Stærstu stjörnur heimsins sameina krafta sína fyrir jörðina: "Við verðum að bjarga þessari plánetu“ Sylvía Hall skrifar 19. apríl 2019 20:14 Myndbandið er í teiknimyndastíl. Skjáskot/Youtube Í tilefni jarðardagsins þann 22. apríl fékk rapparinn og grínistinn Lil Dicky margar stærstu stjörnur heims með sér í lið til þess að gera lag um jörðina. Markmiðið er að vekja athygli á umhverfismálum og hlýnun jarðar. Lagið heitir „Earth“ eða „Jörðin“ á íslensku og fjallar texti lagsins um lífríki jarðar og er nokkurskonar lofsöngur um plánetuna. Undir lok lagsins kveður við alvarlegri tón þar sem Lil Dicky veltir upp þeim möguleika að við leggjum lífríkið einfaldlega í rúst með hræðilegum afleiðingum. „Ég ætla ekki að ljúga að þér, það eru svo margir sem trúa ekki á hnattræna hlýnun. Við verðum að bjarga þessari plánetu. Við erum að vera heimsk,“ segir í laginu. Stjörnur á borð við Justin Bieber, Ariana Grande, Halsey, Shawn Mendes, Kevin Hart, Miley Cyrus, Katy Perry, Hailee Steinfeld, Lil Jon, Rita Ora, Meghan Trainor, John Legend, Adam Levine, Charlie Puth, Wiz Khalifa, Snoop Dogg, Sia, Zac Brown, Ed Sheeran, the Backstreet Boys og Leonardo DiCaprio koma fyrir í laginu sem teiknimyndafígúrur eða dýr. Þá má einnig nálgast upplýsingar um málefnið á síðu sem tileinkuð er málstaðnum og laginu sjálfu. Þar er hægt að kynna sér ýmis úrræði til þess að leggja sitt af mörkum og breyta til hins betra. Allur ágóði lagsins mun renna til góðgerðarsamtaka sem starfa í þágu umhverfismála. Loftslagsmál Tónlist Umhverfismál Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Í tilefni jarðardagsins þann 22. apríl fékk rapparinn og grínistinn Lil Dicky margar stærstu stjörnur heims með sér í lið til þess að gera lag um jörðina. Markmiðið er að vekja athygli á umhverfismálum og hlýnun jarðar. Lagið heitir „Earth“ eða „Jörðin“ á íslensku og fjallar texti lagsins um lífríki jarðar og er nokkurskonar lofsöngur um plánetuna. Undir lok lagsins kveður við alvarlegri tón þar sem Lil Dicky veltir upp þeim möguleika að við leggjum lífríkið einfaldlega í rúst með hræðilegum afleiðingum. „Ég ætla ekki að ljúga að þér, það eru svo margir sem trúa ekki á hnattræna hlýnun. Við verðum að bjarga þessari plánetu. Við erum að vera heimsk,“ segir í laginu. Stjörnur á borð við Justin Bieber, Ariana Grande, Halsey, Shawn Mendes, Kevin Hart, Miley Cyrus, Katy Perry, Hailee Steinfeld, Lil Jon, Rita Ora, Meghan Trainor, John Legend, Adam Levine, Charlie Puth, Wiz Khalifa, Snoop Dogg, Sia, Zac Brown, Ed Sheeran, the Backstreet Boys og Leonardo DiCaprio koma fyrir í laginu sem teiknimyndafígúrur eða dýr. Þá má einnig nálgast upplýsingar um málefnið á síðu sem tileinkuð er málstaðnum og laginu sjálfu. Þar er hægt að kynna sér ýmis úrræði til þess að leggja sitt af mörkum og breyta til hins betra. Allur ágóði lagsins mun renna til góðgerðarsamtaka sem starfa í þágu umhverfismála.
Loftslagsmál Tónlist Umhverfismál Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“