Steinunn Ólína um sambúð með Möggu Stínu: „Meiri stuðningur, minna basl jafngildir betri líðan“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. maí 2019 10:46 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. Samsett mynd/Anton/Ernir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona, og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda, hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. Steinunn Ólína rekur ástæður tilhögunarinnar í pistli sem hún birti í Fréttablaðinu í dag. Hún segir að það sé einföld ástæða fyrir sambúðinni. Þær hafi báðar verið á hinum alræmda leigumarkaði og einstæðar mæður í ofanálag og var ákvörðunin tekin í sparnaðarskyni. „Leigumarkaðurinn á Íslandi er svo mannfjandsamlegur að ég held að samyrkjubúskapur af þessu tagi verði brátt þrautalending fyrir einstæða foreldra sem vilja síður gista með börn sín á víðavangi.“ Þrátt fyrir að Steinunn Ólína og Magga Stína hafi upphaflega tekið ákvörðunina í sparnaðarskyni reyndist sambúðin henta þeim báðum afskaplega vel. „Raunar hef ég ekki verið í sambúð með manneskju af sama kyni síðan um tvítugt en það er göldrum líkast. Það er stundum bara búið að elda mata og taka til! Stundum er líka búið að þvo þvott og jafnvel brjóta saman og ganga frá honum!“ skrifar Steinunn Ólína en af myndböndunum að dæma sem hún birtir reglulega af uppátækjum vinkvennanna virðast þær skemmta sér reglulega vel saman og hlæja mikið. Í þessu myndbandi hlusta vinkonurnar af athygli þegar Útvarp Saga opnar fyrir símann og þær gæða sér á morgunmat á meðan. „Ég er að verða fimmtug og þekki því fáa karlmenn sem vita hvernig föt komast hrein í fataskápa. Ég veit reyndar ekki hvernig þetta er hjá nútímafólkinu. Það kannski bara étur hör- og bambusfötin sín þegar þau óhreinkast til að menga ekki veröldina með sápunotkun,“ skrifar Steinunn Ólína sem minnist Stefáns Karls Stefánssonar heitins með gamansamri sögu. „Ég held því miður að margir karlmenn, sem búa nú víst heima til þrítugs, trúi því enn að óhrein föt gangi í hægðum sínum inn í þvottavélina og setji hana af stað. Þvotturinn vippi sér svo yfir í þurrkarann eða hengi sig út á snúru og labbi svo að sjálfsögðu samanbrotinn ofan í skúffur og skápa. Ég minnist þess með mildi þegar maðurinn minn heitinn fann uppáhaldsgallabuxurnar sínar í buxnaskúffunni og sagði glaður: „Nei, þessar bara orðnar hreinar!“ Svo knúsaði hann þær innilega eins og til að þakka þeim fyrir ómakið.“ Húsnæðismál Tengdar fréttir Ég kynni hið nýja sambúðarform Nýverið hóf ég sambúð með æskuvinkonu minni. 2. maí 2019 07:00 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Sjá meira
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona, og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda, hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. Steinunn Ólína rekur ástæður tilhögunarinnar í pistli sem hún birti í Fréttablaðinu í dag. Hún segir að það sé einföld ástæða fyrir sambúðinni. Þær hafi báðar verið á hinum alræmda leigumarkaði og einstæðar mæður í ofanálag og var ákvörðunin tekin í sparnaðarskyni. „Leigumarkaðurinn á Íslandi er svo mannfjandsamlegur að ég held að samyrkjubúskapur af þessu tagi verði brátt þrautalending fyrir einstæða foreldra sem vilja síður gista með börn sín á víðavangi.“ Þrátt fyrir að Steinunn Ólína og Magga Stína hafi upphaflega tekið ákvörðunina í sparnaðarskyni reyndist sambúðin henta þeim báðum afskaplega vel. „Raunar hef ég ekki verið í sambúð með manneskju af sama kyni síðan um tvítugt en það er göldrum líkast. Það er stundum bara búið að elda mata og taka til! Stundum er líka búið að þvo þvott og jafnvel brjóta saman og ganga frá honum!“ skrifar Steinunn Ólína en af myndböndunum að dæma sem hún birtir reglulega af uppátækjum vinkvennanna virðast þær skemmta sér reglulega vel saman og hlæja mikið. Í þessu myndbandi hlusta vinkonurnar af athygli þegar Útvarp Saga opnar fyrir símann og þær gæða sér á morgunmat á meðan. „Ég er að verða fimmtug og þekki því fáa karlmenn sem vita hvernig föt komast hrein í fataskápa. Ég veit reyndar ekki hvernig þetta er hjá nútímafólkinu. Það kannski bara étur hör- og bambusfötin sín þegar þau óhreinkast til að menga ekki veröldina með sápunotkun,“ skrifar Steinunn Ólína sem minnist Stefáns Karls Stefánssonar heitins með gamansamri sögu. „Ég held því miður að margir karlmenn, sem búa nú víst heima til þrítugs, trúi því enn að óhrein föt gangi í hægðum sínum inn í þvottavélina og setji hana af stað. Þvotturinn vippi sér svo yfir í þurrkarann eða hengi sig út á snúru og labbi svo að sjálfsögðu samanbrotinn ofan í skúffur og skápa. Ég minnist þess með mildi þegar maðurinn minn heitinn fann uppáhaldsgallabuxurnar sínar í buxnaskúffunni og sagði glaður: „Nei, þessar bara orðnar hreinar!“ Svo knúsaði hann þær innilega eins og til að þakka þeim fyrir ómakið.“
Húsnæðismál Tengdar fréttir Ég kynni hið nýja sambúðarform Nýverið hóf ég sambúð með æskuvinkonu minni. 2. maí 2019 07:00 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Sjá meira