú þrjú fjölskyldueflingarverkefni en hin eru í Eþíópíu og Perú.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent
Fjölskyldueflingarverkefni SOS Barnaþorpanna á Filippseyjum hófst með formlegum hætti í byrjun mánaðarins. SOS á Íslandi fjármagnar verkefnið með stuðningi utanríkisráðuneytisins sem lagði til rúmar 45 milljónir króna. Mótframlag SOS eru rúmar 11 milljónir króna og það er fjármagnað af styrktaraðilum SOS á Íslandi sem kallast SOS-fjölskylduvinir.Í frétt á vef SOS kemur fram að verkefnið á Filippseyjum sé til þriggja ára. Það nær til 1800 barna og ungmenna og snýst um klæðskerasniðna aðstoð við barnafjölskyldur „sem eiga erfitt með að mæta þörfum barnanna og börnin eiga á hættu að missa forsjá foreldra sinna,“ eins og segir í fréttinni. Þar kemur fram að eitt af hverjum tuttugu börnum á Filippseyjum hafi verið yfirgefið, sé munaðarlaust eða vanrækt. SOS á Íslandi hefur haft nokkra aðkomu að útfærslu verkefnisins, meðal annars umfang þess og staðsetningar í samráði við heimamenn. Þeir sjá þó um aðaláherslur og útfærslu þess. „Með formlegu upphafi verkefnisins á mánudaginn hófst ferli ráðninga á starfsfólki, uppsetning skrifstofu og önnur skipulagning en skjólstæðingar hafa þegar verið valdir eftir mati fagfólks á svæðinu,“ segir í fréttinni. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna nú þrjú fjölskyldueflingarverkefni en hin eru í Eþíópíu og Perú.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent