Guterres skrifar ávarp í nýútkomna skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnuninnar þar sem hann ítrekar áskoranir um aðgerðir. Í skýrslunni – Statement of the State of The Global Climate in 2018 – er sýnt fram á að aukin samþjöppun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu aukist hratt og það er mat stofnunarinnar að þessi þróun nálgist hættumörk. Í skýrslunni segir að áþreifanleg merki um loftslagsbreytingar komi sífellt betur í ljós og jafnframt félagsleg og efnahagsleg áhrif þeirra. Þá er vakin athygli á hækkandi yfirborði sjávar og óvenjuháum loft- og sjávarhita síðustu fjögur árin. Hlýnunin hafi verið samfelld frá síðustu aldamótum og reiknað sé með að hún haldi áfram.
Frétt UN News: New UN Global Climate report ‘another strong wake-up call’ over global warming: Guterres
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.