Stærstu stjörnur heimsins sameina krafta sína fyrir jörðina: "Við verðum að bjarga þessari plánetu“ Sylvía Hall skrifar 19. apríl 2019 20:14 Myndbandið er í teiknimyndastíl. Skjáskot/Youtube Í tilefni jarðardagsins þann 22. apríl fékk rapparinn og grínistinn Lil Dicky margar stærstu stjörnur heims með sér í lið til þess að gera lag um jörðina. Markmiðið er að vekja athygli á umhverfismálum og hlýnun jarðar. Lagið heitir „Earth“ eða „Jörðin“ á íslensku og fjallar texti lagsins um lífríki jarðar og er nokkurskonar lofsöngur um plánetuna. Undir lok lagsins kveður við alvarlegri tón þar sem Lil Dicky veltir upp þeim möguleika að við leggjum lífríkið einfaldlega í rúst með hræðilegum afleiðingum. „Ég ætla ekki að ljúga að þér, það eru svo margir sem trúa ekki á hnattræna hlýnun. Við verðum að bjarga þessari plánetu. Við erum að vera heimsk,“ segir í laginu. Stjörnur á borð við Justin Bieber, Ariana Grande, Halsey, Shawn Mendes, Kevin Hart, Miley Cyrus, Katy Perry, Hailee Steinfeld, Lil Jon, Rita Ora, Meghan Trainor, John Legend, Adam Levine, Charlie Puth, Wiz Khalifa, Snoop Dogg, Sia, Zac Brown, Ed Sheeran, the Backstreet Boys og Leonardo DiCaprio koma fyrir í laginu sem teiknimyndafígúrur eða dýr. Þá má einnig nálgast upplýsingar um málefnið á síðu sem tileinkuð er málstaðnum og laginu sjálfu. Þar er hægt að kynna sér ýmis úrræði til þess að leggja sitt af mörkum og breyta til hins betra. Allur ágóði lagsins mun renna til góðgerðarsamtaka sem starfa í þágu umhverfismála. Loftslagsmál Tónlist Umhverfismál Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Í tilefni jarðardagsins þann 22. apríl fékk rapparinn og grínistinn Lil Dicky margar stærstu stjörnur heims með sér í lið til þess að gera lag um jörðina. Markmiðið er að vekja athygli á umhverfismálum og hlýnun jarðar. Lagið heitir „Earth“ eða „Jörðin“ á íslensku og fjallar texti lagsins um lífríki jarðar og er nokkurskonar lofsöngur um plánetuna. Undir lok lagsins kveður við alvarlegri tón þar sem Lil Dicky veltir upp þeim möguleika að við leggjum lífríkið einfaldlega í rúst með hræðilegum afleiðingum. „Ég ætla ekki að ljúga að þér, það eru svo margir sem trúa ekki á hnattræna hlýnun. Við verðum að bjarga þessari plánetu. Við erum að vera heimsk,“ segir í laginu. Stjörnur á borð við Justin Bieber, Ariana Grande, Halsey, Shawn Mendes, Kevin Hart, Miley Cyrus, Katy Perry, Hailee Steinfeld, Lil Jon, Rita Ora, Meghan Trainor, John Legend, Adam Levine, Charlie Puth, Wiz Khalifa, Snoop Dogg, Sia, Zac Brown, Ed Sheeran, the Backstreet Boys og Leonardo DiCaprio koma fyrir í laginu sem teiknimyndafígúrur eða dýr. Þá má einnig nálgast upplýsingar um málefnið á síðu sem tileinkuð er málstaðnum og laginu sjálfu. Þar er hægt að kynna sér ýmis úrræði til þess að leggja sitt af mörkum og breyta til hins betra. Allur ágóði lagsins mun renna til góðgerðarsamtaka sem starfa í þágu umhverfismála.
Loftslagsmál Tónlist Umhverfismál Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira