Selja illa fengna snekkju Jho Low með helmingsafslætti Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2019 12:12 Equanimity hefur legið við bryggju í Kúala Lúmpúr undanfarna mánuði, með gríðarlegum kostnaði fyrir malasíska skattgreiðendur. Vísir/getty Malasísk stjórnvöld hafa fallist á að selja ofursnekkju, sem talið er að hafi verið keypt fyrir opinbert fé, fyrir 126 milljónir dala, 15 milljarða íslenskra króna. Salan á snekkjunni er liður í átaki þarlendra stjórnvalda til að vinda ofan 1MDB-hneykslinu svokallaða sem hefur teygt anga sína víða - t.a.m. til Hollywood. Hneykslið dregur nafn sitt af samnefndum sjóði, 1MDB, sem stendur fyrir 1Malaysia Development Berhad. Þáverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, stofnaði sjóðinn árið 2009 með það að markmiði að laða að erlenda fjárfestingu til Malasíu og stuðla að uppbyggingu landsins. Fjármunir úr sjóðnum virðast þó hafa verið nýttir í allt annað en að styrkja innviði Malasíu. Talið er að milljörðum dala hafi verið stolið úr sjóðnum, sem var síðan notaður til að stunda peningaþvætti í gegnum dótturfyrirtæki.Tyrkenskt gufubað og þyrlupalli Réttað var yfir Razak í dag, sem alls sætir 42 ákærum fyrir aðild sína að málinu. Hann neitaði sök í þeim sjö ákæruliðum sem teknir voru fyrir í Kúala Lúmpúr í dag. Bæði malasísk og bandarísk stjórnvöld eru þó fullviss um sekt Razak. Hann og kónar hans hafi notað sjóðinn til að fjármagna lúxuslífstíl sinn; keypt einkaþotu, Picasso-málverk, fjöldann allan af fasteignum sem og fyrrnefnda ofursnekkju, sem ber heitið Equanimity. Snekkjan er engin smásmíði; hún er rúmur 91 metri að lengd, með heitum potti, 20 metra langri sundlaug, þyrlupalli, snyrtistofu, líkamsræktarstöð, kvikmyndasal og tyrknesku gufubaði - svo eitthvað sé nefnt.Jho Low með góðvini sínum Leonardo DiCaprio. Sá malasíski fjármagnaði ekki aðeins eina af stórmyndum leikarans, The Wolf of Wall Street, heldur á hann einnig að hafa gefið DiCaprio rándýrt Picasso-málverk.Getty/Bertrand Rindoff PetroffEinn af samverkamönnum fyrrnefnds Razak var kaupsýslumaðurinn Low Taek Jho, betur þekktur sem Jho Low. Talið er að það hafi verið hann sem festi kaup á Equanimity fyrir 250 milljónir dala árið 2014. Malasískir miðlar segja söluverðið, fyrrnefndar 126 milljónir dala til spilavítaveldisins Genting Malaysia, því vera hálfgert rán. Lagt var hald á snekkjuna við strendur Bali í Indónesíu í fyrra og var hún framseld til malasískra yfirvalda. Snekkjan hefur legið við bryggju í Kúala Lúmpúr frá því í ágúst í umsjá þarlendra stjórnvalda.Sogar til sín skattféHeimildarmaður The Star segir að upphaflega hafi staðið til að selja snekkjuna fyrir 130 milljónir dala hið minnsta, sem þó eru næstum helmingsafföll. Fjöldi tilboða hafi borist í snekkjuna en flest á bilinu 80 til 100 milljónir dala. Því hafi verið ákveðið að ganga að tilboði spilavítaveldisins. Malasísk stjórnvöld hafi auk þess verið í hálfgerðri tímaþröng við að selja snekkjuna. Gríðarlegur viðhaldskostnaður hafi „sligað skattgreiðendur,“ sem ætlað er að hafi greitt 3,5 milljónir dala í hafnargjöld og fyrir hvers kyns lagfæringar á ofursnekkjunni síðastliðna 8 mánuði. Þrátt fyrir að söluverðið hafi valdið malasískum stjórnvöldum vonbrigðum er þetta engu að síður hæsta upphæð sem þeim hefur tekist að skrapa saman á einu bretti í tengslum við uppgjörið á 1MDB. Rannsakendur eiga þó ennþá nokkuð langt í land við að endurheimta alla þá 4,5 milljarða dala sem talið er að hafi verið stolið úr sjóðnum. Nánar má fræðast um 1MDB, Razak og Jho Low í úttekt Vísis: Glerpíanó, týndir milljarðar og Hollywood-stjörnur í einu stærsta fjársvikamáli sögunnar. Malasía Tengdar fréttir Malasía fer í hart við Goldman Sachs Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs verst ásökunum um að hafa tekið þátt í spillingu er varðar malasískan fjárfestingarsjóð. 19. desember 2018 09:00 Glerpíanó, týndir milljarðar og Hollywood-stjörnur í einu stærsta fjársvikamáli sögunnar Picasso-málverk, glerpíanó, lúxussnekkjur og týndir milljarðar koma við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli sögunnar, en í dag áttu að hefjast réttarhöld yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, vegna málsins. 13. febrúar 2019 09:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Malasísk stjórnvöld hafa fallist á að selja ofursnekkju, sem talið er að hafi verið keypt fyrir opinbert fé, fyrir 126 milljónir dala, 15 milljarða íslenskra króna. Salan á snekkjunni er liður í átaki þarlendra stjórnvalda til að vinda ofan 1MDB-hneykslinu svokallaða sem hefur teygt anga sína víða - t.a.m. til Hollywood. Hneykslið dregur nafn sitt af samnefndum sjóði, 1MDB, sem stendur fyrir 1Malaysia Development Berhad. Þáverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, stofnaði sjóðinn árið 2009 með það að markmiði að laða að erlenda fjárfestingu til Malasíu og stuðla að uppbyggingu landsins. Fjármunir úr sjóðnum virðast þó hafa verið nýttir í allt annað en að styrkja innviði Malasíu. Talið er að milljörðum dala hafi verið stolið úr sjóðnum, sem var síðan notaður til að stunda peningaþvætti í gegnum dótturfyrirtæki.Tyrkenskt gufubað og þyrlupalli Réttað var yfir Razak í dag, sem alls sætir 42 ákærum fyrir aðild sína að málinu. Hann neitaði sök í þeim sjö ákæruliðum sem teknir voru fyrir í Kúala Lúmpúr í dag. Bæði malasísk og bandarísk stjórnvöld eru þó fullviss um sekt Razak. Hann og kónar hans hafi notað sjóðinn til að fjármagna lúxuslífstíl sinn; keypt einkaþotu, Picasso-málverk, fjöldann allan af fasteignum sem og fyrrnefnda ofursnekkju, sem ber heitið Equanimity. Snekkjan er engin smásmíði; hún er rúmur 91 metri að lengd, með heitum potti, 20 metra langri sundlaug, þyrlupalli, snyrtistofu, líkamsræktarstöð, kvikmyndasal og tyrknesku gufubaði - svo eitthvað sé nefnt.Jho Low með góðvini sínum Leonardo DiCaprio. Sá malasíski fjármagnaði ekki aðeins eina af stórmyndum leikarans, The Wolf of Wall Street, heldur á hann einnig að hafa gefið DiCaprio rándýrt Picasso-málverk.Getty/Bertrand Rindoff PetroffEinn af samverkamönnum fyrrnefnds Razak var kaupsýslumaðurinn Low Taek Jho, betur þekktur sem Jho Low. Talið er að það hafi verið hann sem festi kaup á Equanimity fyrir 250 milljónir dala árið 2014. Malasískir miðlar segja söluverðið, fyrrnefndar 126 milljónir dala til spilavítaveldisins Genting Malaysia, því vera hálfgert rán. Lagt var hald á snekkjuna við strendur Bali í Indónesíu í fyrra og var hún framseld til malasískra yfirvalda. Snekkjan hefur legið við bryggju í Kúala Lúmpúr frá því í ágúst í umsjá þarlendra stjórnvalda.Sogar til sín skattféHeimildarmaður The Star segir að upphaflega hafi staðið til að selja snekkjuna fyrir 130 milljónir dala hið minnsta, sem þó eru næstum helmingsafföll. Fjöldi tilboða hafi borist í snekkjuna en flest á bilinu 80 til 100 milljónir dala. Því hafi verið ákveðið að ganga að tilboði spilavítaveldisins. Malasísk stjórnvöld hafi auk þess verið í hálfgerðri tímaþröng við að selja snekkjuna. Gríðarlegur viðhaldskostnaður hafi „sligað skattgreiðendur,“ sem ætlað er að hafi greitt 3,5 milljónir dala í hafnargjöld og fyrir hvers kyns lagfæringar á ofursnekkjunni síðastliðna 8 mánuði. Þrátt fyrir að söluverðið hafi valdið malasískum stjórnvöldum vonbrigðum er þetta engu að síður hæsta upphæð sem þeim hefur tekist að skrapa saman á einu bretti í tengslum við uppgjörið á 1MDB. Rannsakendur eiga þó ennþá nokkuð langt í land við að endurheimta alla þá 4,5 milljarða dala sem talið er að hafi verið stolið úr sjóðnum. Nánar má fræðast um 1MDB, Razak og Jho Low í úttekt Vísis: Glerpíanó, týndir milljarðar og Hollywood-stjörnur í einu stærsta fjársvikamáli sögunnar.
Malasía Tengdar fréttir Malasía fer í hart við Goldman Sachs Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs verst ásökunum um að hafa tekið þátt í spillingu er varðar malasískan fjárfestingarsjóð. 19. desember 2018 09:00 Glerpíanó, týndir milljarðar og Hollywood-stjörnur í einu stærsta fjársvikamáli sögunnar Picasso-málverk, glerpíanó, lúxussnekkjur og týndir milljarðar koma við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli sögunnar, en í dag áttu að hefjast réttarhöld yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, vegna málsins. 13. febrúar 2019 09:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Malasía fer í hart við Goldman Sachs Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs verst ásökunum um að hafa tekið þátt í spillingu er varðar malasískan fjárfestingarsjóð. 19. desember 2018 09:00
Glerpíanó, týndir milljarðar og Hollywood-stjörnur í einu stærsta fjársvikamáli sögunnar Picasso-málverk, glerpíanó, lúxussnekkjur og týndir milljarðar koma við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli sögunnar, en í dag áttu að hefjast réttarhöld yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, vegna málsins. 13. febrúar 2019 09:30