Háttsettur starfsmaður WHO myrtur í Kongó Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2019 22:02 Nokkrar árásir sem þessar hafa verið gerðar á undanförnum mánuðum og hefur það leitt til þess að hjálparstarfsmenn hafa flúið frá Kongó. AP/Al-hadji Kudra Maliro Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Austur-Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Tveir aðrir starfsmenn stofnunarinnar særðust í árásinni sem beindist að sjúkrahúsi í borginni Butembo en íbúar svæðisins upplifa nú næst stærsta ebólufaraldur sögunnar. Vígamennirnir tilheyra hóp sem vill að allir utanaðkomandi heilbrigðisstarfsmenn yfirgefi Kongó, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Faraldurinn breiðist nú út hraðar en hann hefur áður gert en útbreiðsla ebólu í Kongó var skilgreind sem faraldur í ágúst síðastliðnum.Þar spila árásir vígamanna og annarra inn í en þó nokkrar slíkar árásir hafa verið gerðar á undanförnum mánuðum og hefur það leitt til þess að hjálparstarfsmenn hafa flúið frá Kongó. Háttsetti læknirinn sem lést hét Richard Mouzoko. Talið er að um 843 hafi dáið vegna ebóluveirunnar í Kongó og að hundruð til viðbótar hafi smitast. Reuters segir vígamenn og aðra sem ráðist hafa gagn hjálparstarfsmönnum trúa því að um samsæri sé ræða og að ríkisstjórn landsins eða aðrar þjóðir standi að baki faraldursins. Í röð tísta sem birt voru í kvöld segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, að stofnunin sé að skoða öryggisástandið í Kongó og ítrekaði hættuna sem steðjar að hjálparstarfsmönnum þar.Today we lost one of our very own: Dr Richard Valery Mouzoko Kiboung, an epidemiologist deployed in the #Ebola response in #DRC, during a hospital attack in Butembo.We grieve together with his family during this difficult time. pic.twitter.com/dJ52VL64Yn— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) April 19, 2019 Austur-Kongó Ebóla Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Austur-Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Tveir aðrir starfsmenn stofnunarinnar særðust í árásinni sem beindist að sjúkrahúsi í borginni Butembo en íbúar svæðisins upplifa nú næst stærsta ebólufaraldur sögunnar. Vígamennirnir tilheyra hóp sem vill að allir utanaðkomandi heilbrigðisstarfsmenn yfirgefi Kongó, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Faraldurinn breiðist nú út hraðar en hann hefur áður gert en útbreiðsla ebólu í Kongó var skilgreind sem faraldur í ágúst síðastliðnum.Þar spila árásir vígamanna og annarra inn í en þó nokkrar slíkar árásir hafa verið gerðar á undanförnum mánuðum og hefur það leitt til þess að hjálparstarfsmenn hafa flúið frá Kongó. Háttsetti læknirinn sem lést hét Richard Mouzoko. Talið er að um 843 hafi dáið vegna ebóluveirunnar í Kongó og að hundruð til viðbótar hafi smitast. Reuters segir vígamenn og aðra sem ráðist hafa gagn hjálparstarfsmönnum trúa því að um samsæri sé ræða og að ríkisstjórn landsins eða aðrar þjóðir standi að baki faraldursins. Í röð tísta sem birt voru í kvöld segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, að stofnunin sé að skoða öryggisástandið í Kongó og ítrekaði hættuna sem steðjar að hjálparstarfsmönnum þar.Today we lost one of our very own: Dr Richard Valery Mouzoko Kiboung, an epidemiologist deployed in the #Ebola response in #DRC, during a hospital attack in Butembo.We grieve together with his family during this difficult time. pic.twitter.com/dJ52VL64Yn— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) April 19, 2019
Austur-Kongó Ebóla Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira